14.1.2008 | 14:47
Laugardagskvöld.
Ósköp venjulegt kvöld, Ronni situr við tölvuna og spilar golf, ég ligg upp í sófa,undir teppi og horfi á sjónvarpið. Hundarnir sofa.
Þá hringir síminn og Ronni svarar.
Klukkutíma seinna, liggur Ronni á gólfinu inni í borðstofu, ég stumra yfir honum, og treð sprengipillu undir tunguna á honum. Svitinn bogar af honum, varirnar eru gráhvítar og andlitið afmyndað af sársauka.
Svo kemur löggan, sjúkrabíll og læknir.
Læknirinn byrjar á því að gefa honum aðra sprengipillu og súrefni, honum skutlað upp á börur og út í sjúkrabíl, og farið með hann á heilsugæslustöðina.
Ég keyri á eftir á okkar bíl.
Sem betur fer var þetta ekki eins slæmt og leit út í fyrstu, og ég fékk að fara með hann heim seinna um nóttina, þegar hann var farinn að líta betur út og leið betur.
Dagurinn í gær, var ágætur hjá honum, mikil þreyta og höfuðverkur, og hann fór að vinna í morgun. Alltaf sama þrjóskan í honum.
Í öllum þessum látum um kvöldið, slapp Baltó út, ég keyrði um allan bæ um 5-leytið um nóttina og leitaði og leitaði, en ekkert gekk. Kl 9 næsta morgun vöknuðum við, við gólið í honum hér úti á tröppum, hann var búinn að skila sér heim.
Ég varð því miður, að taka 2 róandi pillur þessa nótt.
Stundum borgar það sig ekki, að svara í símann.
Take care.
Athugasemdir
Úff.... sum okkar fá erfið verkefni í lífinu. Erfið verkefni eru ekki eingöngu neikvæð því jákvæðar afleiðingar eru þroski, sem er ómetanlegur. Gangi ykkur sem best.
Anna Einarsdóttir, 14.1.2008 kl. 18:26
Tek undir með Önnu, þetta hefur verið erfitt laugardagskvöld.
Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 21:28
Knús Svanný mín ...
Maddý (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:36
Ja Svana mín, þetta hefur ekki verið skemmtilegt laugardagskvöldhjá ykkur. En gott að allt fór vel. Hann hefði nú átt að vera heima í einhverja daga..........
Gangi ykkur vel í framhaldinu.
Hulda Margrét Traustadóttir, 15.1.2008 kl. 08:12
Sæl og blessuð.
Rakst á síðuna þína fyrir tilviljun og fannst ekki hægt annað en að kvitta fyrir innlitið.
Vá, hvað mér finnst þú vera dugleg, bæði með að segja svo hispurslaust frá og ekki síður að takast á við erfiðleikana.
Allt gott af mér og mínum, allir við hestaheislu, helst bara að maður sakni þess að fá engan snjó og kulda hér í Danmörkinni.
Ég á örugglega eftir að kíkja við hjá þér fljótt aftur.
Óska þér alls þess besta.
Kveðja til fólksins þíns, Erna.
Erna Hilmarsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.