Sumarblíða.

Svei mér þá, ef það er ekki bara kominn sumarfílingur í mig. Núna er hér 7 stiga hiti úti og rigning, og allur snjór farinn.      Hvað ætli svona blíða standa lengi ?

 

Fór á geðfund í gærkvöldi, og kom heim 10 kg. léttari. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á svona lokaðann fund, mikil og góð losun hjá mér. Mikið er gott að geta tjáð sig svona um sína líðan við fólk sem hlustar á mann.   Svo núna fer ég 2-sinnum í viku á svona fundi, semsagt á miðvikudögum  lokaður fundur, en á laugardögum opinn fundur.  Frábærir fundir og frábært fólk.   

 

Vona bara að þokunni fari að létta í hausnum á mér, vil fara að geta tjáð mig meira hérna, kem bara svo litlu frá mér.    Er dugleg að lesa blogg hjá öðrum, en á of oft í vandræðum með að commenta, mig langar að segja hitt og þetta, en allt fast í hausnum á mér.    Það vantar tengingu frá heila niður í puttana.

 Minn kall fór loks í vinnuna í morgun, en hann hefur verið veikur alla þessa viku,.

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gangi þér vel og takk fyrir kvittið

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 13:24

2 identicon

Hérna er lika rigning og bara normal veður, gott að hlusta á rigninguna

Maddý (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott að þú fórst á fundinn og þér líður vel.  Vonandi fáum við sumarið sem fyrst. Helv. hálka þetta er............ MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.2.2008 kl. 20:57

4 identicon

Höfuðið (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi

Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vaar einmitt að spá í vorfílinginn í loftinu í gær og í dag.....kveðja austur...

Vilborg Traustadóttir, 15.2.2008 kl. 14:38

7 identicon

Speki dagsins er: *Stundum verðum við þreytt á heiminum og eldumst hraðar en við vildum. Líttu á heiminn með augum barnsins og endurheimtu aftur lífsþróttinn sem bjó í þér.

Höfuðið (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:09

8 identicon

Gott að vita að fundirnir hjálpa, ég er rosalega ánægð að þú skulir vera komin á báða fundina. Það eru svo góðir straumar frá þér  Sjáumst á fundi.

kveðja

Anna María (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband