Aftur á sjó.

Ronni kom í land kl 8 í gærmorgun, og fór aftur núna kl 13.

Þetta var stutt stopp, en við fórum nú samt í gærkvöldi, með vinnufélugum hans af netaverkstæðinu, á Hótelið hér að skemmta okkur.

 

Matur og show á eftir, Eitís hét það, alveg hreint út sagt frábært.

Ég táraðist oft þegar gömul góð lög komu, og stundum langaði mig bara út á gólf og dansa villt og galið, eins og maður gerði nú oft, þegar þessi lög voru upp á sitt besta (og ég upp á mitt besta).

Aðal ballstaðirnir voru nú þá, Sævangur, Dalabúð, Víðihlíð, Laugarbakki og Hvammstangi.

Æijá, mikið var gaman þá.

Það var auðvitað ball á eftir showinu, en við gömlu hjónin ákváðum að sleppa því og fórum heim á skikkanlegum tíma, enda ekki gott fyrir gamlan mann að vaka og drekka lengi, þegar síldartúr er daginn eftir.

 

Baltó var í pössun hjá Nonna og Sessu í gærkvöldi, og skemmti sér vel, enda 2 hundar og 1 köttur þar á heimilinu. En hann var ósköp ánægður þegar Ronni sótti hann í morgun.

Ef við skiljum hann einan eftir heima, þá skítur hann og mígur út um allt, og alltaf skal hann skíta í bílinn, þegar við skreppum í búðina, og látum hann bíða í bílnum á meðan. Vonandi eldist þetta af honum.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

erum semsagt báðar grasekkjur núna   þarf að fara í leiðangur í fyrramálið, kíki kanski á þig

Saumakonan, 18.11.2007 kl. 22:42

2 identicon

Gott þú skemmtir þér vel. Hjá mér var líka svaka stuð, mörg ár síðan ég hef dansað svona mikið  en gærdagurinn var strembinn  

Er þó ekki grasekkja

Höfuðið (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband