Ömmuleikur

Í dag fór ég í ömmuleik.  Var að passa litla nýfædda barnið (hún er aðeins 4 daga gömul), hennar þrjár systur, 2 hunda og 6 ketti.     Þetta gekk bara vel, hastaði til skiptis á hundana og systurnar þrjár og sparkaði í kettina, þegar ég gekk um með þá litlu.  Hún er algjör dúlla, þó hún sé mikið lík pabba sínum. Wink

 

Ég fékk ný gigtarlyf í gær, sem eiga að fara betur í magann en þau gömlu, og á helst ekki að keyra bíl meðan ég ét þau, vegna svima og syfju , en meðan þau slá á gigtarverkina, þá reynir maður að hunsa aukaverkanir.

 

Kallinn minn skaut eina önd í gær,( namminamm,) og á morgun ætlar hann á rjúpu, ef veður leyfir.  En í dag skaut hann 6 ketti (þessa ketti sem voru að þvælast fyrir mér í dag). Æi sárt, en nauðsynlegt.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æðislegt að heyra með  nýju lyfin.gott að heyra að þau slái á verkina hjá þer

æji væri sko til í að hafa þig hérna hjá okkur , við söknum þín mjög mikið

gaman ef þú gætir knúsað krakkana líka vonandi komist þið í skírnina 

 knús og kossar til allra

kv magga 

magga (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:32

2 identicon

Eins gott að kettirnir voru ekki fyrir fótunum á þér rétt á meðan skotið var!! 

Höfuðið (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband