27.3.2008 | 15:46
Húsmæðraorlof.....tralalalala
Núna er komið að mínu árlega húsmæðraorlofi í Borgarnesi. Hef reynt síðustu ár að fara þangað í svona vikutima á hverju ári. Er þá hjá næstelsta syni mínum. Yngsti sonur minn býr líka í Borgarnesi hjá pabba sínum, og svo á ég líka systir þar, og vini og kunningja. Bjó í Borgarnesi frá 1985-2001.
Dóttir mín, sem býr hér á Höfn, sagði mér í gær að hún ætlaði til Rvik með sín 4 börn til að heimsækja manninn sinn, en hann hefur verið á Reykjalundi síðustu 4 vikur. Hún ætlar að stoppa fram á þriðjudag, svo mér fannst upplagt að nota ferðirnar og skella mér með.
Við förum í dag, eftir kl 5, en þá er hún búin að vinna. Gistum í verkalýðsfélagsíbúð sem hún er búin að fá í Rvik, svo ætlar hún að skutla mér í Borgarnes á morgun, föstudag.
Reyndar finnst mér þetta frekar stutt stopp, hefði viljað fá fleiri daga, en það er ekki á allt kosið, og þetta er allavega betra en ekki neitt.
Kallinn minn, Sólveig dóttir hans sem býr hér hjá okkur og Veigar litli sonur hennar, eiga eftir að hafa það fínt hér heima með hundunum, þó svo kellingin bregði sér af bæ.
Verst er að við erum öll komin með kvef, hálsbólgu og hita, en ég SKAL fara. Ligg þá bara veik hjá syni mínum og læt hann stjana í kringum mig, og þau geta hjúkrað hvort öðru hér heima.
Take care.
Athugasemdir
Sjáumst fljótlega
Höfuðið (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:26
góða ferð og góða skemmtun
njóttu þess að vera í húsmæðraorlofi
friður
Gríman, 27.3.2008 kl. 20:07
Góða ferð og farðu vel með þig, flensan er ekkert grín núna, búin að vera alla páskana og endaði á læknavaktinni í gær komin með í lungun
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 27.3.2008 kl. 21:15
Stella í orlofi .... ohh hvað þetta var gott hjá þér að drífa þig ...
Maddý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:48
Hafðu það nú gott Svana mín með ættingjum og vinum þessa daga, vona að þú sleppir við pestina Góða ferð.
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.3.2008 kl. 08:12
Góða ferð og njóttu þess að láta stjana við þig, þú átt það svo sannarlega skilið.
Við munum sakna þín á fundum.
knús og kveðjur
Anna María (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:41
Flott hjá þér að skella þér en vona að flensan hafi látið undan svo þú fáir gott húsmæðraorlof hafðu góða helgi með þínu fólki knús
Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 16:00
Kannski sjáumst við ?
Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 20:08
Ertu ekki komin heim hvernig var?
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.