28.2.2008 | 19:18
Forstofa.
Þegar við keyptum þessa íbúð fyrir rúmu ári síðan,gerðum við okkur grein fyrir að ýmislegt þyrfti að laga, (enda gamalt hús) eins og t.d. forstofuna.
Þar voru bara hillur á einum vegg, frá gólfi og upp í loft, og 3 fatasnagar á öðrum veggjum. Ég var í vandræðum með öll útifötin og varð að setja þau í skáp sem er á ganginum uppi við stigann, en húfur,treflar,vettlingar og annað smátterí fór í hillurnar.
Svo ákveðið var að fjárfesta í fataskáp í forstofuna.
Hann keyptur í júní s.l. en vegna veikinda, hefur allt dregist.
En í gær réðumst við á forstofuna. Hillunum kippt út. ÆÆÆÆ, þá komu í ljós allskonar vatnsrör og leiðindi. En hér áður fyrr hafði verið wc þarna.
Well, pappinn rifinn utan af fataskápnum, æi hann skemmdur, hornin meira og minna brotin.
Mikið blótað en ákveðið að sætta sig við þetta, enda langt síðan skápurinn var keyptur svo við svartsýn á að nokkuð dygði að kvarta og skápnum skellt saman.
Á meðan minn maður setti skápinn saman, fór ég á minn geðfund, sem var góður eins og venjulega.
Jæja, þegar ég kom heim var skápurinn dreginn inn í forstofu, en þá %&%()$#"!/(&% (mikið ljótt blót) hann passaði ekki.
Þessi rör sem komu í ljós þegar hillurnar voru teknar, settu strik í reikninginn.
Niðurstaðan er sú, að annaðhvort verður fataskápurinn að vera á ská í forstofunni, og við þurfum að klæða helling til að loka fyrir rör og annað, eða að við setjum aftur inn eina hillueiningu, sem þá lokar fyrir rörin og svo fataslá þar við hliðina, þurfum þá að klæða smá á einn vegg.
Athugið að forstofan er mjög lítil.
Ef við ákveðum að taka fataskápinn aftur út, þá fer hann upp í hjónaherbergi og nýtist þar, en þar er eldgamall innbyggður fataskápur sem tekur varla við fötum.
Forstofugólfið er með eldgömlum sjúskuðum flísum, við fundum parket í geymslunni, og settum á helminginn af forstofunni, á hinn helminginn fara gólfflísar sem bróðir míns manns gaf okkur, afgangur síðan hann setti á sína forstofu. Allt gert til að spara.
Svo spurning dagsins er: Fataskápur í forstofu á ská (kemur soldið flott út en soldið þröngt), eða hilla og fatarör.
Take care.
Athugasemdir
He he já þekki þetta vandamál, forstofan hjá mér tekur bara 2 pör af skóm nr 44 og eitt par 37...þá er pakkað Endilega gera það sem kemur vel út, ekki allt beint og skorið í þessu lífi Má þá seinna henda skápnum upp og skella bara krókum á rörin Góða skemmtun
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 28.2.2008 kl. 21:04
Nú er bara að nota hugvitið .....veit það getur verið snúið en þið hjúin leysið þetta, þarf ekki endilega að gerast í dvöld
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.2.2008 kl. 21:36
KVÖLD
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.2.2008 kl. 21:36
úff ekki gengur þetta snuðrulaust fyrir sig leiðinlegt að það sjáist skemmdir á nýjum skáp! En jah ekki svo gott að seigja til um svona og vita ekki hvernig hann kemur út svona á ská og kannski pirrandi að hafa og þröngt til lengdar en spurning með hjónaherbergið getið þá geymt þar útiföt og fl æ veit ekki en gangi ykkur vel hvar sem skápurinn verður
Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 00:38
Gangi ykkur vel. Verkefnin eru til að leysa þau. Ég myndi nú samt segja þeim sem seldu skápinn frá skemmdunum á honum.
Vilborg Traustadóttir, 29.2.2008 kl. 12:53
Góða helgi og risaknús til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:59
Góða helgi dúlla
Brynja skordal, 1.3.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.