Maddýarheimsókn.

Já, ég veit það, ég er hundlöt við að blogga, þó ég hafi margt að segja, þá er erfitt að koma því frá sér, bæði vegna ritstíflu og líka vegna þess, hvað ég er alltaf kvíðin eftir að ég birti mitt blogg.     En samt hefur þetta blogg hjálpað mér mikið.

 

Síðasta þriðjudag kom Maddý vinkona fljúgandi hingað í heimsókn. (hún kom með flugvél, því miður fyrir hana því hún er svo flughrædd, hefði verið betra ef hún hefði flogið á sínum vængjum).

Maddý er mín bloggvinkona, og hún var svaramaður mannsins míns, þegar við giftumst, og er besta vinkona okkar hjónanna.

 

Maddý er myndafrík, ég meina, hún elskar að taka myndir. Svo við höfum farið með hana hér um allt, til að taka myndir.

 

Á miðvikudagskvöldinu fórum við með hana út á Stokksnes, en þar er mikið kríuvarp, og þar tók hún helling af myndum.

 

Og hér innanbæjar, hleypur hún inn í hús til að tæma myndavélina, því það mikið er myndavalið, mikið kríuvarp bara hér úti í Óslandi, um 3 mín. að keyra héðan frá okkar húsi.  

 

Maddý sko elskar fugla.

 

Í dag skelltum við Maddý okkur í ferð vestur á Jökulsárlón (þar sem minn kall vinnur í sumar) og tróðum okkur í ferð með mínum skipstjórakalli.  Vá vá vá, ég varð hálf heyrnarlaus, að standa svona við hliðina á Maddý, því hún hékk á myndavélinni, og það heyrðist bara "klikk klikk klikk"   Hún gjörsamlega fríkaði út.

 

Stuttu eftir að við komum í land, (vorum að reykja og drekka kaffi), birtist allt í einu fyrir framan okkur, þessi fjallmyndarlegi strákur, með 2 vesti, og segist vera að fara með okkur í Zodiak-ferð um Lónið.   Við í vestin, og eltum hann með lafandi tungu. Hann skipar okkur um borð í tuðruna, og við hlýðum, og brunað er út á Lónið.

 

Þessi ferð var ólýsandi, ég meina ég get varla lýst henni. Maddý lá á botninum og tók myndir, en ég hékk ofaná tuðrunni, og reyndi að benda á gott myndefni.

Við vorum svo úrvinda eftir þetta allt saman, að ég rétt náði að keyra þennan klukkutíma heim, og þá bara lágum við og stundum.     Þessi Zodiak-ferð var bara meiriháttar, þó svo hinar ferðinar séu góðar, þá slær þetta allt út, allt annað sjónarhorn.

 

Well, komið nóg í bili.

 

Take care.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú þarft ekki að vera kvíðin því að birta inn skrifin þín Svanhildur mín!
Þú þarft bara að kvíða því að sjá mig skal ég segja þér....

En ég get ekki beðið eftir því að sjá allar myndirnar hjá henni Maddý, ég er búin að sjá nokkrar myndir reyndar, en hlakka bara til að sjá fleiri. Er með hana í bloggvinalistanum hjá mér og líka "contact" listanum á flickr.com!

En ég hlýt að hafa séð þig einhverntíman, einhverstaðar, það getur ekki annað verið!
Ef þú gengur "óvart" framhjá Menningarmiðstöðinni á virkum dögum frá 9 til 16, á milli lögreglustöðvarinnar og Menningarmiðstöðvarinnar þá gætirðu séð mig vinna.... ( verð alltaf að hafa dregið frá svo ég sjái almennilega út, er ótrúlega forvitin).

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.6.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gott að þið gátuð skemmt ykkur.

Magnús Paul Korntop, 14.6.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ekki hefur "útsýnið" á þann "fjallmyndarlega" spillt fyrir. Maður getur nú þurft smá tilbreytingu í "karlaútsýninu" líka!

Annars flott færsla og hafið það öll gott áfram. Knús á kallinn þinn og þig.

Vilborg Traustadóttir, 16.6.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Gríman

frábært að þið hafið átt svona góðan dag, þeir verða fleiri skal ég segja þér.

og eitt enn, ekki kvíða fyrir að birta bloggið þitt það er svo gott að lesa það.

kv SAB 

Gríman, 23.6.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband