Bóka-osta-jól.

Þetta eru búnir að vera yndislega rólegheita-bókalesturs-átveislu-dagar.

 

Við gömlu vorum bara ein á aðfangadagskvöld, með okkar tveim hundum.

Við erum búin að halda 7 jól saman, og þetta er í þriðja skiptið sem við erum bara tvö með okkar hunda.        Ósköp rólegt, en verður að viðurkennast, frekar einmanalegt.

 

Ég er vön stórum fjölskyldujólum, en er löngu búin að læra það, að jólin koma, hvort sem við erum eitt tvö eða þrjú, og hvort sem við eigum mat eður ei, og hvort sem við getum gefið jólagjafir eða ekki, jólin koma og eru.

 

Mesta fjörið hjá okkur núna á aðfangadagskvöldinu var þegar hundarnir fengu sína jólapakka. Harðfiskur, pakkaður í plast og jólapappír.

Tígull var svo snöggur að rífa sinn pakka upp, og éta, að það varla festist á filmu, en Baltó litli þurfti hjálp, enda eru þetta hans fyrstu jól.

 

Við gömlu fengum margt fallegt í jólagjöf, og mörg jólakort.

 

Minn maður gaf mér 2 bækur í jólagjöf (fyrsta skiptið síðan við fórum að búa, að ég fæ bækur í jólagjöf)  (ég þessi mikli lestrarhestur og besti kúnni bókasafnsins).

En núna loksins var til peningur, til að eyða í hvort annað. 

Hann gaf mér nýju bækurnar eftir Arnald og Yrsu.

Ég las Arnald á jólanótt, góð, en vantaði spennuna.

Byrja líklega á Yrsu á morgun, því ég var með 2 bækur af bókasafninu, sem ég varð að klára að lesa, því verð að skila þeim á morgun.

 

Ég gaf mínum kalli  veiðihanska.

Veit að mörgum finnst þetta lítilfjörlegar gjafir, en fyrir okkur er þetta meira en nóg.

 

Fengum risa-ostakörfu frá góðri vinkonu hér á Höfn (saumakonan), enda lá ég í gær, allan jóladaginn í sófanum, át osta og las.

 

En í dag eru 37 ár síðan pabbi dó (kransæðarstífla), ég var þá 14 ára, mínar systur 16 og 18 ára.    Þetta voru erfið jól, og þau næstu líka.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús til þín Svanný mín ..   Ég sé að þú hefur skrifað þetta á annan í jólum, þá á elsti minn afmæli.  Gjafir eru aldrei lítilfjörlegar! 

Gjöfin

Ég veit ekki hvort þú hefur

huga þinn við það fest.

Að fegursta gjöf sem þú gefur,

er gjöfin sem varla sést.

Ástúð í andartaki,

augað sem glaðlega hlær.

Hlýja í handartaki,

hjarta sem örar slær.

Allt sem þú hugsar í hljóði,

heiminum breytir til.

Gef þú úr sálarsjóði

sakleysi, fegurð og yl.

~Úlfur Ragnarsson

Maddý (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 21:20

2 identicon

Gleðileg jól og bestu kveðjur úr Borgarnesi!

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Elsku Svana, hef líka upplifað jól þar sem ekki hefur verið úr miklu að moða, og hef þurft að horfa í hverja krónu ég þekki það.....og gjafirnar ykkar eru sko ekki lítilfjörlegar.....bækur eru besta gjöfin...en gjafir eru ekki allt ! Aðalatriðið er að allir eru hressir ! Óska þér og Ronna gleðilegs nýs árs og vona svo sannarlega að þið eigið gott ár framundan...Gaman að komast í samband við þig aftur.

Og munun að "BRUÐL" er ekki það sem við þörfnumst þessi jól eða önnur.....lífið er öðruvísi !!

Megið þið eiga ánægjuleg áramót. Þín Magga og fjölskylda.

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.12.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband