19.2.2008 | 23:36
Hunda-pissu-vandamál.
Baltó byrjaði allt í einu, fyrir um viku síðan að pissa hér og þar, hjónarúmið einn daginn, sófinn í stofunni og púðarnir þar, fengu tvisvar að kenna á hans pissi, og svo bara gólfið, sama hvort við vorum nálægt eða ekki, þetta virtist bara leka frá honum.
Fyrst urðum við auðvitað, alveg galin, hundskömmuðum hann, en þegar þetta hélt áfram dag eftir dag, og hann sýndi enga tilburði um að þurfa að komast út, þá sáum við, að eitthvað var að.
Baltó varð 1-árs um síðustu jól.
En dýralæknirinn hér er alveg vita-vonlaus, við erum sko marg búin að reyna það, hann er sko, svo hræddur við dýr, að hann þorir varla að vera nálægt þeim. Aldrei þorir hann t.d. að gefa dýrum ormalyf, heldur biður eigendurna um það. Við eigum hunda, og höfum átt hunda síðustu 5 ár, svo við tölum af reynslu. Svo höfum við heyrt margar sögur af honum í sambandi við önnur dýr. Ekki það að ég er löngu búin að læra það, að trúa aldrei sögum sem ég heyri, nema sannreyna þær, en get allavega sannreynt sögur af honum í sambandi við okkar hunda.
En fyrir um 2 árum kom hér þýsk kona, lærður dýralæknir, til að leysa hann af.
Henni líkaði svo vel hér, að hún fór ekki, þó svo hennar tímabundna afleysingarstarfi væri lokið. Svo við og aðrir hér, höfum notið þess, að hafa hana hér.
En hún hefur verið send hingað og þangað um landið, til að leysa dýralækna af.
Núna er hún á Selfossi.
Við hringdum í hana í síðustu viku, og hún sagðist koma hingað austur um helgina.
Svo á laugardagsmorgni síðasta,mætti hún til okkar.
Hún sagði okkur,að þetta pissu-vandamál hjá Baltó, gæti verið líkmanlegt,vegna þess að það væri algengt hjá Husky-blöndu, nýrnavesen, (Baltó er 50% Siberian-Husky og 50% Bordier-Collie). En hún gaf honum penselin-sprautu, og skyldi eftir aðra sem við skyldum gefa honum í kvöld (þriðjudagskvöld). Eftir þessa sprautu hennar, hefur ekkert piss komið frá honum innandyra, og hann hefur alltaf látið vita, ef hann þarf út, og svo fékk hann áðan seinni sprautuna.
Okkur var farið að gruna að þetta gæti verið andlegt, því við fengum okkur annan hund í desember á síðasta ári, (Tígull er 5 ára) þó svo allt hafi gengið vel hingað til í þeirra samskiptum.
Sjáum til hvað þessi seinni sprauta í kvöld virkar lengi.
Þetta er erfitt, ef þetta er líkamlegt, mun hann þá þurfa sprautu reglulega?
Ef þetta er andlegt, þarf þá annarhvor að víkja?
Take care.
Athugasemdir
Við að lesa bara fyrirsögnina datt mér fyrst i hug að kínverjar færu farnir að mótmæla því að geta ekki pantað flatböku við sitt hæfi frá Dómínóz....
Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 00:13
Það er voða gott að vera með páfagauka, engin pissu vandamál eða útaðlabbavesen, ég gæti ekki bæði verið með hund og myndavélina þegar ég er úti. Vonandi tekst að lækna Baltó. Knús og kram ...
Maddý (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:23
Æ, leiðinlegt. Vonandi er þetta ekki andlegt, en þegar þú sagðir hér frá því þegar hundarnir rústuðu púðanum datt mér í hug einhver valdabarátta. En vonandi verður þetta í góðu lagi. Gangi ykkur vel.
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.2.2008 kl. 09:52
Æi vonandi er þetta bara eitthvað tilfallandi, og að lyfin slái þetta af. Bata kveðjur
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 20.2.2008 kl. 11:23
Mér datt fyrst í hug blöðrubólga...þá ætti penicillínið að hjálpa. Og ætti ekki að þurfa að sprauta því oft til að lækna hana. Ef hins vegar valdabarátta er auk þess í gangi gætuð þið þurft að setja þá í rétta "goggunarröð". T.d. með því að láta hann vita hvar hann er í pýramídanum. Flestir hundar þurfa að vita það. Þá gæti t.d. maðurinn þinn tekið að sér uopeldið. Ef hann er útivinnandi þá heilsar hann ykkur eftir "goggunarröð" þegar hann kemur heim. Þá fyrst (væntanlega) þér, svo hundinum sem fyrir var og loks þeim sem seinna kom inn á heimilið. Þá fær hundurinn skýr skilaboð um það hvar hans staður er á heimilinu. Það er miklu betra fyri hann heldur en eilíf togstreita. Las þetta í bók (um hundaþjálfara og aðstoðarmann dýralæknis) og má kannski reyna þetta???? Gaangi ykkur vel.
Vilborg Traustadóttir, 20.2.2008 kl. 15:08
Sæl Svanhildur.
Eins og þú kannski veist þá er ég líka á fundunum í Rauða Krossinum en hef ekkert getað mætt síðustu fundi. Ætlaði að mæta í kvöld, en ligg því miður uppí rúmí með flensu. Flott blogg hjá þér, á eftir að fylgjast með því og hlakka til að sjá þig á næsta fundi, ætla mér að mæta. Hef verið svolítið kvíðin fyrir að mæta, langt síðan ég kom síðast, en er staðráðin í að koma næsta miðvikudag. :)
Kveðja:)
Nanna H. Imsland (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:40
Höfuðið (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.