3.10.2007 | 14:47
Pirruð.
Þessi pirringur byrjaði í gærkvöldi, þegar ég um miðnætti ætlaði í rúmið, drulluþreytt, eftir annasamann dag. Var búin að hátta mig og slökkva ljósið, tek í sængina mína, en HEY hún er rennandi blaut. Ætli Ronni hafi pissað undir? Ég kveikti ljósið og athugaði aðstæður. Nei, Ronni var saklaus, steinsvaf og allt þurrt undir honum. Það var Baltó sem var sökudólgurinn, hann á það til að skríða uppí til Ronna, og forða sér svo á sinn svefnstað, þegar hann heyrir að frúin er að koma upp. Ég bókstaflega trompaðist, dró Baltó uppí og nuddaði trýninu á honum í hlandið, hundskammaði hann og henti honum inn í búrið hans og læsti því. Hann hefur alltaf fengið að sofa í ólæstu búrinu. Ég bjó svo um mig inni í fataherbergi, og svaf þar, loksins þegar ég gat sofnað, en reiðin kraumaði í mér. En hugsið ykkur, Ronni rumskaði ekki við allan þennan hávaða. Baltó hefur aldrei gert þetta áður, svo við skiljum ekki, hvað er í gangi.
Vaknaði svo kl 7 í morgun, við ýlfrið í Baltó, drattaðist með hann niður og hleypti honum út. Hellti upp á kaffi, svolgraði nokkra bolla og reykti mínar morgunsígó. Réðist svo á hjónarúmið og reif allt utanaf og henti sænginni minni í þvottavél
Í gær kom Ronni heim með síðustu 3 kassana, sem hafa verið í geymslu síðan 2003. Mikið sem kom upp úr þeim, og því miður margt skemmt og ónýtt, vegna raka. Enn eigum við eftir fullt af stórum hlutum í geymslu. Vil fara að fá þá hingað í hús, svo maður geti nú raðað öllu almennilega upp. En hef grun um að ég þurfi stærra hús
Við vorum að byrja með alla okkar reikninga í greiðsluþjónustu, allar mínar tekjur fara í það og eitthvað smá frá Ronna. Leit í heimabankann minn í morgun og sá að ég á heilar 15.- kr. já, fimmtán krónur. Þetta verður strembið næstu 3 ár, en þetta borgar sig, veitir visst öryggi.
Take care.
Athugasemdir
úfffff í þínum sporum hefði ég öskrað svo hátt að Ronni hefði rokið upp með andfælum og nágrannarnir hefðu vaknað líka við óhljóðin!!! Hundspiss í rúmið mitt?? NEI TAKK!!! ÚT MEÐ'ANN!!!
öhmm... rakkann meinti ég sko...
Saumakonan, 3.10.2007 kl. 16:17
Þér líkt að kenna hundíngjanum um fyrr en hundinum.
Held nú að tími sé kominn á húsfeðraorlof hjá þeim báðum á meðan þú ert í þessu PMSsssi.
Já, & ég fékk það staðfest að þú hefur aldrei skipt um bleyju á mér frá mjög áræðanlegum heimildum, þannig að minn sexí nakti rass verður bara að vera áfram í þínu draumheimum, kakósúpukona.
S.
Steingrímur Helgason, 4.10.2007 kl. 00:41
Sammála saumakonu, út með rakkann


Höfuðið (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.