31.12.2007 | 21:53
Gleðilegt ár.
Við hjónin vorum að koma heim úr hinni árlegu matarveislu, sem Nonni og Sessa halda alltaf á gamlárskvöld. Þetta var stórveisla eins og vanalega, margréttað og yndisleg humarsúpa í forrétt. Fullt hús af fólki, og mikið gaman.
Horfðum á flugeldasýninguna og drifum okkur svo heim, því Baltó og Tígull voru bara einir heima. Þeir tóku vel á móti okkur, og höfðu passað húsið vel.
Ég byrjaði á því að skipta um föt, því annað hvort hafði ég étið of mikið eða fötin minnkað alveg helling, svo nú sit ég hér í víðum kjól og leyfi öllum vöðvum að slaka vel á út í loftið.
Er búin að blanda mér romm í kók (leyfi mér það alltaf á gamlárskvöld), og bíð eftir skaupinu.
Á miðnætti fer maður svo að hringja í sína nánustu.
Gleðilegt ár elskurnar mínar og takk fyrir það ár sem er að líða.
Athugasemdir
Gleðilegt ár 2008, Svanhildur og fjölskylda !
Anna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 21:56
Gleðilegt ár Svanný mín og takk fyrir allt gamalt og gott, risaknús til ykkar allra! Skál í boðinu!!!!!
Maddý (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 00:55
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.