16.10.2007 | 13:44
Á sjó...
Jæja, þá er kallinn minn farinn á sjóinn. Verður 1 túr eða 2. Hver túr getur verið frá 2-4 dagar.
Ég skutlaði honum niður á bryggju kl. hálf fjögur í nótt, Baltó kom með, og þegar við komum heim aftur, fór hann í fýlu, og svaf í stofunni, og hefur setið úti á tröppum í morgun, og beðið eftir Ronna.
Dagga fékk fæðingarhríðar í gær, þegar Jón Ágúst var nýkominn í land, svo þess vegna var minn maður, kallaður út. Hríðarnar duttu niður, en hún er skráð 2.nóv., en allt getur gerst á næstu dögum. Ljósmóðirin fylgist vel með, en Dagga ætlar að eiga heima, á 3 börn fyrir, og vill prófa þetta.
Jón Ingi er í skýjunum í dag, hann náði loks bóklega-bílprófinu í morgun, fer í það verklega í næstu viku, enginn tími laus fyrr.
Ég er alltaf að kubbast, er komin í borð 1873. Ætli það séu endalaus borð í þessum leik ?
Er búin að líma servéttur á allar glerkrukkur sem til eru hér á staðnum,svei mér þá. Líka á niðursuðudósir og fleira.
Bakflæðið tók sig upp fyrir um 10 dögum, ekkert voða slæm köst, en nóg til að maður vaknar upp á nóttini. Líklega er ég farin að svindla of mikið í mataræðinu, verð að passa mig.
Take care.
Athugasemdir
hmm... er hægt að vista kubbana?? eða datt allt út í rafmagnsleysinu og þú þarft að byrja uppá nýtt???
Saumakonan, 19.10.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.