31.10.2008 | 19:49
Bloggstífla.
Jájá, það er bloggstífla hjá mér.
Fékk comment í morgun við síðustu færslu "Áfram nú, er stíflað!!" (ég alveg drulluhrædd, og þori ekki annað en að blogga eitthvað).
Er bara dugleg að taka myndir, sólsetrin hafa verið svo æðisleg, að maður bara missir sig. Allavega tek myndir daglega, set inn í tölvuna, vinn smá í þeim í myndaforriti, og set svo inn á Flickr. Þarf að læra meira á myndaforritið, og er því mikið að fikra mig áfram.
Þetta er svoooooo gaman
Og svo í síðustu viku fór ég inn á Facebook.
Skráði mig reyndar þar inn síðasta vetur, en gerði svo ekkert meira, bara gleymdi því.
En semsagt, fór þar inn aftur og er þar síðan
Vá hvað maður hefur hitt marga vini þar, bara virkilega gaman, en algjör tímaþjófur.
Er dottin í leik þar inni, þar sem næstelsti sonur minn, dóttir mín, tengdadóttir mín og svo vinkona mín, eru líka að spila, og ég ætla sko að vinna þau
Fer á geðfundi tvisvar í viku, alltaf jafn góðir, og ég er á ágætri uppleið, frá því seinnipartinn í sumar. Gleðipillurnar eru ennþá ónotaðar uppi í skáp, en svefnpillurnar brúkaðar.
Fékk reyndar símhringingu frá lækni síðasta mánudag, (fór sko í blóðprufu 10 dögum áður), og niðurstöður komnar, eitthvað ekki í lagi, svo aftur í blóðprufu, og fæ að vita úr því í næstu viku.
Take care.
Athugasemdir
Jeiiiii loksins kom blogg
Stórt knús handa þér
Anita Sóley (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:10
Góð!! Þú ert ekki lengi að taka við þér
Höfuðið (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:46
Hæ gamla fóstra sendi þér risa stórt knús og marga kossa. kveðja gelgjan úr hólminum
Hrefna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:23
Þú ert best....
Vilborg Traustadóttir, 1.11.2008 kl. 13:22
Gott að heyra að allt gengur vel og endilega skelltu annað slagið inn nokkrum orðum. Knús
Hulda Margrét Traustadóttir, 2.11.2008 kl. 09:38
Ljósmyndirnar þínar eru líka rosa flottar. Gætir auðveldlega skellt einhverjum á jólakort í ár. Ertu ekki annars byrjuð á þeim? :)
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.