15.10.2008 | 23:37
Yndisleg Bloggvinkona.
Í morgun kom pósturinn, eins og venjulega, og þar var tilkynning til mín, um að ég ætti pakka á pósthúsinu. Ha, á ég pakka, ég á ekki von á neinum pakka.
Í hádeginu brunaði ég á pósthúsið, rauk inn, henti miðanum á borðið og heimtaði minn pakka. Vel límdur pakki kom í mínar hendur, og enginn sendandi skráður, svo ég varð að keyra heim, alveg að springa úr forvitni, þar sem minn maður dró upp vasahnífinn og skar á límböndin.
Upp kom, pakki með kaffipúðum og tveir fallegir kaffibollar.
Svo var þar miði, þar sem stóð, " Frá Bloggvinkonu, njóttu vel J "
Ég gapti, ég tafsaði, ég táraðist.
Ég setti upp gleraugun, og grandskoðaði pakkann, fann loks sendingar-pósthús, Ísafjörður.
Takk elsku bloggvinkona mín, þetta var yndisleg sending, sýndi manni að ennþá er til gott fólk í heiminum, fólk sem hugsar, fólk sem er ekki sama um náungann.
Ég var á geðfundi í kvöld, og sagði frá þessu og þetta hafði svo góð áhrif. Þanning að þú "elsku bloggvinkona" gerðir ekki bara góðverk við mig, heldur alla í kringum mig.
Takk, takk og takk.
Take care.
Athugasemdir
Ooo rosalega er þetta fallegt. Það er ómetanlegt að eiga góða bloggvini
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 00:10
jááá, þetta er bara fallegt og á líka að minna þig á að þú skiptir máli, MJÖG miklu máli fyrir mig og fleiri reyndar
Helga Rós Sveinsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:10
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 16.10.2008 kl. 12:20
Awww en yndisleg bloggvinkona Hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 16.10.2008 kl. 14:26
Já mér fannst þetta æðislega sætt af þessari bloggvinkonu ,alltaf gaman að heyra um svona ,sérstaklega í allri þessari neikvæðni þessa dagana.Og það sem þú last upp fyrir okkur var alveg ótrúlega magnað .
Sjáusmt á sunnudaginn,bestu kveðjur Sigga
Sigga Dóra (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:11
Takk fyrir fundinn í gærkvöldi.
Knús á þig
Anita Sóley (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:41
Mikið rosalega áttu góða bloggvinkonu!
Æðislegt !!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.10.2008 kl. 17:09
Þetta var fallega gert.
Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 10:32
Komin heim, heyrumst um helgina.
Höfuðið (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:24
Týnda síðan!
Gaja (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.