Í síðustu viku.......

Í síðustu viku fór ég í viðtal við félagsmálafulltrúann hér í bæ.  Þetta var mjög gott viðtal, góður maður þar á ferð. 

Hann benti mér á sjálfshjálparhóp sem stofnaður var í nóvember, og fór ég á fund með þeim á laugardaginn, góður fundur.

Fyrir um 2 árum var ég í svona hóp, við hittumst einu sinni í viku, í um 1 ár, en þá því miður flosnaði hópurinn upp.   Ég vona að þessi hópur haldi lengi út, því það er alveg ótrúlegt hvað þetta hjálpar manni. 

Það að geta rætt sín mál við fólk sem skilur mann, hjálpar manni svo mikið, og eins það að hlusta á aðra ræða sín mál, og vita að maður er ekki einn í heiminum að kljást við erfiðleika.

 

Einnig fór ég að hitta sjúkraþjálfarann minn, og má ég koma í tækjasalinn til hans, hvenær sem ég vil, það er bara erfitt að koma sér af stað.

 

Geðorðin 10 sem ég skrifaði um  í síðustu færslu, eru mjög góð, og núna les ég þau á hverjum degi. Ég hef svarað þeim, bara fyrir mig og fékk ekki góða útkomu, var nú bara að reyna að slá á létta strengi,þegar ég svaraði þeim í síðasta bloggi.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott mál, knús til þín.

Vilborg Traustadóttir, 21.1.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þú ert á réttu róli - gangi þér sem allra best Hlýtur að vera gott að vera í svona sjálfshjálparhóp....

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oft heyrir maður um að einhver sé úr lífshættu eftir slys... svo heyrir maður ekkert meir. Eða bara vinnuslys; ''viðkomandi ekki alvarlega slasaður...''

En að vera úr lífshættu eða að vera ekki ''alvarlega'' slasaður getur þýtt svo margt. Svo glímir fólk við alls konar eftirköst, andleg og líkamleg, en almenningur veit ekki meir. Allar tölur miðast við banaslys. En afleiðingar ''minni'' slysa geta verið skelfilegar.

Gangi þér sem allra allra best í baráttunni. Gott mál að þu skulir bera þig eftir þeirri hjálp sem þú þarfnast.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.1.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband