24.8.2008 | 21:18
Helgarfrí.
Á síðasta föstudag byrjaði minn kall loksins í helgarfríi, en það eru 6 vikur síðan hann fékk síðast frí, laugardag og sunnudag.......Til að lengja fríið, brunaði ég vestur á Jökulsárlón og sótti minn kall, en hann fékk að hætta kl.5 í staðinn fyrir kl.7.
Við hentumst hingað heim, tróðum drasli í bílinn og brunuðum svo upp í bústað í Lóni.
Það er Paradís að vera þarna upp frá í bústaðnum, og reynum við að fara þangað eins oft og hægt er, enda bara rétt um hálftíma keyrsla héðan frá Höfn.
Helgin leið í rólegheitum, gsm-símar á silent, og hefði varla þurft þess, því símasamband mjög slitrótt, og varla inni klukkutímum saman, sem betur fer.
Við rifum okkur upp fyrir 8 í morgun til að horfa á leikinn, vorum stolt af okkar strákum, en samt leið yfir því, hvað þeir létu Frakkana valta yfir sig, því þeir gátu betur.
Á morgun byrjar svo 4-daga törn hjá mínum kalli á Jökulsárlóni.
Baltó, okkar hundur, lék við hvern sinn fingur í sveitasælunni, en enn leitar hann að Tígli, hundinum okkar, sem við því miður þurftum að svæfa 14.ágúst. Mikið búið að gráta, bæði hjá mönnum og hundi.
Take care.
Athugasemdir
Knús á þig vinkona ...
Maddý (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 23:37
Gott að þið gátuð notið ykkar þarna í fegurðinni. Ástarkveðjur.
Höfuðið (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 09:18
Samúðarkveðjur vegna Tíguls. Það er erfitt að missa dýrin sín. Kveðja og knús.
Vilborg Traustadóttir, 25.8.2008 kl. 12:16
Ekki varð ég nú var við þetta GZM sambandsleyzi hjá ykkur !
Steingrímur Helgason, 25.8.2008 kl. 21:48
Ég samhryggist vegna Tíguls. Rosalega er Baltó kyssilegur. Kveðja að vestan í rigningunni.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:01
Mikið var gott að þið gátuð slappað smá af í bústaðnum En æ samhryggist með Tígul ykkar En hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 21:34
Takk fyrir innlitið Svanhildur mín og knús til þín líka. Hilsen úr hólminum, Hrefna
Hrefna Gissurardóttir , 29.8.2008 kl. 16:46
Samúðarkveðjur vegna Tíguls,hafðu það gott ljúfust.
Magnús Paul Korntop, 30.8.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.