23.10.2007 | 23:35
Í dag á
Í dag á hún Brimdís stjúpdóttir mín afmæli, 16 ára skvísan, til hamingju elskan.
(litla barnið hans Ronna).
Og í dag, tók litla barnið mitt bílprófið, það verklega og náði, til hamingju elskan.
En hann þurfti út á Skaga til að taka prófið, og það var það seint, að þegar hann kom heim, var búið að loka sýsló, svo hann má bíða til morguns, til að fá skírteinið.
Hann sagði við mig áðan, að þetta yrði sú lengsta bið, sem hann hefði upplifað.
Hann keypti sér bíl, fyrir um 2 mán. sem bíður hans.
Og ætlar hann fljótlega að taka rúnt hingað til mömmu gömlu.
Ég tók morgunin í það að sveima um bloggheimana , úffffff , ekki gaman að lesa margt þar. Ekki nema von, að ég sé svona rög að commenta hjá fólki. Því ef maður segir eitthvað, þá er manni kannski bara úthýst. Og það bara fyrir að segja sitt álit. Er ekki í lagi hjá ykkur ?
Nei, betra að þegja og hugsa því meira.
Oft erum við hjónin ósammála um hin ýmsu málefni. En að ég taki hann af mínum bloggvinalista fyrir það, nei.
En að öðru, núna erum við hjónin og hundurinn, öll klædd í Arsenal-boli, því leikur er í gangi, og vorum við að skora mark, rétt áðan.
Og nú öskrar kallinn úr stofunni " 2-0 fyrir okkur"
Best að skella sér út á tröppur og smóka sig dáldið, og horfa svo á leikinn.
Nohhhh, staðan orðin 3-0 fyrir okkur, en nú er seinni hálfleikur að byrja, ætla að horfa á hann, og klára þessa færslu eftir það.
Leikurinn fór 7-0 fyrir okkur, en ég reyndar sofnaði í sófanum yfir honum, skömm frá því að segja, var bara þreytt. Var að vakna og ætla að koma mér í rúmið og halda áfram að sofa.
Take care.
Athugasemdir
Jamm, betra að tala varlega... allavega ofsalega hægt.. Til hamingju með börnin ykkar bæði.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 16:50
Kv Ottó
Ottó Einarsson, 27.10.2007 kl. 08:24
sunnudagsknús
Saumakonan, 28.10.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.