18.apríl.

Í dag á næstelsti sonur minn afmæli, 26 ára, til hamingju elsku Einar Trausti minn.

 

Hann var tekinn með keisara 6 vikum fyrir tímann, fylgjan var fyrir, 3 vikum áður fór að blæða og missti ég þá um 2 lítra af blóði, lá á meðgöngudeild þessar 3 vikur, þar til einn daginn fór aftur að blæða og ég þá skorin.

Læknar gáfu honum enga von, og lét ég skíra hann á öðrum degi. En minn litli kall gafst ekki upp. Hann var vikugamall þegar ég fékk hann fyrst í fangið.

Næstu 3 ár voru erfið, hann var meira á spítala en heima, og alltof oft nær dauða en lífi.

Hann er spastískur, fæturnir mjög snúnir, en með hörkunni gat hann gengið um 2 ára aldur.

Þegar hann varð eldri, fór hann að æfa frjálsar, og keppti á mörgum mótum, bæði hér heima og erlendis, og vann marga titla.

Hann var einu sinni kosinn íþróttamaður Borgarbyggðar og tvisvar kosinn íþróttamaður Borgarfjarðar.

Síðasta mótið sem hann keppti á var Ólimpíumót fatlaðra í Sydney. Honum gekk ágætlega þar, en var langt frá sínu besta. Ástæðan var brjósklos í baki. Hann fór svo í aðgerð árið 2000, og hefur ekki náð sér á strik síðan.

Í dag býr hann í Borgarnesi, keypti sér þar íbúð og vinnur eins mikið og hans fötlun leyfir.

 

Mikið er ég stolt af honum.

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Til hamingju með þennan dugnaðardreng Svana mín. Og góða helgi til ykkar

Hulda Margrét Traustadóttir, 18.4.2008 kl. 15:35

2 identicon

Já til hamingju með Einar! Frétti að hann hafi skellt sér í sumarbústað. Vonandi var gaman hjá honum.

Svo langar mig að bæta við að hann Einar er alveg eðal drengur, vel upp alinn og með gott hjarta!

Rósa Hlín (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með æðislega Duglega strákinn þinn mikið máttu vera stolt af honum hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 12:33

4 identicon

Til hamingju með strákinn þinn Svanný mín ... knús á þig ...

Maddý (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Til hamingju með soninn 

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 20.4.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag mín kæra

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:36

7 Smámynd: Gríman

Til hamingju með að eiga svona frábæran son.

Það er ekki öllum gefið að standa sig í lífinu þó að á móti blási, en þið gerið það greinilega.

Hafið hamingjusamar stundir , þið eigið það skilið

kv

Gríman 

Gríman, 20.4.2008 kl. 12:28

8 identicon

Til hamingju með strákinn!

Íris Gísla (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband