22.5.2008 | 20:14
Bloggvinir.
Ég tók til á mínum bloggvinalista fyrir nokkru síðan. Af hverju? Jú, ég missti góðann vin, tengdapabba minn, sem ég sakna svo mikið.
Þegar ég bloggaði um hans andlát, fékk ég mörg falleg comment, en margir sem voru mínir bloggvinir, sögðu ekki orð, þó svo þeir væru að blogga daglega, og sumir oft á dag.
Það sýndi mér, að margir af mínum bloggvinum voru ekki að lesa mig. Til hvers að eiga svona vini ?
Ég veit alveg að margir eiga svo marga bloggvini að þeir komast ekki yfir það að lesa allar færslur á einum degi. En common, mín færlsa stóð í 14 daga, og ekkert kom frá þeim.
Ég varð fyrir höfnun, sem ég á ekki gott að díla við núna.
Ef þú átt bloggvini, þá hlýtur þú að lesa þeirra færslu á 14 dögum.
En kannski eru sumir bara að safna bloggvinum, vilja eiga sem flesta, þó svo þeir lesi aldrei neitt hjá þeim. Það er ekki gott.
Ég skal alveg viðurkenna að ég commenta ekki daglega hjá mínum bloggvinum, þó svo ég lesi þá, en ef einhver verður fyrir svona missi, eins og varð hjá mér, þá auðvitað votta ég mína samúð, ég hef tilfinningar.
Ég rakst líka á svona "samúðarlokun" hjá sumum hér úti í bæ.
Hitti hjón úti í búð (SEM ÉG ÞEKKI VEL) stuttu eftir að tengdapabbi dó, frúin dró sig í hlé, en maðurinn spurði bara um minn kall. Engin hlý orð í minn garð. Æi mikið var þetta sárt.
Ég veit alveg að stundum veit maður ekki hvernig maður á að haga sér í kringum fólk, sem hefur misst náinn ættingja, en, það er alltaf hægt að segja:" Ég samhryggist þér"
Ef að ég get ekkert sagt við fólk, þá faðma ég það að mér.
Það munar svo mikið um allan samhug.
Take care.
Athugasemdir
Ég hef greinilega eitthvað misst af þessum 'samhugar' reglum þínum einhvers staðar þegar þú tekur til á þínum bloggvinalista. Ég er þó kátur með, sem persónulegur góðvinur þinn & svaramaður, að lafa þó enn fyrir ofan 'nígerízku' námskeiðsauglýsínguna næst fyrir neðan mig eftir þína tiltekt.
En ég hef nú bæði samúð & samhug með þeim sem að datt á botninn í þessari bloggvinatiltekt, eins & þér & öllum þínum.
Fyrirgef mér að koma því ekki að fyrr, ég skammast mín, kann það.
Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 21:25
mig langar bara að senda ykkur öllum risaknús á höfn.
við vorum að koma úr skemmtilegu ferðalagi ,sem endaði þannig að allir urðu veikir
hlakka svo óendalega til að sjá ykkur í sumar.kossar og knús til ykkar
kv magga og kalli
Margrét Lilja Árnadóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:14
Knús á þig
Aníta Sóley (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:34
Hæ Svanhildur,samhryggist innilega vildi ég hefði skrifað það fyrr en ég er búin að vera ægilega ódugleg að kvitta á blogg upp á síðkastið.Hætti sjálf að blogga því ég fékk stundum svo lítið af kvitti svo ég skil þig vel með þetta.
Gangi þér vel,fullt af knúsi ,kveðja Sigga Dóra af fundunum
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:52
Skil þig mjög vel Elskuleg mikið er ég glöð að vera enn bloggvinur þinn dúllan mín enda kvitta ég nú oftast þegar ég kem við hjá þér hafðu ljúfa helgi Mín kæra knús til þín
Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 09:59
Þú ert góður bloggvinur og auðvitað góður vinur frá gömlu dögunum. Knús
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.5.2008 kl. 16:22
Sæl Svanhildur:
Hef ekki lesið nein blogg sökum tímaskorts hef bara bloggað annað hvort snemma á morgnana áður en haldið er til vinnu eða seint á kvöldin áður en svefninn kallar.
En ég samhryggist þér innilega vegna fráfalls tengdaföður þíns vinan og hann mun alliaf lifa í huga þínum og hjarta.
Ég þakka þér samt kærlega fyrir að halda sessi mínum sem bloggvinur þinn eftir bloggvinatiltektina en farðu vel með þig og vertu sterk.
Magnús Paul Korntop, 25.5.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.