6.12.2007 | 19:22
Ennþá happy
Hef verið assgoti eitthvað löt síðustu daga (eða svona downtown), en í dag sparkaði ég í rassinn á mér (er svo assgoti liðug), þreif eldhúsgluggann og setti upp jólagardínurnar. Aðventuljósið fór jú þar út í gluggann síðasta sunnudag, og þá skipti ég líka um lyfjakörfu, sem er á eldhúsbekknum, núna heldur jólasveinn utan um lyf okkar hjóna. Og komnar eru jólastjörnur í 2 glugga. Svo þarf bara að fara í gegnum allar jólaseríurnar, og sjá hverjar eru heilar og hverjar ekki, og henda upp, eða í ruslatunnuna.
Kannski getum við leyft okkur að kaupa 2-3 nýjar jólaseríur núna, eftir þessar góðu fréttir í gær frá ríkisstjórninni.
Sá í morgun á mbl.is viðtal við hana Svönu (Svanhvít) (þekkti hana vel þessi 15 ár í Borgarnesi, þó sambandið hafi slitnað þegar ég flúði), hún á erfitt núna, lenti í skerðingu vegna lífeyris, en ef ég þekki Borgnesinga rétt, veit ég að þeir styrkja hana.
Við Baltó erum happy því Ronni er ennþá með flensuna. Sko, ef ekki væri flensan þá hefði hann farið á sjó í dag, svo þið skiljið. En ef flensan lagast,( sem við jú vonum að geri einhverntíma) þá fer hann á sjó líklega á sunnudag eða mánudag.
Fengum í pósti í dag fyrsta jólakortið, svo ég neyddist til að strauja jólakortapóstpokann (vá langt nafn) og hengja upp.
Áfram flensa.
Take care.
Athugasemdir
Já, einmitt, í hvaða eigin rass náði nú rasslausa konan að sparka í ? Þú lýgur alla vega liðugt !
Ég fer að hafa þig grunaða um að klæða þinn karl í vota sokka á kvöldin & taka af honum sængina um nætur, (nei, ekki síldarnætur). Ætlar þú að drepa vin minn kona, bara af því að hann má ekki fara til sjós ? Ég fer alvarlega að íhuga að senda þér ekki jólakort þetta árið.
Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.