18.4.2008 | 15:01
18.apríl.
Í dag á næstelsti sonur minn afmæli, 26 ára, til hamingju elsku Einar Trausti minn.
Hann var tekinn með keisara 6 vikum fyrir tímann, fylgjan var fyrir, 3 vikum áður fór að blæða og missti ég þá um 2 lítra af blóði, lá á meðgöngudeild þessar 3 vikur, þar til einn daginn fór aftur að blæða og ég þá skorin.
Læknar gáfu honum enga von, og lét ég skíra hann á öðrum degi. En minn litli kall gafst ekki upp. Hann var vikugamall þegar ég fékk hann fyrst í fangið.
Næstu 3 ár voru erfið, hann var meira á spítala en heima, og alltof oft nær dauða en lífi.
Hann er spastískur, fæturnir mjög snúnir, en með hörkunni gat hann gengið um 2 ára aldur.
Þegar hann varð eldri, fór hann að æfa frjálsar, og keppti á mörgum mótum, bæði hér heima og erlendis, og vann marga titla.
Hann var einu sinni kosinn íþróttamaður Borgarbyggðar og tvisvar kosinn íþróttamaður Borgarfjarðar.
Síðasta mótið sem hann keppti á var Ólimpíumót fatlaðra í Sydney. Honum gekk ágætlega þar, en var langt frá sínu besta. Ástæðan var brjósklos í baki. Hann fór svo í aðgerð árið 2000, og hefur ekki náð sér á strik síðan.
Í dag býr hann í Borgarnesi, keypti sér þar íbúð og vinnur eins mikið og hans fötlun leyfir.
Mikið er ég stolt af honum.
Take care.
Athugasemdir
Til hamingju með þennan dugnaðardreng Svana mín. Og góða helgi til ykkar
Hulda Margrét Traustadóttir, 18.4.2008 kl. 15:35
Já til hamingju með Einar! Frétti að hann hafi skellt sér í sumarbústað. Vonandi var gaman hjá honum.
Svo langar mig að bæta við að hann Einar er alveg eðal drengur, vel upp alinn og með gott hjarta!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:31
Til hamingju með æðislega Duglega strákinn þinn mikið máttu vera stolt af honum hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 12:33
Til hamingju með strákinn þinn Svanný mín ... knús á þig ...
Maddý (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:42
Til hamingju með soninn
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 20.4.2008 kl. 11:10
Hafðu ljúfan sunnudag mín kæra
Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:36
Til hamingju með að eiga svona frábæran son.
Það er ekki öllum gefið að standa sig í lífinu þó að á móti blási, en þið gerið það greinilega.
Hafið hamingjusamar stundir , þið eigið það skilið
kv
Gríman
Gríman, 20.4.2008 kl. 12:28
Til hamingju með strákinn!
Íris Gísla (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.