4.9.2008 | 20:58
Svartur pyttur, en uppleið :)
Ég datt í svarta pyttinn í sumar. Kraflaði mig upp öðru hvoru, en datt niður aftur. Fáir vissu af þessu, því ég lék mitt hlutverk vel, faldi allt. Ég bara vil ekki að fólk hafi áhyggjur af mér, því flestir hafa nóg með sig. Þetta var erfitt, helvíti erfitt. Var farin að pæla í að leita læknis og fá lyf, en þrjóskaðist við. Enda vil ég ekki vera eins og ég var, uppdópuð í 5 ár, takandi 21 pillu á dag. Núna er nærri 1 og ½ ár síðan ég hætti öllu pilluáti. (tek jú pillur við háum blóðþrýstingi, magadruslunni og slitgigtinni).
En ég er á hraðri uppleið frá þessum svarta pytti, kallinn minn hættur á Jökulsárlóninu, og því meira heima, og ég átti mjög gott viðtal í dag hjá félagsmálafulltrúanum, sem vill allt fyrir mig gera, eða svona næstum því.
En minn kall vann sinn síðasta vinnudag á Jökulsárlóni á laugardag, var þá búinn að leggja net, svo við brunuðum þangað á sunnudag, til að draga upp netin.
Tókum Baltó (hundinn okkar) með okkur og fengum lánaðann zodiac-bát.
Þetta var æðislegur dagur, Baltó fílaði sig í botn og var ekkert sjóveikur, við fengum 3 fiska úr netunum, og við sigldum um Lónið í nærri 2 ½ tíma.
Fórum alla leið inn að jökulstálinu (þar sem Breiðamerkurjökull gengur út í Lónið). Úfffff, hálf óhugnanlegt. Þessi mikli ísveggur, kuldinn og svo að vita, að dýptin undir okkar zodiac-bát væri 208 m. Ég fékk svona kuldahroll, en náði samt að taka nokkrar myndir.
Ég tók fullt af myndum, hef birt nokkrar á flickr-síðunni minni, en á margar eftir.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.8.2008 | 21:18
Helgarfrí.
Á síðasta föstudag byrjaði minn kall loksins í helgarfríi, en það eru 6 vikur síðan hann fékk síðast frí, laugardag og sunnudag.......Til að lengja fríið, brunaði ég vestur á Jökulsárlón og sótti minn kall, en hann fékk að hætta kl.5 í staðinn fyrir kl.7.
Við hentumst hingað heim, tróðum drasli í bílinn og brunuðum svo upp í bústað í Lóni.
Það er Paradís að vera þarna upp frá í bústaðnum, og reynum við að fara þangað eins oft og hægt er, enda bara rétt um hálftíma keyrsla héðan frá Höfn.
Helgin leið í rólegheitum, gsm-símar á silent, og hefði varla þurft þess, því símasamband mjög slitrótt, og varla inni klukkutímum saman, sem betur fer.
Við rifum okkur upp fyrir 8 í morgun til að horfa á leikinn, vorum stolt af okkar strákum, en samt leið yfir því, hvað þeir létu Frakkana valta yfir sig, því þeir gátu betur.
Á morgun byrjar svo 4-daga törn hjá mínum kalli á Jökulsárlóni.
Baltó, okkar hundur, lék við hvern sinn fingur í sveitasælunni, en enn leitar hann að Tígli, hundinum okkar, sem við því miður þurftum að svæfa 14.ágúst. Mikið búið að gráta, bæði hjá mönnum og hundi.
Take care.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.8.2008 | 19:00
Yndislegir og skemmtilegir dagar.
Synir mínir tveir,Einar Trausti og Jón Ingi, sem búa í Borgarnesi, komu hingað á sunnudag og fóru aftur í dag.
Yngri stjúpdóttir mín, hitti pabba sinn á Clapton-tónleikunum og kom hingað austur með honum, hún fór líka í dag.
Svo hér er búið að vera fullt hús síðustu daga, og mikið gaman.
Við höfum öll farið í stuttar sveitaferðir þessa dagana, kíkt á Horn og Stokksnes, Bergárdal og Laxárdal.
Í gærkvöldi, þegar minn kall kom heim frá sinni vinnu á Jökulsárlóni, skelltum við okkur öll, upp í Lón í sumarbústaðinn. Grilluðum þar og höfðum gaman.
Í dag á næstelsti stjúpsonur minn afmæli, hann býr hér í Nesjahverfinu, rétt við Höfn.
Ákveðið var að halda suprice-veislu fyrir hann úti í móum í Laxárdal, afmælisgjafirnar faldar út um allt, bak við þúfu og kletta. Mættum við með gos, kaffi og kökur.
Þau eru vön að viðra hundana þarna, svo það var upplagt að plata hann svona.
Mikið var þetta gaman, svipurinn á afmælisbarninu þegar hann sá okkur öll, og bara það að fylgjast með honum labba um allt og týna upp pakka hér og þar. Reyndar varð hann að fá góðar vísbendingar og leiðsögn, annars væru pakkarnir allir þarna ennþá, það vel faldir voru þeir.
Strákarnir mínir fóru svo beint úr þessari náttúru-veislu, heim í Borgarnes, en stjúpdóttir mín fór núna áðan, fékk far með vinkonu minni á Stöðvarfjörð, þangað verður hún sótt og keyrð á Fáskrúðsfjörð, þar sem hún gistir, en á morgun fer hún heim á Sauðárkrók.
Alltaf svo gaman þegar börnin koma í heimsókn.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.8.2008 | 09:27
7. ágúst.
Þú ert góðhjartaður, fjörugur og fyndinn og mjög öflugur í skapgerð. Þú ert atorkusamur við verk og unir best að vera ætíð önnum kafinn. Þú ert einlægur og tryggur, þar sem þú tekur því, en langrækinn ef þú reiðist. Ásthneigður ertu og ástríðuheitur, en skyldir vanda vel til vals á maka, ef vel á að fara.
Jahá það er bara það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.7.2008 | 17:22
Þursabit.
Vaknaði illa síðasta sunnudag, komin með þursabit í bakið. Fékk oft svona þegar ég var yngri , en lagaðist um þrítugsaldurinn, veit ekki af hverju.. Núna eru um 2 ár síðan þetta kom síðast.
En jæja, hef skakklappast um húsið síðustu daga, og gert heimilisverkin. Hef fengið fylgd í búðina, því oft vilja hnén gefa sig og mér finnst leiðinlegt að krjúpa fyrir framan hina og þessa, betra að geta haldið í einhvern.
Minn kall átti frí í gær og í dag frá Lóninu, og átti því að vinna á netaverkstæðinu.
En hann hefur verið assgoti veikur síðustu 5 daga, svo ég pantaði tíma hjá lækni og rak hann þangað í gærmorgun.
Minn kall kom hingað heim frá læknaheimsókn með skottið á milli lappana, og sagði að læknirinn hefði skipað sér í rúmið, og mér í apótekið til að sækja lyf, hann var kominn með í lungun.
Svo það er ekki mikið gaman hjá okkur gömlu þessa dagana, hann hóstar og svitnar og ég labba skökk og snúin og urra af verkjum.
En þetta lagast.
Stofnaði flickr-síðu um daginn og er mikið þar, bæði að setja inn myndir og skoða hjá öðrum, virkilega gaman.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.7.2008 | 23:31
Skrapp á Lónið.
Í dag þá leiddist mér, en það kemur bara fyrir 2-3 á ári, þó svo ég hangi heima alla daga ársins, þá finn ég mér alltaf eitthvað til að gera.
En semsagt í dag kom leiðinn yfir mig.
Minn kall hringdi heim úr sinni vinnu á Lóninu, og þegar hann heyrði hvernig mér leið, þá stakk hann upp á því að ég renndi vestur á Lón.
Ég til í það, henti hundunum inn í búr og brunaði af stað. Kitlaði benzingjöfina svolítið fast (þori ekki að nefna neinar tölur), og var snögg vestur.
Minn kall var úti að sigla þegar ég kom, svo ég settist bara út á pall og spjallaði við þá starfsmenn, sem í landi voru.
Þar var ungur og myndarlegur strákur sem siglir zodiak-bátum, ég blikkaði og blikkaði og það dugði (segið svo að gamlar konur geti ekki neitt).
Fékk yfir klukkutíma rúnt með honum á zodiak, æðislegt. Tók nokkrar myndir, þegar ég hafði rænu til, (var svo dolfallin af útsýni og fleiru ).
Fór svo í siglingu með mínum kalli, í svartaþoku. Bara gaman að því, en ég vorkenndi þeim ferðamönnum sem voru um borð, í sinnu fyrstu ferð, og sáu lítið sem ekkert.
Svo þessi leiðinlegi dagur endaði vel.
Takk fyrir mig.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 23:32
Helgarfrí.
Er alveg andlaus í bloggi og commentum þessa dagana. Af hverju ? Veit ekki, kannski sumarleti, nei, getur ekki verið, hér hefur ekki sést til sólar ,fyrr en í dag, eftir nærri 2 vikna sólarspá veðurfræðinga.
En við gömlu hjónin skelltum okkur í sumarbústaðaheimsókn um helgina. Steini og Ása fóru í sumarbústað rétt við Egilsstaði, þegar þau fóru héðan frá okkur, eftir Humarhátíð, og við semsagt skelltum okkur til þeirra, á laugardag, þegar við vorum búin að skúra á netaverkstæðinu. Fengum auðvitað frábærar móttökur og nóg að éta.
Þau þurftu að skila af sér bústaðnum í gær, svo við vorum komin hingað heim, um miðjan dag. Höfðum einmitt á orði, að við höfum aldrei verið á svona krisilegum tíma við heimkomu áður. ( það eru ekki nema 2 tímar héðan upp á Egilsstaði).
Takk fyrir okkur lehamzdr.
Ronni var loksins í sína fyrsta almennilega helgarfrí, (frí laugardag og sunnudag), síðan hann byrjaði á Lóninu, 31.mai.
Hann fær semsagt aldrei lengra frí en 1-2 daga í einu, svo ekki förum við langt í sumar.
Næstu helgi er hann í fríi á Lóninu, föstudag og laugardag (en á föstudag vinnur hann á netaverkstæðinu).
Ég reyni að hanga saman alla daga, fer á mína geðfundi á miðvikudögum, og reyni að vinna í sjálfri mér þess á milli. (laugardags-geðfundir eru í fríi fram á haust), og er ánægð með hvað mitt pillulausa líf gengur vel.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.7.2008 | 00:32
Humarhátíð liðin.
Í dag fóru okkar humargestir, Ronni yngri dreif sig heim á Krókinn, en Steini, Ása og börn, fóru í sumarbústað rétt við Egilsstaði, en þangað ætlum við Ronni að heimsækja þau um næstu helgi. Þá á Ronni loksins sitt fyrsta helgarfrí, síðan hann byrjaði á Lóninu, 1.júní.
Þetta var yndisleg helgi, róleg og matmikil.
Við röltum öll niður á bryggjusvæðið á föstudagskvöldinu, mikið var nú fámennt þar, hef aldrei séð svona fátt fólk á Humarhátíð áður. Líklega spilar þar inn í, hve benzínverð er hátt, og svo hinar ýmsu hátíðir um land allt.
Á laugardeginum tróðum við okkur öll inn í gamla Ford og brunuðum á Lónið, til að sníkja siglingu með mínum kalli. Mjög skemmtileg ferð, Bertha og Björn (Steinabörn, 11 ára og 3 ára) fengu að stýra smá með mínum kalli, og var það mikil upplifun fyrir þau, alveg meiriháttar að fylgjast með því.
Þegar heim var komið, fóru þau Ása og Steini að mixa til humarsúpu, lyktin fór fljótlega að láta garnirnar garga. Við höfðum étið smá-slatta af hvítlaukssteiktum humri kvöldið áður, og skelltum því öllum skeljunum í pott áður en við fórum á Lónið, og létum þær malla . Namminamminamm hvað hún var góð.
Við lágum öll á meltunni um kvöldið, en feðgarnir Ronni og Ronni drifu sig á útirölt og ball.
Sunnudagurinn var letidagur, en zumir gestir drifu sig þó í sund, og um kvöldið grillaði minn kall svínalundir og ýmislegt annað góðgæti.
Í morgun fór minn kall að vinna á netaverkstæðinu, en tók sér frí eftir hádegið, og gat því kvatt okkar humargesti. Á morgun fer hann aftur í 4 daga-vinnutörn á Lóninu.
Þetta er fimmta humarhátíðin sem Steini er hjá okkur, og vonum við að þær verði enn fleiri.
Þessi Steini er http://lehamzdr.blog.is/blog/skrafskjodan/
Takk öll fyrir frábæra helgi.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2008 | 22:07
Humarhátíð.
Humarhátíðin er byrjuð, fullt hús af gestum, gaman gaman. Ronni er að vinna á Jökulsárlóni í dag og á morgun, en á frí á sunnudag og mánudag.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.6.2008 | 22:13
Kraftur í kringum Ísland.
Í dag arkaði ég niður á smábátabryggju til að fagna nokkrum hraustum mönnum, sem hafa mikið lagt á sig. Þeir hafa siglt í kringum landið á tuðru, til að styrkja ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein. Þeir lögðu af stað frá Vestmannaeyjum 14. júní og hafa haft viðkomu á nokkrum stöðum í kringum landið. Ekkert hefur heyrst frá fjölmiðlum um þessa ferð, og er það til skammar. Þeir hafa fengið góðar viðtökur á öllum þeim stöðum sem þeir hafa stoppað, frá bæjarfélagi hvers staðar, og er það þakkarvert.
Hér ætla þeir að stoppa til fimmtudags, og vona ég að þeir fái góðar viðtökur, svo ég þurfi ekki að skammast mín fyrir mitt bæjarfélag.
Hef hlerað að þeir hafi safnað þónokkuð góðum styrkjum með þessari ferð, og er það gott, því ekki er það hættulaust, að sigla á tuðru í kringum okkar land, allskonar veður og sjógangur, semsagt hættuleg ferð.
Ég bauð þeim öllum hingað til mín í kaffi meðan þeir væru hér, og vona ég að þeir kíkji, þó svo ekkert sé í boði með kaffinu (er svo löt að baka).
Slóðin þeirra er http://www.krafturikringumisland.com/
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)