Bröndótt.

Á þriðjudaginn síðasta, hringdi tengdadóttir mín í mig, og spurði hvort ég væri eitthvað upptekin næsta fimmtudag (semsagt í dag), nei ég hélt nú ekki. Ok, sagði hún, það verður smá óvænt þá.   

Ég náttúrlega lyftist öll upp, og hélt þau væru að koma í heimsókn, en nei,ekki var það nú.

Svo í gærkvöldi hringdi sonur minn, og útskýrði.

"Mamma, þú átt að mæta kl 1 á morgun á hárgreiðslustofu Ingibjargar"

 

Þau voru svo yndisleg að gefa mér  klippingu og strípur. Kissing

 

Síðan 2001 hef ég farið 3-sinnum á hárgreiðslustofu, 4-sinnum með deginum í dag.

Annars klippi ég mig bara sjálf, kaupi háralit í næstu búð, og bið einhvern að setja í mig. Meira að segja kallinn minn setti einu sinni lit í mig, og það var bara flott.

 

Að fara á hárgreiðslustofu reglulega, er ekki hægt fyrir hvern sem er, vegna þess hve dýrt það er.

 

Semsagt í dag var settur brúnn hárlitur í mig, og tveir litir af strípum, alveg meiriháttar.  Þetta tók heila 3 tíma.   Kallinn minn kom niður á stofu kl 4 (því þá var hann búinn að vinna) og ég var þá rétt að klára, og það fyrsta sem hann sagði við mig,

 " Þú ert orðin bröndótt" W00t

 

Ég ákvað að bruðla, fyrst svona dekur var, og bað hárgreiðslustúlkuna, um að lita augabrúnir og augnhár, og plokka.   Annars lita ég þetta alltaf sjálf, og reyti óæskileg hár.

 

Vá, mér finnst ég vera alveg glæný kelling núna.  Í útliti sko.

Vildi bara að hægt væri að taka andlegu hliðina svona vel í gegn á þremur tímum.

 

En er á fullu í andlegu hliðinni, og þessi óvænta gjöf í dag, hjálpaði heilmikið.

 

Elsku Kalli og Magga, takk takk takk, þið eruð yndisleg, risaknús til ykkar. InLove

 

Helga dóttir mín kom svo áðan, til að sjá herlegheitin, og gaf mér þá buxur, svo áfram lyftist andlega hliðin.

 

Ég á yndisleg börn.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Yndislegt Svanhildur - það er svo gott að eiga góða að. En ég er sammála þér að þetta kostar alltof mikið. En þvílíkt hvað það hjálpar sálartetrinu ef hárið á manni er í góðu lagi, skiptir alveg ótrúlega miklu máli ! Ég pantaði tíma í dag með semingi - bara afþví að ég VERÐ að fara að fara, hef ekki farið síðan í nóv.... En hugsaði um leið þar fara sjö til átta þúsund krónur ...............úbbsssssssss....En að fara á stofu er munaður, aldrei eins góðir þessir litir sem boðið er uppá í búðunum - því miður - mattari og leiðinlegri ... En gott að þér líður vel með bröndótta hárið

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.2.2008 kl. 19:26

2 identicon

Við erum heppnar

Höfuðið (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:54

3 identicon

Ótrúlega heppin!!!

Svana (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:43

4 identicon

Góð andleg líðan fylgir svo sannarlega betra útliti.  Settu á þig varalit og ilmvatn og þá er lífið bara gott ...

Maddý (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:01

5 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=43yvlrNl3Xc

Maddý (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:02

6 identicon

vá vá þú ert rosalega flott ,var að sjá myndina af þer núna.

var svo þreytt í gær að eg var sofnuð þegar að þú hringdir

æðislegt að heyra hvað þú ert ánægð með hárið

við elskum þig rosa heitt.kossar og endalaus knús til þín

kv magga ,kalli og börn

magga (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 08:29

7 Smámynd: Ketilás

Þú ert að verða ballfær!!;) (Ippa)

Ketilás, 9.2.2008 kl. 20:09

8 identicon

Sætt hjá Akureyringunum!

Megum við líka sjá hvað þú ert fín?

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband