20.10.2007 | 19:08
Bolla bolla....
Já, kallinn minn kom heim í fyrrakvöld, með nokkur mörg þorskflök. Þá um kvöldið vorum við að til hálf-þrjú um nóttina.
Hehehe NEI, ekki það sem þið hugsið.
Ronni var að beinhreinsa og roðfletta flökin og ég að hakka.
Í gærmorgun hélt ég áfram að hakka flökin, nennti ekki að skera laukinn, heldur skellti honum í hakkavélina, og týndi þá líka til rauðlauk og graslauk (mikið grét ég, var hálfblind).
Svo í gærkvöldi fórum við í það að blanda hakkið og steikja, ég blandaði og blandaði (hveiti,kartöflumjöl,laukmauk,salt,pipar,karrý,egg) og Ronni steikti og steikti.
Allavega náði ég að klára að blanda allt hakkið, áður en við gáfumst upp og fórum að sofa.
En í morgun var Ronni kallaður út í netavinnu, bátur kom inn, með allt rifið, svo minn staður í dag, var við eldavélina (margir kallar segja að þar eigi konur að vera, plús við eldhúsvaskinn) (en hvað með rúmið ??) KARLREMBUR.
Steikingin tókst vel, henti svo öllu inn í ofn og hitaði smátíma, svo núna þarf bara að hita bollurnar smá upp, þá maturinn tilbúinn.
Þrifin á eldhúsinu eftir þetta allt saman, tók á bæði krafta og þolinmæði (helv,assg,djö,), þessi fiskur vill sitja sem fastast.
Ronni kom heim um kl 5 í dag, og þá var allt búið, bæði hér og í hans vinnu.
Rúmlega 20 kíló af fiskibollum komið í poka og tilbúið til frystingar.
Hvað skyldi vera í matinn hér í kvöld ?????
En, náði samt að horfa smá á Arsenal-Bolton í dag, missti af okkar fyrra marki, en náði því seinna. Eftir frágang á eldhúsi, var sturtan heimsótt, og klæddist þá Arsenal-bol sem minn yngsti sendi mér. Hann skrapp til London um daginn (eins og ég hef bloggað um) keypti bol á mig, lét setja aftann á hann ,,Zwanny 7,, . Hann fór á nýja leikvanginn hjá Arsenal, fór þar í þeirra verslun,sendi mér húfu líka og bangsa . Ég gaf Ronna húfuna, því hann var hálfgrátandi af öfund útí minn bol., en bangsinn trónir á efstu hillu í borðstofunni, fjarri barnabörnum og hundum.
Take care.
Athugasemdir
Handhanteraðar fiskibollur með hökkuðum lauk er náttla heilgerð snilld.
Lukkupeysa þarna á ferðinni, þú átt að vera í henni alla leikdaga nallanna okkar.
S.
Steingrímur Helgason, 20.10.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.