Yndislegir og skemmtilegir dagar.

Synir mínir tveir,Einar Trausti og Jón Ingi, sem búa í Borgarnesi, komu hingað á sunnudag og fóru aftur í dag.

 

Yngri stjúpdóttir mín, hitti pabba sinn á Clapton-tónleikunum og kom hingað austur með honum, hún fór líka í dag.

 

Svo hér er búið að vera fullt hús síðustu daga, og mikið gaman.

 

Við höfum öll farið í stuttar sveitaferðir þessa dagana, kíkt á Horn og Stokksnes, Bergárdal og Laxárdal.

 

Í gærkvöldi, þegar minn kall kom heim frá sinni vinnu á Jökulsárlóni, skelltum við okkur öll, upp í Lón í sumarbústaðinn. Grilluðum þar og höfðum gaman.

 

Í dag á næstelsti stjúpsonur minn afmæli, hann býr hér í Nesjahverfinu, rétt við Höfn.

Ákveðið var að halda suprice-veislu fyrir hann úti í móum í Laxárdal, afmælisgjafirnar faldar út um allt, bak við þúfu og kletta. Mættum við með gos, kaffi og kökur.

Þau eru vön að viðra hundana þarna, svo það var upplagt að plata hann svona.  

Mikið var þetta gaman, svipurinn á afmælisbarninu þegar hann sá okkur öll, og bara það að fylgjast með honum labba um allt og týna upp pakka hér og þar.   Reyndar varð hann að fá góðar vísbendingar og leiðsögn, annars væru pakkarnir allir þarna ennþá, það vel faldir voru þeir.

 

Strákarnir mínir fóru svo beint úr þessari náttúru-veislu, heim í Borgarnes, en stjúpdóttir mín fór núna áðan, fékk far með vinkonu minni á Stöðvarfjörð, þangað verður hún sótt og keyrð á Fáskrúðsfjörð, þar sem hún gistir, en á morgun fer hún heim á Sauðárkrók.

 

Alltaf svo gaman þegar börnin koma í heimsókn.

 

Take care.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Börnin eru það besta sem við eigum. Til hamingju með strákinn.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 15.8.2008 kl. 09:46

2 identicon

Gott að strákarnir gátu heimsótt þig Gaman að skoða myndirnar þínar

Höfuðið (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:01

3 identicon

Til hamingju með þetta allt saman. Maður finnur vel hversu ríkur maður er þegar börnin koma í heimsókn.... Bestu kveðjur til ykkar héðan frá DK Svava Bjarna

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:59

4 identicon

Sæl Svanhildur og þakka fyrir athugasemdina.

Þegar ég var að vinna á Reyðarfirði 2004 - 2007 fór ég marg oft í gegn um Höfn í Hornarfirði án þess að hafa hugmynd um að þú byggir þar. Hafði auðvitað komið og heilsað upp á ykkur ef ég hefði vitað það enda orðin 35 ár í það minnsta síðan við höfum sést. En líklega eru meiri möguleikar á að þú komir til Reykjavíkur en ég til Hafnar. Ég er í símaskránni á ja.is og svo með meilið bjorn.larusson@simnet.is -

Hitti Ingu systur þína á Akranesi fyrir nokkrum árum og mér fannst hún ekki hafa breyst mikið !! -

Kveðjur til ykkar allra

Björn Lár. 

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Brynja skordal

yndislegt að fá svona stundir með sínu fólki hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 00:17

6 identicon

Frábær hugmynd hjá ykkur með þessa surprice náttúruveislu. Er viss um að þetta hefur verið skemmtilegt.

Gott að þú hafir átt góðan tíma með strákunum þínum, veit þú hittir þá ekki eins oft og þú vildir.

Svona í lokin til hamingju með afmælið um daginn.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 00:59

7 identicon

Höfuðið (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Takk fyrir kvittið, í síðustu viku Svanhildur mín  held að ég hafi ekki séð strákana þína á dönsku dögunum hafðu það sem allra best. Hilsen úr hólminum. Hrefna

Hrefna Gissurardóttir , 20.8.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Börn eru besta fólk - njótum þeirra.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.8.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband