Jæja, þá er það fyrsta færslan á þessu ári.

Jæja, þá er það fyrsta færslan á þessu ári. 

 

Svarti pytturinn er búinn að vera að lokka mig og laða síðustu daga, og þykist ráða yfir mér, og eins hefur blóðþrýstingurinn verið að ibba sig líka.  Meiri frekjan í þessu drasli.

 

Í dag er mágur minn í Borgarnesi fimmtugur, til hamingju með það gamli minn.

 

Var í dag að klára að lesa mjög spennandi og góða bók, Eldveggur eftir Henning Mankell.  Þetta er áttunda bókin um rannsóknarlögreglumanninn Wallander og eru þær allar mjög góðar, en þessi slær þær allar út, virkilega gaman að gleyma sér í svona spennu.

 

Er orðin hundleið á jóladraslinu um allt hús, væri búin að taka það allt niður, ef  ég hefði orku í það, en vona að það geti orðið á morgun.  En seríurnar mega alveg hanga uppi út janúar, það veitir ekki af að lýsa aðeins upp skammdegið.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engin jól að taka niður hjá mér því að þau komust aldrei upp, ég svaf af mér bæði jólin og áramótin en dröslaðist til að vaka í dag og kvöld svona að mestu allavega.  Ég veit að ég dett ekki í neinn svartan pott ef ég dríf mig í sjúkraþjálfunina langþráðu vííí

Kveðja og knús

Maddý (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband