28.10.2007 | 21:38
Helgi.
Í dag eignuðust Jón Ágúst og Dagga litla stúlku, 50cm og 12 merkur. Hún fæddi heima, og gekk allt vel. Til hamingju elskurnar.
Dagga á fyrir 3 stelpur og Jón 1 strák. Greinilega kvennaveldi í gangi þarna.
Síðasta föstudagskvöld fórum við hjónin út að borða, í boði fyrirtækisins sem við vinnum hjá. Ronni sem netagerðarmaður og ég skúringarkjella.
Í forrétt var sjávarréttarsúpa, sú besta sem ég hef smakkað hingað til, svo kom nautakjöt, (mjög gott) og svo vanillubúðingur (æi ekkert spes) í eftirrétt.
Svona 10 mín. eftir að matnum lauk, var ég mætt á klósettið og skilaði öllu. Maginn ekki upp á sitt besta. Reyndi að æla hljóðlega, og tókst það, svona næstum því.
En þetta var skemmtilegt kvöld, við vorum 7 saman. (átti í barnæsku bókina Leynifélagið 7saman), en ekkert leyndó var í gangi þetta kvöld.
Baltó hundurinn okkar, fór í pössun til Sessu þetta kvöld. Ekki þýðir að skilja hann eftir einann heima, því þá skítur hann og mígur útum allt, og skemmir eitthvað. Sko, bara þegar við skreppum út í búð, og skiljum hann eftir í bílnum meðan við skreppum þar inn, þá er hann búinn að skíta í bílinn.
En jæja, við fórum og sóttum hann um hádegi daginn eftir (það var hryllilega tómlegt heima) og mikið var hann ánægður, þó ég viti að vel var farið með hann.
En svo þurfti ég að sækja 2 puddlehunda sem ég var búin að lofast til að passa um helgina. Heim kom ég með þá, og þá byrjuðu lætin. Urrrrrrr gelt og læti.
Baltó þessi ljúflingur, vildi auðvitað leika við þá, en neeeiiii, það vildu þeir ekki.
Þessir puddlehundar voru tík, sem heitir Dollý og sonur hennar sem heitir Fúsi.
Fúsi er greinilega snaröfugur, reyndi alla helgina að komast uppá Baltó, og þegar hann sneri sér undan, fékk hann urr og glefs í staðinn.
Og það mikill var atgangur Fúsa í nótt, að ég varð að loka hann inni á klósetti, svo við gætum fengið svefnfrið.
Þeir líka geltu við hvaða hljóð sem þeir heyrðu, meira að segja þegar gamla klukkan sló á hálftíma fresti, kom gelt.
Mikið var gott þegar eigandinn sótti þá í kvöld.
Núna er einn skipverji af Áskel hjá okkur, og er verið að éta humar. (held ég fái mér bara fiskibollur).
Át svo mikið af humar fyrst þegar ég flutti hingað, að ég fékk nóg.
Take care.
Athugasemdir
til hamingju með ömmustelpuna!!! Litla systir mín átti líka litla dömu í morgun og við bóndinn eigum 2ja ára hringa ammili... ekki amalegur dagur sko!
Saumakonan, 28.10.2007 kl. 23:02
til hamingju með litlu prinsessuna.gaman að heyra að þið skötuhjúin hafið farið saman út á föstudaginn
eg bíð eftir myndunum hummmm.elskum ykkur mjög heitt
kv magga og kalli
magga (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:04
Magga systir er með lykilorð á síðuna sína, get sent það á e-mail ef þú vilt?
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2007 kl. 23:06
Sæl og blessuð.
Gaman að frétta aðeins af þér....óvænt og skemmtilegt !
Hvar á landinu ert þú frú mín góð ?? Þú ert aldeilis rík með öll börnin og barnabörnin. Verðum í sambandi. Kkv. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 29.10.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.