22.12.2007 | 22:59
Jólin koma
Datt í ljóta svarta pyttinn, en er á góðri uppleið.
En loksins þegar ég fór að dragast upp úr þessum pytti, fór allt á fullt hjá mér.
Baka og baka, er núna búin að hnoða og baka þrisvar sinnum þessa smákökuuppskrift, sem fer í jólagjafir, (var löngu búin að tvöfalda uppskriftina), skrifa jólakort og senda, pakka inn jólagjöfum og senda, baka púðursykurstertu (sem misheppnaðist, en það breytir engu, brytjaði hana niður og hræri svo þeyttum rjóma saman við, namminamm), skreyta allt hér inni, strauja jóladúka, og klippa hárið á mér. Já, síðustu 6 ár hef ég klippt mig sjálf (hef tvisvar farið á hárgreiðslustofu þessi ár), kaupi lit eða strípur úti í búð, og bið einhvern sem nennir að setja í mig. Minn kall snoðrakar á sér kollinn öðru hverju, en núna er hann að safna, held að hann sé kominn með síðara hár en ég núna (ég fer að ráðast á hann þegar hann sefur, vopnuð skærum).
Ronni er búin að baka tvisvar piparkökuuppskriftina.
Og hann steikti laufabrauð í vikunni,ég kom ekki nálægt því, var á fullu að pakka inn jólagjöfum, sem þurfti að senda. Og það gekk lygilega fljótt og vel hjá honum, við höfum nú alltaf verið saman í þessu (og ég vil halda að ég geri eitthvert gagn). Verst hvað það er búið mikið af laufabrauðinu strax, bara svo assgoti gott að narta í þetta.
Ronni teppalagði stigann hjá okkur í vikunni, flottur (stiginn sko), verð örugglega miklu duglegri að nenna upp að pissa núna, hætti að halda í mér lon og don.
Í gær fengum við hjónin jólagjöfina frá fyrirtækinu okkar, hann vinnur þar við netagerð, en ég skúringar. Vá vá vá, fengum visakort með inneign, æðislegt, (við eigum engin svona kreditkort, enda býður það bara upp á skuldir), en í dag gat ég farið og keypt jólagjöf handa mínum kalli (og samt ekki búin með inneignina), tralalalalalalalla.
Í hádeginu á morgun förum við svo í hina árlegu skötuveislu hjá Nonna og Sessu,mikið hlakka ég til.
Take care.
Athugasemdir
Dugnaður er þetta í þér kona, ég bara sef og sef! Ekki öfunda ég ykkur af þessari skötuveislu, ojjj bara og svei bara. Ég vona svo innilega að fólk fari nú ekki að elda mikið af þessu ólyktandi óæti hérna í húsinu í dag! Gott að þú ert á uppleið, það er rétta leiðin, knús og kram
Maddý (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 08:54
Elsku Svana og Ronni. Gott að heyra að allt gengur vel með jólaundirbúninginn !
Megi jólin veita ykkur gleði og frið og n ýja árið verða ykkur farsælt.
Þökk fyrir góðar óskir til Ragnars Snæs, Svana mín. Hann virðist alsæll með glerugun sín. Er svo mikill klaufi í tölvumyndum, ætlaði að setja mynd af honum á síðuna mína en tókst ekki. Ertu með tölvupóstfang ?
Gleðileg jól til ykkar og hundanna ykkar. Kær kveðja. Magga og José + Dalí litli.
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.12.2007 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.