29.1.2008 | 20:14
Aftur ömmusystir.
Í gær átti systurdóttir mín afmæli, elsta barnabarnið í okkar fjölskyldu, og systir hennar ákvað að eiga sitt fyrsta barn í gær. Kom okkur öllum á óvart, því hún var ekki skráð fyrr en í febrúar. Elsku Guðrún Ása til hamingju með litlu stelpuna þína (15 merkur og 51 cm), og Rósa Hlín, til hamingju með afmælið og litlu frænku þína.
Semsagt mín elsta systir loksins orðin AMMA.
Við erum bara þrjár systurnar, fæddar '52 '54 og '56. (enginn bróðir).
Ég (litla systir) varð amma 1995 (á 7 barnabörn í dag), miðsystirin varð amma í desember sl. og svo loksins sú elsta í gær.
Til hamingju elsku systir (Höfuð).
Loksins get ég gert ömmurgrín að þeim.
Verst hvað það er langt til litlu frænku minnar, en þær búa í Kaupmannahöfn.
Hundarnir létu mig fá kast í hádeginu, réðust á stofugardínur og tættu niður.
Hvað er að þeim?
Minn blóðþrýstingur rauk upp úr öllu, (lægri mörk eru í 102).....anda inn, anda út, anda inn, anda út, reyni að vera róleg.
Við gömlu heimsóttum tengdapabba í dag, en hann kom hingað austur í gær.
Hann var í geislum í 2 vikur, en það gekk ekki.
Annað lungað var tekið úr honum síðasta haust.
Það eru um 3 vikur síðan við sáum hann síðast,mikil breyting.
Hann er tengdur súrefni og er kvalinn
.
Ég fékk flassback, mamma mín dó úr krabbameini 1993, hún var síðustu vikurnar í Borgarnesi....(þá bjó ég þar) ..(hjá minni elstu systur, við hugsuðum alveg um hana, og systir okkar í Rvik. kom eins oft og hægt var)..og ég lá við hliðina á henni nóttina sem hún dó. Ég verð að viðurkenna það, að ég grét þegar við fórum frá tengdapabba í dag.
Þessi mynd var tekin síðasta föstudag þegar hundarnir tættu sundur kodda í stofunni, og ég fékk kast.
Take care.
Athugasemdir
Erfitt að horfa á veika ættingja og vini. Maður er svo vanmáttugur. Verður að sætta sig við varamannabekkinn einhvern veginn. Gangi ykkur vel. SVonandi skammaðir þú hundana duglega. Þeir eiga það skilið þegar þeir láta svona.
Vilborg Traustadóttir, 29.1.2008 kl. 21:32
Hvaða ömmugrínatal er þetta!! Hefur þú lent í svoleiðis?!
Höfuðið (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:14
Ef hundarnir hafa ekki gert þetta áður er eitthvað að angra þá....eða þeir espa hvorn annan upp þar sem þeir eru tveir núna Skil að þú hafir orðið ergileg.
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn
Veikindi eru alltaf erfið og ekki skrítið að þú hafir grátið. Þegar ég hitti Sollu systir sumarið 2006 og hafði ekki séð hana lengi, ætlaði ég að vera sterk, hún var á sjúkrahúsi eftir aðgerð þegar ég kom til hennar en þvílíkt og annað eins ég grét og var afar sorgmædd, þá var hún 46 kíló......í dag lítur hún ljómandi vel út en á yfir höfði sér aðra aðgerð á næstunni ....Vonum það besta í allar áttir.
Hulda Margrét Traustadóttir, 30.1.2008 kl. 10:40
Jæja, verður ekki bloggað á morgun? Það er sunnudagur á morgun mín kæra og þá þýðir nú ekkert að liggja í punglyndi ...
Maddý (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:30
Já það er enn að fjölga í okkar litlu fjölskyldu og ég á nú alveg bestu systir í heimi sem er dugleg að hlýða mér en ég pantaði einmitt þá litlu í afmælisgjöf!
Það er rosa gaman að þið systurnar eruð allar orðnar ömmur og það frábæra er að þið eruð allar að líkjast ömmu meira og meira og það er sko ekki amalegt! Þið eruð og verðið líklegast jafngóðar ömmur og Rósa amma var!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.