Út og suður.

Síðasta fimmtudag um 3-leytið datt okkur gömlu í hug að skella okkur til Reykjavíkur, og það fljúgandi.  Ég í símann, jú laust far, ég bókaði, hringt og pöntuð pössun fyrir Baltó (hundinn okkar), sturtan brúkuð, einhverju hent í tösku,  brunað inn í Nes með Baltó í pössun og rétt náðum fluginu.

 

Þegar lent var í Rvik, sótti elsti sonur Ronna okkur, skutlaði okkur á bílasölu, við skoðuðum bíl, keyptum hann og keyrðum í burtu.   (Ronni var sko búinn að pæla mikið í þessum bíl og díla við bílasöluna).

Svo núna rúntum við á jeppa.

 

Gistum hjá systur minni, og henni datt í hug að við systurnar færum í ljós.  Það eru ein 3-4 ár síðan ég fór síðast, því ég fæ svo mikla innilokunarkennd, get aldrei lokað bekknum alveg.  En næ svona stundum að slaka á í nokkrar mín.  OK, við fórum, og ég náði að liggja í bekknum í heilar 8 mín.,(með efri hlutann á bekknum langt uppi), en náði samt smáslökun.     Takk Silla mín.

 

Á föstudagsmorgninum bönkuðum við upp hjá Maddý og heimtuðum kaffi, og fengum sko gott kikk.  Takk Maddý mín.

 

Þaðan var farið upp á Bíldshöfða og eitthvert spartæki sett í bílinn, svo hann eyði minna benzíni.    Þá heimsóttum við Ormsson-búðir til að versla myndavél, en ekkert til sem við vildum.   (Myndavél fannst loksins í Ormsson-búð á Akureyri, sem verður send hingað).      Mikið verslað í Rúmfatalagernum, og hundagrind keypt upp í Mosfellsbæ.

 

Loks komumst við frá Rvik (okkur leiðist alltaf þar), stoppuðum á Selfossi og fylltum bílinn þar af Bónus-vörum.  Kíktum þar líka í Húsasmiðjuna til að kaupa ljósaseríur, til að lýsa upp skammdegið hér á heimilinu, og það tókst, og svo var brunað hingað austur.

 

Þegar heim var komið, tæmdum við bílinn, en hlóðum í staðinn bílinn af sængum og koddum og veiðidóti. Fórum inn í Nes til að sækja Baltó, en þá var hann stunginn af.

Við leituðum og leituðum í um 1 og ½ tíma, gáfumst þá upp, og héldum af stað í sumarbústaðinn, sem við vorum með þessa helgi.             Þegar við vorum hálfnuð í bústaðinn, hringdi Jón Ágúst (hann og Dagga voru að passa Baltó fyrir okkur), og tilkynnti að hann væri kominn.   Við ákváðum að halda bara áfram, vorum orðin þreytt, og komum í bústaðinn um 2 um nóttina.

 

Þessi bústaður er á Reynivöllum, rétt við Jökulsárlón.

Góður bústaður, nema.....já nema.....ekkert wc í honum og engin eldunaraðstaða, semsagt ekkert vatn.    En íbúðarhús um 200-300m frá, með öllu.      Semsagt, ef þú varst í spreng, þá bara gjöra svo vel að hlaupa.

 

En þetta var góð helgi, engin talva, ekkert sjónvarp eða útvarp (nema jú í íbúðarhúsinu, en við ákváðum að hvíla okkur á krepputali),  YNDISLEGT.

Náðum svo í Baltó í gær, og sá var ánægður að sjá okkur.

En honum leiddist sko ekki í pössuninni, því þau eiga 3 hunda og 10 hvolpa.

Enda hefur hann sofið, síðan hann kom hingað heim.

 

Vá, þetta er orðið langt blogg, en verð að bæta við, að mér líður betur, er ekki enn farin að taka þessi helv. geðlyf, tek bara svefnpillurnar og sef vel..

Góður svefn er fyrir öllu.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það er frábært að "kúpla sig út" og frábært að fara í annað umhverfi. Knús til ykkar.

Vilborg Traustadóttir, 13.10.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fara til tjöruborgar viljandi....

Gratjú með 'jeppann' alltént.

Vona að þið hafði haft góða helgarrezd...

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Brynja skordal

Til lukku með jeppann það hefur verið nóg að gera í þessari RVK ferð ykkar en flott að þið komust svo í smá slökun frá öllu í þessum bústað og gott að Baltó kom í leitirnar sendi þér extra gott knús og farðu vel með þig Elskuleg

Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 11:06

4 identicon

Knús á þig

Anita Sóley (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:32

5 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Frábær færsla. Full af gleði og bjartsýni. Mæli með því. Knús á þig og þína

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:55

6 Smámynd: Helga Rós Sveinsdóttir

Þið eigið sko gott skilið "gömlu hró" :c) Luvya bunz mamma :c*

Helga Rós Sveinsdóttir, 15.10.2008 kl. 02:02

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott hjá ykkur að drífa ykkur og til hamingju með bílinn. Vona að þú sért öll að hressast. Knús

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband