8.11.2007 | 20:33
Ekki lengur bleikt......
Loksins loksins, í morgun kláruðum við að mála tölvuherbergið. Einn veggur var málaður fyrir um mánuði síðan, tveim vikum seinna, annar veggur málaður og svo tveim vikum eftir það, semsagt í morgun voru hinir tveir veggirnir málaðir. (svona ganga nú hlutirnir hægt hjá gömlu fólki).
En þeir sem til þekkja vita að við keyptum íbúð í gömlu húsi, fyrir tæpu ári síðan. Mikið þarf að gera, en íbúðin er samt yndislegt.
Það að Ronni veiktist, bara um 2 mánuðum eftir að fluttum, setti strik í reikninginn, en við náðum samt í vor að mála stofuna (í rólegheitum), Stofan var þegar við fluttum, dökkdumbrauð (varð meira þunglynd en venjulega þar inni), við erum búin að mála hana hvíta.
Borðstofuna máluðum við í júlí (í rólegheitum), hún var, svona píkubleik á litinn, við máluðum hana hvíta.
Og tölvuherbergið, úffffff, neðri hlutinn á veggjunum var skærbleikur, svo kom barbíborði og svo hálfhvítt fyrir ofan,( dísus maður varð meira geðveikur en vanalega þarna inni).
Ég reif nú þennan barbíborða af fljótlega eftir áramót, og lagaðist herbergið smá við það.
En semsagt núna í dag, er allt orðið hvítt.
Við breyttum smá í herberginu í leiðinni, núna eru tölvurnar okkar hlið við hlið, en ekki ská á móti.
Já, við erum með sitthvora tölvuna, ekki annað hægt, fyrir svona tölvusjúkt fólk.
Fyrstu 2 árin eftir að við fórum að búa saman, vorum við bara með eina tölvu, og það voru eilíf slagsmál, svo svaramaður minn (lehamzdr ) reddaði annarri, svona til að bjarga því, sem hann kom saman. En við gömlu hjónin kynntumst á irk, og vorum mikið á irk, þar til á þessu ári, irkið var þá orðið frekar dautt og allir okkar irkvinir komnir á msn.
Take care.
Athugasemdir
vonandi fer að koma að því að við getum kíkt í heimsókn til ykkar
knússsss
magga (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:35
Kanski kemst ég á þennan landshluta næsta sumar og skoða þessa hvítmáluðu veggi. Farið vel með ykkur.
Höfuðið (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:32
Hvernig væri að setja inn myndir af framkvæmdunum?
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:23
samála Rósu hlín og myndirnar sem eg er búin að bíða eftir
magga (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.