Færsluflokkur: Bloggar

Síld og fleira.

Jæja, kallinn minn kom heim í kvöld. Þeir höfðu rúmlega 700 tonn af síld, lentu í síldarævintýrinu í Grundarfirði, gott mál.

En hann kom líka heim með fleiri fleiri kíló af þorski, sem nú þarf að flaka og hakka og búa til fiskibollur, svo þá vitum við hvað étið verður hér á bæ, næstu vikur.

 

En þar sem þetta var góður túr, fær hann gott útborgað, svo við getum þá væntanlega gert eitthvað fyrir stigann hér í íbúðinni.

Við rifum teppið þar af í júní, eldgamalt og illa lyktandi teppi, en síðan hefur stiginn ekki verið fögur sjón að sjá, en loftið betra.

 

Heyrði í mínum næstelsta syni áðan, sem lenti í endurgreiðslu hjá tr.stofnun, hann hefur samið, og getur vonandi klofið það.

 

Hugsið ykkur ef þið væruð að vinna hjá A, en svo fengjuð þið aukavinnu hjá B.

A kæmist að því, og þið þyrftuð að borga A það sem þið eruð að fá í laun hjá B.

Skiljið þið ???

 

Þarf maður virkilega að svara "klukki" til að vera svaraverður í bloggheiminum ????

 

Take care.

 


Á sjó...

Jæja, þá er kallinn minn farinn á sjóinn. Verður 1 túr eða 2. Hver túr getur verið frá 2-4 dagar.

Ég skutlaði honum niður á bryggju kl. hálf fjögur í nótt, Baltó kom með, og þegar við komum heim aftur, fór hann í fýlu, og svaf í stofunni, og hefur setið úti á tröppum í morgun, og beðið eftir Ronna.

Dagga fékk fæðingarhríðar í gær, þegar Jón Ágúst var nýkominn í land, svo þess vegna var minn maður, kallaður út.  Hríðarnar duttu niður, en hún er skráð 2.nóv., en allt getur gerst á næstu dögum. Ljósmóðirin fylgist vel með, en Dagga ætlar að eiga heima, á 3 börn fyrir, og vill prófa þetta.

 

Jón Ingi er í skýjunum í dag, hann náði loks bóklega-bílprófinu í morgun, fer í það verklega í næstu viku, enginn tími laus fyrr.

 

Ég er alltaf að kubbast, er komin í borð 1873. Ætli það séu endalaus borð í þessum leik ?

 

Er búin að líma servéttur á allar glerkrukkur sem til eru hér á staðnum,svei mér þá. Líka á niðursuðudósir og fleira.

 

Bakflæðið tók sig upp fyrir um 10 dögum, ekkert voða slæm köst, en nóg til að maður vaknar upp á nóttini. Líklega er ég farin að svindla of mikið í mataræðinu, verð að passa mig.

 

Take care.


Helv.djö.hansíkoti og helgihvíti.

 

Vá hvað það sýður á mér núna.

Var að tala við næstelsta son minn, og hann var að lesa fyrir mig bréf sem hann fékk frá Tryggingastofnun ríkisins. Jújú, hin fræga stofnun.

Þessi sonur minn er fatlaður, fæddist spastískur í fótum, og þegar hann var 1árs sögðu læknar að hann myndi líklega aldrei getað gengið. En  þrjóskan í mér og syni mínum, kollvörpuðu þeim hugmyndum. 2 ára var hann farinn að ganga. Það kostaði svita og tár, en var sko vel þess virðis. Fæturnir á honum eru snúnir, en áfram fer hann, hörkuduglegur.

 

Setti um daginn myndir hér inn af öllum þeim verðlaunum sem hann hefur fengið, á íþróttamótum.

 

En aftur að þessu bréfi, hann á að greiða Tr. 101 þúsund kr. til baka.!!!!!!!!

Hann hefur síðustu 2 ár verið að vinna á Olís, ekki mikla vinnu, bara þær vaktir sem hann ræður við. En það er nóg. Tr. vill ekki að öryrkjar vinni. Við eigum bara að sitja heima.

 

Hann keypti sér íbúð fyrir um 2 árum, og gamlan bíl. Bíllinn gaf upp öndina fyrir um mánuði síðan. Síðan þá, hefur hann ekki getað sótt vinnu, né farið eitt eða neitt. Gat jú labbað í vinnuna, á hörkunni, en hefði þá mætt mjög sveittur og þreyttur. Ekki gaman að afgreiða kúnna, vellyktandi, eða þannig.

 

Hann hefur sko sótt um styrk hjá Tr. til að kaupa bíl, en fær ekki svar fyrr en í desember.

 

Hann var  í Reykjavík síðustu viku, vegna veikinda pabba síns, og notaði þá tækifærið að kíkja á bílasölur til að athuga með bíla. En þegar hann kom heim í gær og opnaði sinn póst, beið þetta bréf frá Tr. og þá slokknaði öll von hjá honum, um annan bíl.

Hvernig á hann að geta greitt þetta allt til baka ? Enginn bíll, engin vinna.

Hann er búinn að senda inn umsókn hjá Tr. um bílakaupastyrk, en fær ekki svar fyrr en í desember.

 

Hann á alla hjálp skilið, en ég get ekkert gert, nema að tala við hann í síma, (eða á msn) og reyna að púrra hann upp.

Ekki eru nema um 2 mán. síðan að hann gat tekið netið inn til sín, var þá búinn að hafa heimasíma í um 1 ár, en svona er hann, hann vill ekki hafa neitt, nema hann geti borgað fyrir það.  Þá var hann löngu búinn að eignast tölvu, sem honum var gefið, en hann notaði hana bara eins og hægt var, ótengdur.

En mikið var yndislegt að geta loks addað honum inn á msn hjá mér, finnst börnin mín alltaf nær mér, þegar ég hef þau á msn, hvort sem ég er að tala við þau eða ekki.

Bara gott að sjá þau inni.

 

Af hverju getum við ekki hjálpað þeim sem eiga erfitt?

Með "við" á ég við okkur Íslendinga.

Við erum ekki stórþjóð, vitum af hvort örðu. Við setjum á stofn safnanir fyrir hin og þessi ríki úti í heimi, sem eiga erfitt.

En eigum við ekki að líta okkur nær?  Eigum við ekki fyrst að hjálpa hvort öðru hér heima, áður en við snúum okkur að útlöndum ?

Ég hef ekkert á móti því að hjálpa þeim sem erfitt eiga, úti í heimi, en mér finnst bara að við séum sannari og heilli menn, ef við hjálpum okkur fyrst, og svo öðrum.

Take care.

 

 

 

 

 


Klukk.

Var klukkuð af vini mínum , á að telja upp 8 atriði um eitthvað sem maður hefur gert af sér eða manns galla.   Hvernig á ég að geta það, man ekki einu sinni hvað ég gerði af mér í gær, og mínir gallar eru svo margir að það er ómögulegt að muna þá.

Svo ég verð bara að hunsa þetta klukk.

 

Í gær átti litla barnið mitt afmæli, 17 ára, til hamingju elskan.

 

Í fyrradag kom hið árlega bréf frá Tryggingastofnun, ég skulda þeim rúmar 21 þúsund, sem þeir auðvitað heimta að ég endurgreiði þeim. Þurfti að endurgreiða um 30 þús. í fyrra, man ekki hve mikið árið þar á undan.

Greyin skil alveg að þeir þurfi peninga, þeir eru að greiða mér um 76 þúsund á mánuði  í örorku, ( mínus skattur,útborgað 72 þús.)  allt of mikið, setur þá alveg á hausinn.

Ronni er með skíta-verkamannalaun en hefur tekið nokkra síldartúra árlega, og þá náttúrlega skerðist mín örorka. Við megum ekki hafa það of gott.

 

Þegar við Ronni giftum okkur, var mín örorka skert um 15 þúsund á mánuði, skilaboðin voru: "Þessi kall á að sjá um þig"  Auðvitað, af hverju ætti einhver stofnun að sjá um mig. Ekki sér þessi stofnun um alla  mennina, sem hafa miljónir í tekjur á mánuði. Eða hvað ?

 

Ronni fór í eftirlit til hjartalæknis í byrjun september, við þetta landsbyggðarpakk eigum rétt að fá greiddann ferðakostnað, þegar sækja þarf þjónustu lækna sem ekki eru í heimabyggð, en það gengur illa að fá þessa ferð greidda, því tryggingarlæknir hefur verið í fríi. Þarna sést hvað þessi stofnun er fátæk, þeir hafa ekki efni á að ráða menn til að leysa þá af sem fara í frí.

 

Take care.

 


Súpa og reykingar.

Um daginn fengum við slatta af kjötbitum gefins, góðir í hundskjaft, en á þessum síðustu og verstu tímum, tímir maður því nú ekki.

En það var lítið kjöt á þeim, mest fita og bein.

Í hádeginu í dag, setti ég nokkra kjötbita í pott, lét sjóða smátíma, tók svo upp úr, og byrjaði hreinsunina.   Bein og fita í eina skál (veisla hjá hundinum), og kjöttægjur í aðra.

Tók soðið og sigtaði fituna frá, setti soðið í pott og þynnti út með vatni.

 

Ofaní fór svo kjöttægjurnar, 4 laukar og 4 graslaukar, (fengum sko fullt af lauk í gær frá vinkonu, sem getur ekki borðað þá) 2 rófur, hrísgrjón og smá haframjöl, súpujurtir, 2 súputeningar (áttum ekki fleiri), skessujurt, og svo smá salt.

Sauð fullan pott af kartöflum, skrallaði þær svo og brytjaði niður og henti í pottinn.

 

Lét þetta malla á litlum hita nokkra tíma.

 

Við hjónin megum ekki borða fitu, vegna okkar heilsu (erum samt alltaf að svindla).

Svo þetta var svona tilraun, að búa til heilnæma súpu.

 

Svo kom matmálstíminn.

OJ BARA, bragðlaus súpa.

Notaði sko hvítlaukskryddið óspart á diskinn minn.

Varla sást í Ronna-disk fyrir öllum krydddunkunum sem hann fann í skápnum.

Svona er að reyna að lifa heilbrigðu lífi. Hnussssssbara.

 

Minn fyrr-fyrrverandi maki (fyrsti eiginmaður sko), faðir þriggja barna minna, var í stóraðgerð, fyrir 4 dögum. Hjartaaðgerð, þreföld hjáveita.  Allt gekk vel og lítur vel út með framhaldið.  Dóttir mín sem býr hér, flaug suður og er þar enn.

Hann hefur reykt síðustu 30 ár, og er þeim kennt um þetta ástand.

Jú "reykingar drepa" en ég ætla samt EKKI að hætta að reykja.

 

Hugsið ykkur, ef ég tæki mig nú til og hætti að reykja, hálfdræpi alla í kringum mig vegna geðvonsku fyrstu 2 dagana, myndi svo lenda fyrir bíl þriðja daginn og drepast.

Þá myndu allir minnast mín sem geðvonsku-kellinguna. Og ég að leggja þetta á mig, og falla svo fyrir bíl, nei takk fyrir.

Hætti reyndar að reykja 1990, eignaðist þá mitt yngsta barn. Var þá búin að reykja í 20 ár, en hafði alltaf hætt þegar ég gekk með mín 3 börn og var með þau á brjósti.

En þarna 1990, þá hætti ég alveg í 10 ár, ekkert mál. Notaði engin lyf eða tyggjó.  Stundaði eróbikk 4 sinnum í viku og var dugleg að labba úti.

Átti alltaf sígó-pakka uppi í skáp, stundum kom löngunin yfir mig, tók þá pakkann út, þreifaði á honum og hnusaði, en alltaf lenti hann aftur í skápnum, óopnaður.

Mér fannst alltaf gott að vita af þessum pakka í skápnum, þó svo að ég notaði hann aldrei.

 

Reykingar eru hægfara sjálfsmorð, stendur einhversstaðar skrifað.

 

Take care.

 


Pirruð.

