14.12.2007 | 22:42
Síldarjól.
Í dag fékk Ronni uppgjör af 2 síldartúrum, og það kom sér vel.
Langur tossalisti var fæddur hér í bæ, ýmislegt vantaði í eldhússkápana, plús ýmislegt annað sem tengist jólunum. Þessi blessuð jól kosta pening.
Svo við hjónin skelltum okkur í búðarráp, þegar minn kall kom úr vinnu.
Sem betur fer eru ekki margar búðir hér, því mér finnst ekki gaman að fara búð úr búð, og láta sjá mig. Og ekkert græddum við á þessu búðarrápi, fyrr en í Nettó, en þar enduðum við. Keyptum þar í jólamatinn., og fylltum tóma eldhússkápa, plús að þar fundum við loksins þær 5 jólagjafir sem okkur vantaði. En mikið djö..... þurftum við að borga, úffff rúmar 20 þusund.
Sko við erum ekki vön að eyða í búð nema svona 1-2 þúsund kr. svo þetta er soldið mikið fyrir okkur.
En við getum samt ekki kvartað, því um daginn kom hér yndisleg kona, með fullan poka af sokkum og peysu sem hún hafði prjónað, og allskonar jólaskrauti sem hún hafði búið til, og gaf okkur, til að gefa öðrum. Takk elsku Halla.
Ég fékk Helgu dóttur mína í heimsókn til að hjálpa mér að sortera og sjá út hvað passaði á hvaða barn. Og í dag hef ég setið sveitt við að pakka inn jólagjöfum.
En margar jólagjafir eru eftir, ég hef föndrað alveg helling, svo núna á maður bara eftir að ákveða hver á hvað.
Sko, við eigum erfitt, erum samt bara tvö í heimili (ég öryrki,minn kall á lægstu verkamannalaunum), en eigum fullt af börnum og barnabörnum, en Guð minn góður, hvernig eru jólin hjá þeim sem eru með börn heima?
Þessi blessuð jól, fyrir hvern eru þau?
Allavega hugsa ég alltaf um börnin, þau eru svo spennt, og þau trúa svo mikið á jólasveininn.
Og börnin eiga alltaf að fá það besta.
Take care.
Athugasemdir
Eru að koma jól???? Ég er að spá í að gefa systur minni bók sem heitir Systraflækjur, örugglega eitthvað gott fyrir okkur til að komast til botns í afhverju við rífumst stundum svona mikið ... lOl ... annars er ég löngu hætt þessu jólastússi, ég hugsa meira segja að ég verði ein á aðfangadagskvöld og finnst það bara fínt, jól eru bara þar sem eru börn. Ég mun samt kveikja á kerti fyrir mig og páfagaukinn og elda eitthvað gott.
Maddý (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.