Montin.

Núna er ég svo montin, að það rignir upp í nefið á mér (samt er engin rigning úti).

Ástæðan ? Jú, ég fór á mikið mannamót í dag.

 

Fór með vinkonu minni í íþróttahúsið hér í bæ (hef aldrei komið þar áður,öll þessi 5 ár mín hér), krakkarnir úr 1.-7.bekk voru með danssýningu.

Mikið rosalega var þetta gaman, alveg yndislegt að sjá þau öll sýna þá dansa sem þau hafa verið að læra.       "hliðar saman hliðar "  "fyrst á réttunni svo á röngunni" og fleiri dansar, æi bara svo gaman.

Mitt elsta barnabarn var að dansa, og tvær stjúp-ömmustelpurnar mínar, og svo sonur vinkonu minnar, sem ég var með.

 

Þessi sýning tók rúmann klukkutíma. 

Þegar um 10 mín. voru eftir þá var mér farið að líða illa, svitna og innvolsið í hausnum á fleygiferð, pikkaði í vinkonuna og sagðist vera farin, og það stóð til, að þegar ég komst að út,  þá var sýningin búin, þvílík var stappan.

Úffffff, vegna minnar félagsfælni, þá er svo erfitt fyrir mig að vera á svona miklum mannamótum.

Hef síðustu ár farið á ýmsar skemmtanir, eins og t.d. árshátíðir og þorrablót. Erfitt,en hef látið mig hafa það, skelli í mig nokkrum sjússum, og hugga mig við það, að flest allir séu líka búnir að skella í sig nokkrum sjússum, og taki því ekki eftir því, hvað ég er skrýtin.

Er strax farin að kvíða fyrir árshátíð hjá vinnu míns manns, sem halda á síðustu helgina í apríl.

 

Síðustu geðfundir hafa verið frábærir, þeir gera mér svo gott, ég finn mikinn mun á mér, og þeir sem eru í kringum mig daglega,sjá mikinn mun á mér.

Ef ég hefði ekki farið á þessa fundi, þá hefði ég aldrei samþykkt að fara á þessa sýningu í dag.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er svo skemmtilegt að horfa á börnin leika listir sínar. Gott ef þú drífur þig, Þá læknast þú smá saman af félgsfælninni.....þú ert flott kona Svana, afhverju ættir þú að vera eitthvað verri en aðrir !. Upp með sjálfstraustið  Þú verður flott á árshátíðinni

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.2.2008 kl. 21:03

2 identicon

Flott hjá þér að drífa þig.  Knús ..

Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:30

3 identicon

Góóóððð!!!

Höfuðið (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:30

4 identicon

Flott hjá þér. Við rúllum upp þessari árshátíð og förum létt með það

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:40

5 identicon

Ég er rosalega stolt af þér og ég sé svo mikinn mun á þér frá því í janúar.  Þú ert svo góð manneskja og varðandi árshátíðina hjá manninum þínum þá mun hún Íris passa vel upp á þig ef ég þekki hana rétt

kveðja

Anna María (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband