24.12.2007 | 15:47
Gleðileg jól.
Þá er möndlugrautsveislan búin, en ég hef síðustu ár, haft möndlugrautinn í hádeginu á aðfangadag, fyrir þau börn og barnabörn, sem eru á staðnum.
Í dag komu Helga og Bjarki með sín 4 börn og Jón Ágúst og Dagga með sín 5 börn.
Helga fékk möndluna í ár.
En það er alltaf mesti hausverkurinn að finna möndlugjöf sem passar fyrir börn eða fullorðna. Fékk Helgu með mér fyrir 2 dögum, til að finna eitthvað, svo það var lítið spennandi fyrir hana að fá pakkann.
Ég þrefaldaði grautar-uppskriftina núna, en það dugði ekki til, svo ég verð líklega að fimmfalda hana næst, þá ættu allir að fá nóg.
Núna sitjum við gömlu bara og bíðum eftir jólunum.
Gleðileg jól elskurnar mínar.
Athugasemdir
Gleðileg jól elsku Svanný mín, ég sit hérna með óráði eftir að hafa borðað of mikið af jólamatnum, elsti er farinn og ég sit og sötra malt og appelsín, með kertaljós og fallega tónlist og nokkrar smákökur á disk svo að myndin sé fullkomin. Á morgun ætla ég að hafa það rólegt bara, ekkert annað í stöðunni núna, engin birta til að taka myndir og ég hvort sem er þarf að sofa soldið mikið. Hafið það gott þarna fyrir austan. Jólaknús ...
Maddý (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 23:16
Gleðileg jól og takk fyrir okkur
kossar og knús til ykkar
jólakveðja að norðan
magga (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.