30.11.2007 | 12:04
Óveður.
Hér er óveður, og búið að vera það allavega síðan ég vaknaði rúmlega 7 í morgun.
Brjálað rok og rigning, Baltó meira að segja þorir ekki út að pissa.
Heyrði frá Ronna í morgun, þeir náðu að skríða inn í Hafnarfjörð og verða þar við bryggju, stefnt er að því að komast út kl 11 í kvöld. Assgoti, nú dregst það að hann komi heim. Eins og ég sagði í síðasta bloggi, skil ekki af hverju skip eru send út, þegar spáð er svona veðri.
Nóttin var slæm hjá mér, bakflæðið á fullu, ældi og ældi, og sá svart, varð að leggjast á klósettgólfið, hef ekki fengið svona slæmt kast síðan í sumar.
Take care.
Athugasemdir
já það er sko ömurlegt þetta veður ,það er klikkað veður hérna líka
maður nennir ekki út fyrir hús.er svo samala þer með hversu asnalegt það er
að senda menn út á sjó þegar að það er búið að spá svona leiðinlegu veðri
farðu nú vel með þig svanhildur mín við hugsum til þín.kossar og knús
kv magga
magga (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:26
Helgarkvitt Ottó
Ottó Einarsson, 1.12.2007 kl. 07:23
Farðu vel með þig og takk fyrir innlitið. Allt em við reynum er á okkur lagt til þess að þroska okkur ekki satt ? Knús til Hornafjarðar. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 1.12.2007 kl. 23:07
Hæ sys Vonandi ertu skárri af bakflæðinu og að veðrið sé gengið niður og Baltó þori út. Það er ekki gaman þegar það er ekki einu sinni hundi út sigandi! Heyrumst fljótlega en það er próf á morgun og annað á þriðjudag. Vonandi færðu sjóarann þinn fljótt heim.
Höfuðið (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.