18.10.2007 | 22:36
Síld og fleira.
Jæja, kallinn minn kom heim í kvöld. Þeir höfðu rúmlega 700 tonn af síld, lentu í síldarævintýrinu í Grundarfirði, gott mál.
En hann kom líka heim með fleiri fleiri kíló af þorski, sem nú þarf að flaka og hakka og búa til fiskibollur, svo þá vitum við hvað étið verður hér á bæ, næstu vikur.
En þar sem þetta var góður túr, fær hann gott útborgað, svo við getum þá væntanlega gert eitthvað fyrir stigann hér í íbúðinni.
Við rifum teppið þar af í júní, eldgamalt og illa lyktandi teppi, en síðan hefur stiginn ekki verið fögur sjón að sjá, en loftið betra.
Heyrði í mínum næstelsta syni áðan, sem lenti í endurgreiðslu hjá tr.stofnun, hann hefur samið, og getur vonandi klofið það.
Hugsið ykkur ef þið væruð að vinna hjá A, en svo fengjuð þið aukavinnu hjá B.
A kæmist að því, og þið þyrftuð að borga A það sem þið eruð að fá í laun hjá B.
Skiljið þið ???
Þarf maður virkilega að svara "klukki" til að vera svaraverður í bloggheiminum ????
Take care.
Athugasemdir
Það er undirskriftarlisti í gangi... þetta er hreint ótrúlegt hvað ráðamennirnir ætla að "skammta" öryrkjum... Ef þú værir í launaðri vinnu og fengir arf... ekki minnka launin þín!!! En öryrki... ef hann hefur eitthvað smá aukalega þá "skuldar" hann TR!!! FÁRÁNLEGT!!! Jedúddamía ef maður myndi nú slysast til að vinna í Lottó!!!! TR myndi úthýsa manni!!
Saumakonan, 19.10.2007 kl. 16:52
Það skyldi ég nú hreint vona ekki, alla vega þetta með klukkið.
En þetta með öryrkjana er nú ekki mér að kenna, er greinilega að verða eitthvað árlegt dúdd að taka af öryrkjum síðárs, allar þessar líka himinháu ofborganir sem að þeir fá sem að nenna að vinna fyrir sér smotterí..
S.
Steingrímur Helgason, 19.10.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.