Helv.djö.hansíkoti og helgihvíti.

 

Vá hvað það sýður á mér núna.

Var að tala við næstelsta son minn, og hann var að lesa fyrir mig bréf sem hann fékk frá Tryggingastofnun ríkisins. Jújú, hin fræga stofnun.

Þessi sonur minn er fatlaður, fæddist spastískur í fótum, og þegar hann var 1árs sögðu læknar að hann myndi líklega aldrei getað gengið. En  þrjóskan í mér og syni mínum, kollvörpuðu þeim hugmyndum. 2 ára var hann farinn að ganga. Það kostaði svita og tár, en var sko vel þess virðis. Fæturnir á honum eru snúnir, en áfram fer hann, hörkuduglegur.

 

Setti um daginn myndir hér inn af öllum þeim verðlaunum sem hann hefur fengið, á íþróttamótum.

 

En aftur að þessu bréfi, hann á að greiða Tr. 101 þúsund kr. til baka.!!!!!!!!

Hann hefur síðustu 2 ár verið að vinna á Olís, ekki mikla vinnu, bara þær vaktir sem hann ræður við. En það er nóg. Tr. vill ekki að öryrkjar vinni. Við eigum bara að sitja heima.

 

Hann keypti sér íbúð fyrir um 2 árum, og gamlan bíl. Bíllinn gaf upp öndina fyrir um mánuði síðan. Síðan þá, hefur hann ekki getað sótt vinnu, né farið eitt eða neitt. Gat jú labbað í vinnuna, á hörkunni, en hefði þá mætt mjög sveittur og þreyttur. Ekki gaman að afgreiða kúnna, vellyktandi, eða þannig.

 

Hann hefur sko sótt um styrk hjá Tr. til að kaupa bíl, en fær ekki svar fyrr en í desember.

 

Hann var  í Reykjavík síðustu viku, vegna veikinda pabba síns, og notaði þá tækifærið að kíkja á bílasölur til að athuga með bíla. En þegar hann kom heim í gær og opnaði sinn póst, beið þetta bréf frá Tr. og þá slokknaði öll von hjá honum, um annan bíl.

Hvernig á hann að geta greitt þetta allt til baka ? Enginn bíll, engin vinna.

Hann er búinn að senda inn umsókn hjá Tr. um bílakaupastyrk, en fær ekki svar fyrr en í desember.

 

Hann á alla hjálp skilið, en ég get ekkert gert, nema að tala við hann í síma, (eða á msn) og reyna að púrra hann upp.

Ekki eru nema um 2 mán. síðan að hann gat tekið netið inn til sín, var þá búinn að hafa heimasíma í um 1 ár, en svona er hann, hann vill ekki hafa neitt, nema hann geti borgað fyrir það.  Þá var hann löngu búinn að eignast tölvu, sem honum var gefið, en hann notaði hana bara eins og hægt var, ótengdur.

En mikið var yndislegt að geta loks addað honum inn á msn hjá mér, finnst börnin mín alltaf nær mér, þegar ég hef þau á msn, hvort sem ég er að tala við þau eða ekki.

Bara gott að sjá þau inni.

 

Af hverju getum við ekki hjálpað þeim sem eiga erfitt?

Með "við" á ég við okkur Íslendinga.

Við erum ekki stórþjóð, vitum af hvort örðu. Við setjum á stofn safnanir fyrir hin og þessi ríki úti í heimi, sem eiga erfitt.

En eigum við ekki að líta okkur nær?  Eigum við ekki fyrst að hjálpa hvort öðru hér heima, áður en við snúum okkur að útlöndum ?

Ég hef ekkert á móti því að hjálpa þeim sem erfitt eiga, úti í heimi, en mér finnst bara að við séum sannari og heilli menn, ef við hjálpum okkur fyrst, og svo öðrum.

Take care.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

grrrr Tr já... mín "skuld" var tæp 50 þús!!!

EN... við þurfum ekki að borga þetta núna!!!    Tr byrjar að draga þetta af bótunum 1 janúar 2008!!  Ég samdi td um 3900 á mánuði sem yrði dregið af mér í 12 mánuði svo maður finnur ekki eins fyrir þessu eins og ef maður þyrfti að borga þetta allt í einu núna. 

Saumakonan, 14.10.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband