Kraftur í kringum Ísland.

Í dag arkaði ég niður á smábátabryggju til að fagna nokkrum hraustum mönnum, sem hafa mikið lagt á sig.  Þeir hafa siglt í kringum landið á tuðru, til að styrkja ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein.   Þeir lögðu af stað frá Vestmannaeyjum 14. júní og hafa haft viðkomu á nokkrum stöðum í kringum landið.    Ekkert hefur heyrst frá fjölmiðlum um þessa ferð, og er það til skammar.   Þeir hafa fengið góðar viðtökur á öllum þeim stöðum sem þeir hafa stoppað, frá bæjarfélagi hvers staðar, og er það þakkarvert.

 

Hér ætla þeir að stoppa til fimmtudags, og vona ég að þeir fái góðar viðtökur, svo ég þurfi ekki að skammast mín fyrir mitt bæjarfélag.

 

Hef hlerað að þeir hafi safnað þónokkuð góðum styrkjum með þessari ferð, og er það gott, því ekki er það hættulaust, að sigla á tuðru í kringum okkar land, allskonar veður og sjógangur, semsagt hættuleg ferð.

 

Ég bauð þeim öllum hingað til mín í kaffi meðan þeir væru hér, og vona ég að þeir kíkji, þó svo ekkert sé í boði með kaffinu (er svo löt að baka).

 

Slóðin þeirra er http://www.krafturikringumisland.com/

 

Take care.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flott framtak hjá þeim. Auðvitað þarf að vekja athygli á þessu ! Svana, þeim er örugglega sama þó þeir fái ekki heimabakað, það er hugurinn sem skiptir máli.

Skilaðu hamingjuóskum með framtakið, krabbamein hefur komið við mína fjölskyldu eins og fleiri.

Ætla að kíkja á þennan link "

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.7.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Brynja skordal

Frábært frammtak þú sæt að bjóða liðinu í kaffisopa alltaf gaman hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 2.7.2008 kl. 00:05

3 identicon

Þú ert nú svo gestrisin að það er spurning hvort þú setjir ekki skilti út við tjaldsvæði og bjóðir í kaffi ... svo gætir þú líka skroppið með heita súpu út á þjóðveg ... hahahha ... æ ég er bara að bulla ... ... flott hjá þér að bjóða þeim í kaffi, settu bara m&m í skál .. það er fínt með kaffinu ...

Maddý (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:16

4 identicon

Frábært framtak. Fylgist með þessu. Hafið þið það sem best. Kveðja.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 02:10

5 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða og skemmtilega helgi á Humarhátið Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband