25.1.2008 | 22:37
Blogg og comment.
Er búin að vera alveg hryllilega andlaus síðustu vikur, bæði til að blogga og commenta hjá bloggvinum.
Reyni samt að henda einhverju hér inn og segja eitthvað í commenti.
Þetta er alveg óþolandi, þegar mikið brýst um í hausnum á manni, að geta ekki komið því á blað.
Og það er alveg óþolandi,þegar ég fer á bloggvinablogg, les það, og langar svo mikið að commenta hitt og þetta, en, nei, gengur ekki, ég skrifa hitt og þetta, stroka út, skrifa annað, stroka út, stundum endar það með því að ég commenta ekki neitt, eða bara set inn smátákn.
Ég er mjög feimin og hrædd við að segja það sem ég vil segja.
Ég byrjaði að blogga hér á mbl. í september sl. en hafði þá áður bloggað í ein 3-4 ár á msn-blogginu, gafst þar upp vegna þess hve illa gekk að tengjast, ef mig langaði að blogga, þá gat það tekið 1-2 tíma að koma því frá mér. Svo ég ákvað að prófa hér.
Minn kall hafði þá bloggað hér í nokkurn tíma og eins vinur okkar,og vinkona mín sem býr hér, þau urðu strax bloggvinir mínir. Svo alveg að tilviljun, rakst ég á gamla vinkonu, þekktumst vel í gamla daga þegar við unnum saman, fluttum svo í sitt hvora áttina, tengslin hurfu, en náðum saman hér aftur.
Einnig rakst ég hér á gamla kunninga úr Borgarnesi, frá því ég bjó þar, og er Anna þar efst á blaði.
Ég fór að lesa blogg hjá hinumog þessum, mislíkaði hvað fólk skrifaði, en varð alveg húkkt hjá sumum
.
Loksins kom svo Maddy vinkona hér inn, hún hvatti mig til að biðja hina og þessa til að vera bloggvinir mínir, ég lét vaða.
Svitnaði og skalf, þar til svörin komu, allir tóku mér. Fjúff hvað ég slakaði á.
Ég reyndi að standa mig vel sem bloggvinur og skrifa comment.
En fyrir svona viku síðan, var mér allt í einu sparkað út af einni,ég skildi hvorki upp né niður, hafði alltaf verið dugleg að commenta hjá henni, og mér fannst ég tengd henni, því dóttir hennar og dóttursonur hennar búa hér, og þegar við bjuggum í sömu blokk og þau, í um 2 ár, (áður en við fluttum hingað fyrir 1 ári) var sá litli heimalingur hjá okkur gömlu hjónunum.
Mitt litla sjálfstraust hrapaði niður um margar hæðir.
Take care.
Athugasemdir
Ég skil ekki þessar "comments-refsingar", bloggvinir mínir hafa engar skyldur að commenta enda ætlast ég ekki til að þeir nenni alltaf að lesa bloggið mitt. Það er samt gaman að fá comment. Ég losa mig ekki við bloggvini vegna commentaskorts en ef þeir eru hættir að blogga er kannski ekki ástæða til að halda þeim inni.
Vilborg Traustadóttir, 25.1.2008 kl. 22:46
Haltu bara áfram elsku vinkona og hættu að spá í aðra, við bara snúllumst áfram hvernig sem allt veltur, komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu; svona var gamla góða vísan sem var kveðin á nýársnótt og sú nótt táknar að eitthvað nýtt er að koma, við ákveðum sjálfar að það sé eitthvað gott fyrir okkur ..
Maddý (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:05
Mér datt nýlega í hug að þú værir þú..... þ.e. að ég kannaðist við þig og að þú værir líklega Svanhildur sem bjó hérna. Það "crossed my mind" þegar þú settir nýja mynd. Mér fannst þú virka svo sjálfsörugg þegar ég þekkti þig.... sem þýðir að þú getur þetta alveg. Þú ert fín eins og þú ert. Ekki taka bloggið inn á þig... hér er alls konar fólk og maður þarf að passa að velja það góða og láta hina eiga sig. Gaman að sjá þig aftur !
Anna Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:20
Heyrðu sko, mér líður alveg eins og þér þegar ég commenta einhvers staðar, ég stroka út, breyti, hætti við og alles. Margt líkt með skyldum. En endilega haltu áfram að blogga og láttu ekki einhverja fýlupoka stuða þig.
Höfuðið (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 09:02
Hæ bara að skilja eftir mig slóð hérna.
Kv gamall ircvinur
Ottó
Ottó Einarsson, 26.1.2008 kl. 17:15
við sendum þer risaknús og endalausa kossa
kv frá akureyri
magga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:16
Jæja, er ekki komin tími á sunnudagsblogg? Upp með pennan og sjálfstraustið!
Sunnudagsknús á þig elsku vinkona
Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:54
Mér dettur í hug að þú hafir dottið út af bloggvinalista hjá þessum bloggvini fyrir mistök. Svo gerist þetta einstaka sinnum.. einhver pikkles í kerfinu og ég hef séð þetta valda misskilningi á milli fólks hahaha
ertu búin að tékka á þessu við viðkomandi?
En þó að þetta hafi verið með ráðnum hug er engin ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af því. Knús til þín
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.