26.11.2007 | 20:04
Skírn.
Jæja, síðasta föstudag fórum við á Akureyri. (lesið ferðalýsingu á Ronna-bloggi ).
Kalli elsti sonur minn, sem býr þar ásamt Möggu konu sinni og 3 börnum, var að fara að skíra sitt yngsta barn.
Einar Trausti og Jón Ingi (synir mínir) voru komnir, en þeir skelltu sér frá Borgarnesi á fimmtudagskvöldinu.
Það var yndislegt að hafa öll börnin mín í kringum mig, en Helga dóttir mín og Amalía hennar elsta barn, komu með okkur Ronna.
Það eru komin 3 ár síðan við höfum öll hist svona saman, svo þið getið rétt ímyndað ykkur tilfinningaflóruna.
Eftir mikið knús, fórum við Ronni út á Hauganes, til Steina og Ásu, en þar vorum við búin að betla gistingu þessa helgi.
Alltaf jafn yndislegt að sækja þau heim, góðar og hlýjar móttökur.
Daginn eftir laugardag, brunuðum við Ronni svo inn á Akureyri í skírnina.
Skírt var heima, því sá litli er búinn að vera ansi veikur síðan í september, í síðustu viku komust læknar loks að því, að hann væri með RS-vírus, svo honum verður haldið inni næstu vikur, og vonandi næst þetta fljótt og vel úr honum.
Presturinn var mjög góður, Óskar heitir hann, og var hann í því nærri alla athöfnina að rétta skírnarbarninu leikfang, svo hann róaðist (skírnarbarnið sko, ekki presturinn.
Móðurafinn hélt á skírnarbarninu undir skírn, enda átti hann afmæli þennan dag.
Til hamingju Árni minn.
Barnið var skírt Karl Ágúst.
Karl Ágúst Karlsson, fæddur 11.maí, en það er afmælisdagur mömmu minnar, en hún dó 1993. Skírður í höfuðið á pabba sínum, sem er skírður í höfuðið á pabba mínum,(Karl, sem dó 1970), og Ágúst (hva, ég er fædd í ágúst), skírnarskál frá mér og ég skírnarvottur. Ekki nema von að mér finnist ég eiga svoldið mikið í þessu barni.
Til hamingju Karl Ágúst og fjölskylda með þennan dag.
Við átum á okkur gat í veislunni, og svo þegar við komum á Hauganes um kvöldið, var þessi líka æðislegi kvöldmatur, og eftir það át, lagðist ég inn í rúm, og sofnaði, þó kl. væri bara 9 um kvöld.
Það var erfitt að kveðja daginn eftir, bæði á Hauganesi og svo Akureyri.
Takk öll sömul fyrir yndislega helgi, og takk Bjössi-bæjarstýra fyrir ómetanlega hjálp.
Og takk Bertha Þórbjörg fyrir góða hundapössun.
En elsku ættingjar og vinir, ef þið ætlið einhverntíma, á vetrartíma, að ferma,skíra,giftast eða eitthvað, þá sitjum við heima.
Þetta var það erfitt ferðalag, að við leggjum aldrei aftur í svona.
Við erum orðin gömul og lúin.
Og svo lét ég allar matarreglur lönd og leið, þessa helgi, át allt sem ég sá og drakk kaffi, eins og mér væri borgað fyrir það, enda skemmtir bakflæðið sér vel núna.
Take care.
Athugasemdir
það var sko yndislegt að hafa ykkur öll herna ,hefði alveg verið til í að bæta nokkrum dögum
við ,þetta er alltof fljótt að líða en já við erum búin með okkar veislur engar veislur framundan hjá okkur
hehe .vonandi komum við bara næst til ykkar.bið að heilsa á höfnina
kv magga
magga (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:15
Já, ég er sammála þér þarna, ég ætla sko ekki að leggja á mig jafn langt ferðalag til að hitta ykkur, þetta eru alveg skelfilegir vegir okkar á milli.
Steingrímur Helgason, 27.11.2007 kl. 01:52
Til hamingju með litla og gaman að lesa, sniðugt að við vorum að upplifa skírn hjá börnum okkar sömu helgina. Já, vetrarferðir eru ekki það sem manni finnst mest spennandi núna. En við vorum heppin, lítil hálka á okkar leið og góðir vegir. Nú förum við ekkert á næstunni, Stella mín og fjölskylda ætla að vera hjá okkur um jólin, það verður gaman. Í firra vorum við bara tvö með hundinn - en það var allt í lagi þó auðvitað sé meira gaman að vera með litlu angana í kring um sig á jólum ! Vona að þú jafnir þig fljótt. Verst að missa af því að hitta ykkur. En bara næst. Meira síðar. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.11.2007 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.