Humarhátíð liðin.

Í dag fóru okkar humargestir, Ronni yngri dreif sig heim á Krókinn, en Steini, Ása og börn, fóru í sumarbústað rétt við Egilsstaði, en þangað ætlum við Ronni að heimsækja þau um næstu helgi.   Þá á Ronni loksins sitt fyrsta helgarfrí, síðan hann byrjaði á Lóninu, 1.júní.

 

Þetta var yndisleg helgi, róleg og matmikil.

Við röltum öll niður á bryggjusvæðið á föstudagskvöldinu, mikið var nú fámennt þar, hef aldrei séð svona fátt fólk á Humarhátíð áður.  Líklega spilar þar inn í, hve benzínverð er hátt, og svo hinar ýmsu hátíðir um land allt.

 

Á laugardeginum tróðum við okkur öll inn í gamla Ford og brunuðum á Lónið, til að sníkja siglingu með mínum kalli. Mjög skemmtileg ferð, Bertha og Björn (Steinabörn, 11 ára og 3 ára) fengu að stýra smá með mínum kalli, og var það mikil upplifun fyrir þau, alveg meiriháttar að fylgjast með því.

 

Þegar heim var komið, fóru þau Ása og Steini að mixa til humarsúpu, lyktin fór fljótlega að láta garnirnar garga.  Við höfðum étið smá-slatta af hvítlaukssteiktum humri kvöldið áður, og skelltum því öllum skeljunum í pott áður en við fórum á Lónið, og létum þær malla .  Namminamminamm hvað hún var góð.

 

Við lágum öll á meltunni um kvöldið, en feðgarnir Ronni og Ronni drifu sig á útirölt og ball.

 

Sunnudagurinn var letidagur, en zumir gestir drifu sig þó í sund, og um kvöldið grillaði minn kall svínalundir og ýmislegt annað góðgæti.

 

Í morgun fór minn kall að vinna á netaverkstæðinu, en tók sér frí eftir hádegið, og gat því kvatt okkar humargesti.   Á morgun fer hann aftur í 4 daga-vinnutörn á Lóninu.

 

Þetta er fimmta humarhátíðin sem Steini er hjá okkur, og vonum við að þær verði enn fleiri.

 

Þessi Steini er http://lehamzdr.blog.is/blog/skrafskjodan/

 

Takk öll fyrir frábæra helgi.

 

Take care.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Dísús. Ég held maður drífi sig á næstu Humarhátíð.  Ekki spurning.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:17

2 identicon

hæhæ æðislegar myndirnar af ferðinni í borganes,vildi óska að við hefðum komist.við söknum ykkar endalaust mikið kossar og knús til ykkar allra.

kv að norðan 

magga (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Brynja skordal

Frábært að allt gekk vel hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Hææææ er þá ekki næsta hátíð danskir dagar í hólminum  Hilsen, Hrefna

Hrefna Gissurardóttir , 14.7.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband