Bloggleysi.

Ég fæ kvartanir um það, að ég sé léleg að blogga, og ég viðurkenni það alveg.

En ég er bara ekki í stuði (eins og sagt er).  Pinch

Ég les mína bloggvini daglega, og reyni að commenta, ef ég get, á bara svo erfitt með að setja niður á blað, það sem ég vil segja, sama hvort það er blogg eða comment. Woundering

 

Er mikið á facebook núna,  þar er nóg að skoða, og lítið sem ekkert þarf að commenta

 

Og svo er það auðvitað Flickr.....þar set ég reglulega inn myndir.     Commenta á mína vini þar, ef ég get.

 

En allavega, ég er hér við tölvuna, og skoða margt, þó ég láti ekki vita af mér.  Joyful

 

Take care.

 


Nokkrar myndir af mínu Flickr.

Hér koma nokkrar myndir sem ég hef sett inn á flickr síðustu daga.

Þetta er svo gaman, ef myndirnar heppnnast vel og maður getur unnið þær betur í myndaforriti, þá fær maður kannski mörg comment utan úr heimi og héðan frá Íslandi.    Og þá fer sjálfstraustið UPP.  (Vá, ég get eitthvað, MÉR er hælt).

 

Oft kemur fyrir að ég set inn þar, ekki mjög góðar myndir, en það verður að hafa það, myndirnar eru settar inn, fyrir þá sem vilja sjá þær, en ekki dæma þær.

 

En gaman gaman.

Hornafjörður today Hornafjörður today-3 Sunset 26/10 ´08 Amalía Petra

Bloggstífla.

Jájá, það er bloggstífla hjá mér. 

Fékk comment í morgun við síðustu færslu "Áfram nú, er stíflað!!"     Frown (ég alveg drulluhrædd, og þori ekki annað en að blogga eitthvað).

 

Er bara dugleg að taka myndir, sólsetrin hafa verið svo æðisleg, að maður bara missir sig.  Allavega tek myndir daglega, set inn í tölvuna, vinn smá í þeim í myndaforriti, og set svo inn á Flickr.       Þarf að læra meira á myndaforritið, og er því mikið að fikra mig áfram.

Þetta er svoooooo gaman Happy

 

Og svo í síðustu viku fór ég inn á Facebook.

Skráði mig reyndar þar inn síðasta vetur, en gerði svo ekkert meira, bara gleymdi því.

En semsagt, fór þar inn aftur og er þar síðan

Vá hvað maður hefur hitt marga vini þar, bara virkilega gaman, en algjör tímaþjófur.

Er dottin í leik þar inni,  þar sem næstelsti sonur minn, dóttir mín, tengdadóttir mín og svo vinkona mín, eru líka að spila, og ég ætla sko að vinna þau Tounge

 

Fer á geðfundi tvisvar í viku, alltaf jafn góðir, og ég er á ágætri uppleið, frá því seinnipartinn í sumar. Gleðipillurnar eru ennþá ónotaðar uppi í skáp, en svefnpillurnar brúkaðar.

 

Fékk reyndar símhringingu frá lækni síðasta mánudag, (fór sko í blóðprufu 10 dögum áður), og niðurstöður komnar, eitthvað ekki í lagi, svo aftur í blóðprufu, og fæ að vita úr því í næstu viku.

 

Take care.


Flickr.

Í byrjun júli stofnaði ég Flickr-síðu, bara til að geta commentað hjá mínum manni og Maddý vinkonu. 

Maddý var þá nýbúin að vera hér hjá okkur i 2vikur, og smita út frá sér. Tounge

Fór svo að læða þar inn myndum af okkar hundum, sem við höfum átt og eigum.

 

Svo fór áhuginn að kvikna meira og meira, og ég fór að taka allskonar myndir.

 

Fyrir mörgum mörgum árum, átti ég mjög góða myndavél, og tók mikið af myndum, og hafði mikinn áhuga, og var t.d. ljósmyndari fyrir UMSB þegar Landsmótið var haldið í Borgarnesi.    

En minn fyrrverandi fékk myndavélina, þegar við skildum.Angry

 

Svo það var ekki fyrr en í sumar, að áhuginn vaknaði að nýju.

Áttum svona vasa-myndavél frá Olympus, en alveg órtrúleg hvað maður gat náð góðum myndum.    Bara að kunna að stilla hana.FootinMouth

 

Fyrir um 2 vikum síðan eignuðumst við svona ALMENNILEGA myndavél, með tveimur góðum linsum.....og VÁ......maður bara missir sig.

 

Set núna daglega inn myndir á Flickr.  Er komin með um 300 myndir þar, og um 80 contacts, svo nóg að gera daglega við að skoða myndir og reyna að commenta.

Og vá hvað maður sér margar flottar myndir, allsstaðar frá heiminum.

Þarf ekki að segja mikið þar í commentum, svo það er auðveldara fyrir mig, heldur en á Blogginu, þó svo ég lesi daglega hjá mínum Bloggvinum.

 

Þetta er svo gaman.Happy

 

Slóðin á mitt Flickr, og mínum kalli og Maddý, er á síðunni minni.

 

Take care.

 


Yndisleg Bloggvinkona.

Í morgun kom pósturinn, eins og venjulega, og þar var tilkynning til mín, um að ég ætti pakka á pósthúsinu.  Ha, á ég pakka, ég á ekki von á neinum pakka.   

 

 Í hádeginu brunaði ég á pósthúsið, rauk inn, henti miðanum á borðið og heimtaði minn pakka.    Vel límdur pakki kom í mínar hendur, og enginn sendandi skráður, svo ég varð að keyra heim, alveg að springa úr forvitni, þar sem minn maður dró upp vasahnífinn og skar á límböndin.

 

Upp kom, pakki með kaffipúðum og tveir fallegir kaffibollar.

Svo var þar miði, þar sem stóð, " Frá Bloggvinkonu, njóttu vel J "

 

Ég gapti, ég tafsaði, ég táraðist. BlushCrying

 

Ég setti upp gleraugun, og grandskoðaði pakkann, fann loks sendingar-pósthús, Ísafjörður. Wink

 

Takk elsku bloggvinkona mín, þetta var yndisleg sending, sýndi manni að ennþá er til gott fólk í heiminum, fólk sem hugsar, fólk sem er ekki sama um náungann. Heart

 

Ég var á geðfundi í kvöld, og sagði frá þessu og þetta hafði svo góð áhrif.  Þanning að þú "elsku bloggvinkona" gerðir ekki bara góðverk við mig, heldur alla í kringum mig. Heart

 

Takk, takk og takk. Heart

 

Take care.

 


Út og suður.

Síðasta fimmtudag um 3-leytið datt okkur gömlu í hug að skella okkur til Reykjavíkur, og það fljúgandi.  Ég í símann, jú laust far, ég bókaði, hringt og pöntuð pössun fyrir Baltó (hundinn okkar), sturtan brúkuð, einhverju hent í tösku,  brunað inn í Nes með Baltó í pössun og rétt náðum fluginu.

 

Þegar lent var í Rvik, sótti elsti sonur Ronna okkur, skutlaði okkur á bílasölu, við skoðuðum bíl, keyptum hann og keyrðum í burtu.   (Ronni var sko búinn að pæla mikið í þessum bíl og díla við bílasöluna).

Svo núna rúntum við á jeppa.

 

Gistum hjá systur minni, og henni datt í hug að við systurnar færum í ljós.  Það eru ein 3-4 ár síðan ég fór síðast, því ég fæ svo mikla innilokunarkennd, get aldrei lokað bekknum alveg.  En næ svona stundum að slaka á í nokkrar mín.  OK, við fórum, og ég náði að liggja í bekknum í heilar 8 mín.,(með efri hlutann á bekknum langt uppi), en náði samt smáslökun.     Takk Silla mín.

 

Á föstudagsmorgninum bönkuðum við upp hjá Maddý og heimtuðum kaffi, og fengum sko gott kikk.  Takk Maddý mín.

 

Þaðan var farið upp á Bíldshöfða og eitthvert spartæki sett í bílinn, svo hann eyði minna benzíni.    Þá heimsóttum við Ormsson-búðir til að versla myndavél, en ekkert til sem við vildum.   (Myndavél fannst loksins í Ormsson-búð á Akureyri, sem verður send hingað).      Mikið verslað í Rúmfatalagernum, og hundagrind keypt upp í Mosfellsbæ.

 

Loks komumst við frá Rvik (okkur leiðist alltaf þar), stoppuðum á Selfossi og fylltum bílinn þar af Bónus-vörum.  Kíktum þar líka í Húsasmiðjuna til að kaupa ljósaseríur, til að lýsa upp skammdegið hér á heimilinu, og það tókst, og svo var brunað hingað austur.

 

Þegar heim var komið, tæmdum við bílinn, en hlóðum í staðinn bílinn af sængum og koddum og veiðidóti. Fórum inn í Nes til að sækja Baltó, en þá var hann stunginn af.

Við leituðum og leituðum í um 1 og ½ tíma, gáfumst þá upp, og héldum af stað í sumarbústaðinn, sem við vorum með þessa helgi.             Þegar við vorum hálfnuð í bústaðinn, hringdi Jón Ágúst (hann og Dagga voru að passa Baltó fyrir okkur), og tilkynnti að hann væri kominn.   Við ákváðum að halda bara áfram, vorum orðin þreytt, og komum í bústaðinn um 2 um nóttina.

 

Þessi bústaður er á Reynivöllum, rétt við Jökulsárlón.

Góður bústaður, nema.....já nema.....ekkert wc í honum og engin eldunaraðstaða, semsagt ekkert vatn.    En íbúðarhús um 200-300m frá, með öllu.      Semsagt, ef þú varst í spreng, þá bara gjöra svo vel að hlaupa.

 

En þetta var góð helgi, engin talva, ekkert sjónvarp eða útvarp (nema jú í íbúðarhúsinu, en við ákváðum að hvíla okkur á krepputali),  YNDISLEGT.

Náðum svo í Baltó í gær, og sá var ánægður að sjá okkur.

En honum leiddist sko ekki í pössuninni, því þau eiga 3 hunda og 10 hvolpa.

Enda hefur hann sofið, síðan hann kom hingað heim.

 

Vá, þetta er orðið langt blogg, en verð að bæta við, að mér líður betur, er ekki enn farin að taka þessi helv. geðlyf, tek bara svefnpillurnar og sef vel..

Góður svefn er fyrir öllu.

 

Take care.

 


Þunglyndi.

Eins og þeir vita sem þekkja mig, þá hef ég verið að berjast við þunglyndi, kvíða og  félagsfælni síðustu ár.     Fyrir 1 og ½ ári hætti ég að taka öll lyf, og hef reynt að vinna í sjálfri mér.   Það hefur tekist ágætlega, og mikill munur að vera meira meðvituð um allt í kringum mig, ekki uppdópuð og sljó (var að taka um 21 pillu á dag), (geðlyf,róandi,sefandi og svefnlyf), og inn og út af geðdeild.

 

En í sumar hefur allt verið að síga niður.

Síðustu vikur hafa verið ömurlegar.   Síðasta föstudag fór ég til læknis, eftir að ég lýsti minni líðan og hugsunum, teygði hann sig í símann, og sagðist vilja koma mér inn á geðdeild.  Ég harðneitaði.

Svo út fór ég frá honum með geðlyf og svefnlyf.

Ég er ekki byrjuð að taka geðlyfin,  en   tók eina svefnpillu í gærkvöldi og svaf og svaf, hef ekki sofið svona vel og lengi, í fleiri vikur, yndislegt.

 

Ég geri mér alveg grein fyrir að lyf hjálpa til, en ég er hrædd, svo hrædd um að falla aftur í sama lyfjaátið og var síðustu ár, þessvegna þrjóskast ég við.  En kannski byrja ég á morgun, kannski hinn daginn, eða kannski bara ekki neitt.  

Ætla að prófa að taka svefnpillu núna á hverju kvöldi og athuga hvort mín líðan verði ekki betri, því góður svefn er fyrir öllu, en ég hef lítið sofið í margar vikur, og er því alltaf þreytt.

 

Núna eru geðfundir tvisvar í viku, og þeir hjálpa mér mikið.

Einnig fer ég í viðtal á tveggja vikna fresti, hjá félagsmálafulltrúa, hann er frábær.

 

Take care.


Allt krassaði.

Talvan mín krassaði í síðustu viku. Það varð að setja hana upp að nýju, svo ég missti allt mitt út, ömurlegt, átti svo margar síður í favorits, sem ég fylgdist með.

Var tölvulaus í heila 2 daga, já það var hryllingur

.

Þennan sama dag (þetta var á þriðjudag í síðustu viku), kom minn maður heim úr vinnunni rétt fyrir 3, skjálfandi og nötrandi, fárveikur, var búinn að vera að æla og æla og með bullandi niðurgang í vinnunni.  Og um kvöldið fór uppþvottavélin að leka, og neitaði að vinna sitt verk.

 

Daginn eftir, var minn maður hlaupandi á milli minnar tölvu, uppþvottavélar og WC, og þanning gekk það næsta dag líka.

 

Semsagt, þrjár vélar klikkuðu á sama tíma, talvan mín, uppþvottavélin og svo kallinn minn. Wink

 

Loks á fimmtudag, var talvan mín komin í samband, uppþvottavélin malaði, en minn kall var meira hrifinn af WC en mér.

 

Á laugardag var hann orðinn svona lalala, og við fórum í smá-sveitarúnt, og tókum myndir.      Hann fór svo að vinna í dag.

 

En í síðustu viku, tók ég að mér tík í pössun, (1 árs síðan í maí, BordieCollie/Íslensk) það átti bara að vera í 5 daga, en teygðist í 7 daga. Hún heitir Lísa, og þeim Baltó kom mjög vel saman, slógust nokkrum sinnum á dag, en allt í góðu, sem sagt mikil læti.    

Verst var, að hún skeit og meig út um allt hús, lét aldrei vita hvenær hún þurfti út, og þó maður færi með hana út, þá hélt hún í sér og lét svo allt vaða þegar inn var komið.

Auðvitað voru þetta bara mótmæli hjá henni, hún var ekki ánægð. En þetta var pirrandi.

 

Ég er ekki nógu ánægð með sjálfa mig, er dauð alla daga, geri bara það nauðsynlegasta, en svo ekki meir.  Les mína bloggvini daglega, en á erfitt með að koma frá mér commenti.

 

Reyni að setja inn mynd á Flickr daglega, sama vandamálið þar, á erfitt með að commenta hjá mínum contacts þar.

 

Take care.

 

 

Baltó and Lísa fighting

ALLT HÆKKAR.

Fór í Nettó í dag, eina búðin hér á Hornafirði.     Jú, Essó og Olís selja svona nauðsynjavörur, mjólk og brauð og svoleiðis, (Nettó lokar 7 á kvöldin, kl. 6 á laugardögum og lokað á sunnudögum) (nema á sumrin, frá 1.júní til 1 sept, þá er opið á sunnudögum).

 

En ég fékk áfall.   Við hjónin fengum í jólagjöf um síðustu jól, svona kaffivél, fyrir einn til tvo bolla. Mér hefur alltaf fundist þessir kaffipúðar í vélina mjög dýrir, og hef því reynt að versla þá ódýrustu.

Jæja, þessir ódýrustu, kostuðu fyrst eftir áramót, 289.- hækkuðu svo í 299.-

Síðasta mánudag fór ég og verslaði 2 poka á 299.- kr. stykkið.

Í dag fór ég og verslaði sömu poka á 329.- kr stykkið.   !!!!!!!!!!!!!!!

 

Hvað er í gangi ?

 


Klukk-klukk

Ég var klukkuð að mínum bezta vini, hmmmmmmmm.

Læt þetta vaða.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

Vélaskeinari, (hreinsa símaveljara í Landsímahúsinu v/Austurvöll í eldgamladaga.

Mannaskeinari,  (Gangastúlka á Langlegudeild Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, í eldgamladaga.)

Loftskeytakona/Fjarritari.

Slöngutemjari (Benzíntittur í Brúarskála). (skemmtilegasta djobb sem ég hef unnið)

Hef unnið mörg önnur störf.  Er semsagt fjölhæf Wink

 

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Hef horft á svo margar, en man ekki neitt.Blush

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Reykjavík,

Kópavogur,

Hrútafjörður,

Borgarnes,

Sauðárkrókur,

Og núna Höfn Hornafirði.

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

C.S.I. New York

C.S.I. Miami

Boston Legal

Lost.

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Dublin.

Luxemborg.

Portúgal.

Spánn.

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

Mbl.is

Hornafjörður.is

Flickr

Vísir.is

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Nautakjöt.

Lambakjöt.

Skötuselur.

Pizza.

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Held upp á svo margar bækur og les svo margar bækur aftur og aftur, (því ég gleymi öllu),,,en les helst spennubækur. Woundering

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Irg

Magga Trausta

Ippa

Hafdís

 

 

 

Sorry þið sem ég klukka.FootinMouth

 

Take care.

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband