19.3.2008 | 10:31
Fjölgun á heimilinu.
Nei, ég er ekki ólétt (enda löngu búið að gelda mig).
Á mánudag flutti hingað til okkar frá Reykjavík, eldri dóttir Ronna,með litla strákinn sinn(hann verður 2 ára í ágúst),og tvo ketti. (og ég sem er með kattarofnæmi.).
Hér varð mikill eltingarleikur um allt hús, hundarnir að elta kettina, og varð allt mitt glingur í stórhættu, því kattargreyin stukku upp á hillur og skápa.
En núna eru kettirnir bara uppi í gestaherbergi,ég átti barnahlið, sem er núna í stiganum, til að varna því að hundarnir æði upp. Það gengur misjafnlega, Tígull er sko meistari í hástökki án atrennu. Furðulegt að sjá þennan stóra hund, svífa yfir eins og ekkert sé.
Veit ekki hvað lengi heimilislífið hér verður svona fjörugt, það fer eftir því hvenær dóttirin fær íbúð,vinnu og pössun.
Take care.
Athugasemdir
He he he, veit ljótt að hlæja, get bara ekki annað Þetta verður fjör í kannski 2 vikur mín kæra og Tígull þá væntanlega orðin 'Islandsmeistari í hástökki
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 19.3.2008 kl. 10:38
Þetta er bara eins og ekta sveitaheimili, hellingur af sálum yfir páskana
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:42
Bara mikið stuð á heimilinu En Gleðilega páskakveðjur til ykkar
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 13:58
gaman á heimilinu núna nóg að gera greinilega.
farðu nú vel með þig elsku svanhildur okkar
kossar og knús að norðan
Margrét Lilja Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:30
Gaman hjá ykkur og fjör. :-)
Vilborg Traustadóttir, 19.3.2008 kl. 23:25
Stuð og meira stuð hjá ykkur greinilega.
Páskakveðjur til ykkar
Maddý (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:32
Gleðilega páska og gleðilegt stuð hjá mönnum köttum og hundum Gangi ykkur vel
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.3.2008 kl. 21:47
Ha ha þér leiðist ekki á meðan. Gleðilega páska, kveðja til ALLRA.
Gaja (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:56
Takk fyrir fugla mín, þú ert fyrsta bloggvinkona mín
gangi þér vel með stóru fjölskylduna
kv
Gríman, 23.3.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.