22.9.2008 | 20:21
Allt krassaði.
Talvan mín krassaði í síðustu viku. Það varð að setja hana upp að nýju, svo ég missti allt mitt út, ömurlegt, átti svo margar síður í favorits, sem ég fylgdist með.
Var tölvulaus í heila 2 daga, já það var hryllingur
.
Þennan sama dag (þetta var á þriðjudag í síðustu viku), kom minn maður heim úr vinnunni rétt fyrir 3, skjálfandi og nötrandi, fárveikur, var búinn að vera að æla og æla og með bullandi niðurgang í vinnunni. Og um kvöldið fór uppþvottavélin að leka, og neitaði að vinna sitt verk.
Daginn eftir, var minn maður hlaupandi á milli minnar tölvu, uppþvottavélar og WC, og þanning gekk það næsta dag líka.
Semsagt, þrjár vélar klikkuðu á sama tíma, talvan mín, uppþvottavélin og svo kallinn minn.
Loks á fimmtudag, var talvan mín komin í samband, uppþvottavélin malaði, en minn kall var meira hrifinn af WC en mér.
Á laugardag var hann orðinn svona lalala, og við fórum í smá-sveitarúnt, og tókum myndir. Hann fór svo að vinna í dag.
En í síðustu viku, tók ég að mér tík í pössun, (1 árs síðan í maí, BordieCollie/Íslensk) það átti bara að vera í 5 daga, en teygðist í 7 daga. Hún heitir Lísa, og þeim Baltó kom mjög vel saman, slógust nokkrum sinnum á dag, en allt í góðu, sem sagt mikil læti.
Verst var, að hún skeit og meig út um allt hús, lét aldrei vita hvenær hún þurfti út, og þó maður færi með hana út, þá hélt hún í sér og lét svo allt vaða þegar inn var komið.
Auðvitað voru þetta bara mótmæli hjá henni, hún var ekki ánægð. En þetta var pirrandi.
Ég er ekki nógu ánægð með sjálfa mig, er dauð alla daga, geri bara það nauðsynlegasta, en svo ekki meir. Les mína bloggvini daglega, en á erfitt með að koma frá mér commenti.
Reyni að setja inn mynd á Flickr daglega, sama vandamálið þar, á erfitt með að commenta hjá mínum contacts þar.
Take care.
Athugasemdir
Svona er að skipta ekki við alvöru þjónuztufyrirtæki með sinn verðmæta búnað.
Ég hefði glaður mætt & lagað bæði kall & tölvu, & kennt þér að vazka upp í leiðinni, fyrir eitt & hálft orð.
Með rándýrt kaffi á brúza !
Steingrímur Helgason, 22.9.2008 kl. 23:46
Gott að vera búin að fá þig í samband aftur. En gerðu nú eitthvað í þessum viðvörunum sem þú tekur eftir sjálf!! Þú getur það.
Flottar svanamyndirnar hjá þér
Höfuðið (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:53
Baráttukveðjur frá DK og mundu nú að fara eftir öllum þessum góðu ráðum..það er erfiðara sagt en gert.....en þetta kemur... Svava
Svava Bjarna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:34
Svekjandi að missa allt úr tölvunni sinni en gott að allt komst í lag að lokum Flottir voffar Hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 24.9.2008 kl. 16:02
Það er alveg ótrúlegt hvað allt "bilar" í einu hjá manni. Ég man eitt sumarið þá bilaði autoklafinn, þvottavélin,sónartækið og röntgentækið, svei mér ef tölvan fór ekki bara líka Gott að þú er komin i samband og karlinn farinn að hressast. Knús á þig.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:34
hæhæ vildi bara senda þér knús og til hamingju með strákinn þin í gær hehe.
vonandi förum við nú að hittast,það er svo gaman að sjá hvað þú ert dugleg að setja
inn myndir á myndasíðuna þína .sæt mynd af hundunum .bið að heilsa ronna
kv magga
magga (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:09
Er byrjuð í ræktinni á fullu og hugsa mikið til þín í hvert sinn sem ég svitna og púla. Það eru ekki margir sem hafa átt ótrúlega orkumiklar og erobikk-sinnaðar móðursystur!!! Ertu kannski byrjuð aftur?
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 13:50
Mikið áttu myndarlega syni ... þarna á flickrinu ET vildi ekki steikt hjörtu og lifur í kvöld
Höfuðið (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:08
Öll él birtir upp um síðir, njóttu dagsins og lífsins.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 3.10.2008 kl. 08:16
Jæja mamma gamla, ætlar þú ekki að fara að blogga. Góða helgi elsku Svanný mín.
Anna María (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.