Þessi pirringur byrjaði í gærkvöldi, þegar ég um miðnætti ætlaði í rúmið, drulluþreytt, eftir annasamann dag.   Var búin að hátta mig og slökkva ljósið, tek í sængina mína, en HEY hún er rennandi blaut. Ætli Ronni hafi pissað undir? Ég kveikti ljósið og athugaði aðstæður. Nei, Ronni var saklaus, steinsvaf og allt þurrt undir honum. Það var Baltó sem var sökudólgurinn, hann á það til að skríða uppí til Ronna, og forða sér svo á sinn svefnstað, þegar hann heyrir að frúin er að koma upp.   Ég bókstaflega trompaðist, dró Baltó uppí og nuddaði trýninu á honum í hlandið, hundskammaði hann og henti honum inn í búrið hans og læsti því.  Hann hefur alltaf fengið að sofa í ólæstu búrinu.  Ég bjó svo um mig inni í fataherbergi, og svaf þar, loksins þegar ég gat sofnað, en reiðin kraumaði í mér.   En hugsið ykkur, Ronni rumskaði ekki við allan þennan hávaða.  Baltó hefur aldrei gert þetta áður, svo við skiljum ekki, hvað er í gangi.

Vaknaði svo kl 7 í morgun, við ýlfrið í Baltó, drattaðist með hann niður og hleypti honum út. Hellti upp á kaffi, svolgraði nokkra bolla og reykti mínar morgunsígó. Réðist svo á hjónarúmið og reif allt utanaf og henti sænginni minni í þvottavél 

Í gær kom Ronni heim með síðustu 3 kassana, sem hafa verið í geymslu síðan 2003. Mikið sem kom upp úr þeim, og því miður margt skemmt og ónýtt, vegna raka.   Enn eigum við eftir fullt af stórum hlutum í geymslu. Vil fara að fá þá hingað í hús, svo maður geti nú raðað öllu almennilega upp.  En hef grun um að ég þurfi stærra hús Blush

Við vorum að byrja með alla okkar reikninga í greiðsluþjónustu, allar mínar tekjur fara í það og eitthvað smá frá Ronna. Leit í heimabankann minn í morgun og sá að ég á heilar 15.- kr. já, fimmtán krónur. Þetta verður strembið næstu 3 ár, en þetta borgar sig, veitir visst öryggi.

Take care.

 


Sunnudagur.

Það var gott að vakna í morgun, kallinn var við hliðina á mér, aldrei þessu vant (hann tók sér frí frá gæsinni).

Hef föndrað smá í dag, og svo kom Birna að ná í þvottinn sinn, en ég hef þvegið fyrir hana síðustu 5-6 vikur.

 Litla barnið mitt (hann verður 17ára í næsta mánuði) er þessa helgina úti í London, með pabba sínum, svona helgarferð. Þeir fóru á fótboltaleik í gær, WestHam-Arsenal. Hann hringdi í mig af leiknum, mikill hávaði, og ég bað hann að arga fyrir mig ,,áfram Arsenal,, Hann hélt nú ekki, en því miður er hann ManUn.-aðdáandi, þó ég, pabbi hans og Ronni séum eldheitir Arsenal-aðdáendur, þá hefur enn ekki tekist að kristna hann.

Svo hringdi hann í dag, var þá staddur á einhverjum bar, pabbi hans drakk bjór, en hann fékk bara kók, var ekki mjög ánægður með lífið, þá stundina.Angry

Í gær fórum við gamla settið í tvöfalt-barnaafmæli. Ólafía og Dagga slógu saman veislu, fyrir Anitu 6 ára og Arnrúnu 5 ára. Mikið fjör og mikið étið, það mikið að ég lá afvelta í sófanum hér heima, í 2 tíma á eftir, gat ekki einu sinni staðið upp, til að fá mér smók úti á tröppum. og þá er nú mikið sagt.

Í fyrrakvöld var elduð  ,,súpansemekkimátalaum,, í stórum norna-potti, svo núna er veisla dag eftir dag.

 Take care.

 


Prufa

Hef bloggað í ein 4 ár, á msn-blogginu, er alveg búin að gefast upp þar, lengi að skrifa inn og allir kvarta yfir að ekki sé hægt að commenta, svo, ætla að prufa þetta.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband