Færsluflokkur: Bloggar
6.3.2008 | 17:16
Það sem aðrir hugsa um þig, skiptir þig ekki máli
Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkur aldrei koma neinu í framkvæmd. Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað þig langar til að gera, á draumum þínum og þrám - ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna. Hættu að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsar um þig, fylgdu hjartanu þínu.
18/40/60 regla Daniels Amens er eftirfarandi: Þegar þú ert 18 ára hefur þú áhyggjur af því hvað allir í kringum þig hugsa um þig; þegar þú ert 40, er þér alveg sama hvað aðrir hugsa um þig; þegar þú ert 60 ára, þá áttar þú þig á því að enginn hefur verið að hugsa um þig í raun og veru.
Ertu undrandi, mestan tímann, þá hefur enginn verðið að spá í hvað þú ert að gera. Þeir eru allt of uppteknir af sínu eigin lífi og ef þeir eru að hugsa um þig, þá eru þeir að spá í hvað þú ert að hugsa um þá. Fólk hugsar um sjálft sig, ekki þig! Hugsaðu um það - allann þann tíma sem þú hefur eytt í að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk heldur um hugmyndir þínar, markmið, drauma, um fötin þín, hárið þitt, heimilið.... þú hefðir frekar átt að eyða þeim tíma í að ákveða hvað þú ættir að gera til að ná markmiðum þínum og draumum.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.2.2008 | 19:18
Forstofa.
Þegar við keyptum þessa íbúð fyrir rúmu ári síðan,gerðum við okkur grein fyrir að ýmislegt þyrfti að laga, (enda gamalt hús) eins og t.d. forstofuna.
Þar voru bara hillur á einum vegg, frá gólfi og upp í loft, og 3 fatasnagar á öðrum veggjum. Ég var í vandræðum með öll útifötin og varð að setja þau í skáp sem er á ganginum uppi við stigann, en húfur,treflar,vettlingar og annað smátterí fór í hillurnar.
Svo ákveðið var að fjárfesta í fataskáp í forstofuna.
Hann keyptur í júní s.l. en vegna veikinda, hefur allt dregist.
En í gær réðumst við á forstofuna. Hillunum kippt út. ÆÆÆÆ, þá komu í ljós allskonar vatnsrör og leiðindi. En hér áður fyrr hafði verið wc þarna.
Well, pappinn rifinn utan af fataskápnum, æi hann skemmdur, hornin meira og minna brotin.
Mikið blótað en ákveðið að sætta sig við þetta, enda langt síðan skápurinn var keyptur svo við svartsýn á að nokkuð dygði að kvarta og skápnum skellt saman.
Á meðan minn maður setti skápinn saman, fór ég á minn geðfund, sem var góður eins og venjulega.
Jæja, þegar ég kom heim var skápurinn dreginn inn í forstofu, en þá %&%()$#"!/(&% (mikið ljótt blót) hann passaði ekki.
Þessi rör sem komu í ljós þegar hillurnar voru teknar, settu strik í reikninginn.
Niðurstaðan er sú, að annaðhvort verður fataskápurinn að vera á ská í forstofunni, og við þurfum að klæða helling til að loka fyrir rör og annað, eða að við setjum aftur inn eina hillueiningu, sem þá lokar fyrir rörin og svo fataslá þar við hliðina, þurfum þá að klæða smá á einn vegg.
Athugið að forstofan er mjög lítil.
Ef við ákveðum að taka fataskápinn aftur út, þá fer hann upp í hjónaherbergi og nýtist þar, en þar er eldgamall innbyggður fataskápur sem tekur varla við fötum.
Forstofugólfið er með eldgömlum sjúskuðum flísum, við fundum parket í geymslunni, og settum á helminginn af forstofunni, á hinn helminginn fara gólfflísar sem bróðir míns manns gaf okkur, afgangur síðan hann setti á sína forstofu. Allt gert til að spara.
Svo spurning dagsins er: Fataskápur í forstofu á ská (kemur soldið flott út en soldið þröngt), eða hilla og fatarör.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.2.2008 | 17:33
Konudagur.
Ég gafst upp í morgun, að bíða eftir því að fá kaffi í rúmið, minn kall svaf svo lengi.
Enda allt í lagi með það, hann færir mér svo oft kaffi í rúmið, sama hvaða dagur er.
Og ekki nennti ég að fara á fætur kl 6 á bóndadaginn, til að færa honum kaffi í rúmið, áður en hann færi að vinna. Mér finnst að bóndadagur eigi að vera á laugardegi, nú eða sunnudegi.
En í kvöld ætlar hann að elda handa okkur önd (sem hann skaut um daginn), namminamm og ég fæ rauðvín með.
En ég vaknaði illa upp í gærmorgun um 8-leytið, heyrði vatnshljóð, settist upp, og þá stóð Baltó uppi í hjónarúmi, til fóta hjá mér og PISSAÐI.
Hann er vanur að sofa þarna til fóta hjá mér, hann fer alltaf í búrið sitt á kvöldin (við höfum það alltaf opið) en um miðja nótt kemur hann alltaf uppí.
Ég var nærri búin að arga upp og taka kast, en fór svo að hugsa, það voru komnir 3 sólarhringar síðan hann fékk síðustu pensilin-sprautuna, svo hún hætt að virka. (gat samt ekki stillt mig um að skammast aðeins).
Við hringdum í dýralæknir, og hún kom seinna um daginn (var sem betur fer stödd hér um helgina), hún sprautaði hann og skyldi eftir í sprautu sem á að duga í 3 skipti enn, verðum semsagt að sprauta hann á 3-sólarhringa-fresti.
Hún sagði að hann væri greinilega með blöðrubólgu og mætti alls ekki fara neitt að synda, fyrr en í vor.
En þeim Baltó og Tígli finnst voða gaman að fá sér sundsprett í næstu á, eða bara í sjónum.
Núna er minn kall með þá í göngu, enda veðrið alveg yndislegt, glampandi sól og logn. Ég nennti ekki með, þurfti ýmislegt að stússast hér heima.
Setti inn nokkra linka á bloggvini og síður sem ég les.
Það var góður fundur hjá okkur í "geðveika hópnum" (við köllum okkur þetta) í gær.
Til hamingju með daginn konur.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2008 | 20:21
Montin.
Núna er ég svo montin, að það rignir upp í nefið á mér (samt er engin rigning úti).
Ástæðan ? Jú, ég fór á mikið mannamót í dag.
Fór með vinkonu minni í íþróttahúsið hér í bæ (hef aldrei komið þar áður,öll þessi 5 ár mín hér), krakkarnir úr 1.-7.bekk voru með danssýningu.
Mikið rosalega var þetta gaman, alveg yndislegt að sjá þau öll sýna þá dansa sem þau hafa verið að læra. "hliðar saman hliðar " "fyrst á réttunni svo á röngunni" og fleiri dansar, æi bara svo gaman.
Mitt elsta barnabarn var að dansa, og tvær stjúp-ömmustelpurnar mínar, og svo sonur vinkonu minnar, sem ég var með.
Þessi sýning tók rúmann klukkutíma.
Þegar um 10 mín. voru eftir þá var mér farið að líða illa, svitna og innvolsið í hausnum á fleygiferð, pikkaði í vinkonuna og sagðist vera farin, og það stóð til, að þegar ég komst að út, þá var sýningin búin, þvílík var stappan.
Úffffff, vegna minnar félagsfælni, þá er svo erfitt fyrir mig að vera á svona miklum mannamótum.
Hef síðustu ár farið á ýmsar skemmtanir, eins og t.d. árshátíðir og þorrablót. Erfitt,en hef látið mig hafa það, skelli í mig nokkrum sjússum, og hugga mig við það, að flest allir séu líka búnir að skella í sig nokkrum sjússum, og taki því ekki eftir því, hvað ég er skrýtin.
Er strax farin að kvíða fyrir árshátíð hjá vinnu míns manns, sem halda á síðustu helgina í apríl.
Síðustu geðfundir hafa verið frábærir, þeir gera mér svo gott, ég finn mikinn mun á mér, og þeir sem eru í kringum mig daglega,sjá mikinn mun á mér.
Ef ég hefði ekki farið á þessa fundi, þá hefði ég aldrei samþykkt að fara á þessa sýningu í dag.
Take care.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2008 | 23:36
Hunda-pissu-vandamál.
Baltó byrjaði allt í einu, fyrir um viku síðan að pissa hér og þar, hjónarúmið einn daginn, sófinn í stofunni og púðarnir þar, fengu tvisvar að kenna á hans pissi, og svo bara gólfið, sama hvort við vorum nálægt eða ekki, þetta virtist bara leka frá honum.
Fyrst urðum við auðvitað, alveg galin, hundskömmuðum hann, en þegar þetta hélt áfram dag eftir dag, og hann sýndi enga tilburði um að þurfa að komast út, þá sáum við, að eitthvað var að.
Baltó varð 1-árs um síðustu jól.
En dýralæknirinn hér er alveg vita-vonlaus, við erum sko marg búin að reyna það, hann er sko, svo hræddur við dýr, að hann þorir varla að vera nálægt þeim. Aldrei þorir hann t.d. að gefa dýrum ormalyf, heldur biður eigendurna um það. Við eigum hunda, og höfum átt hunda síðustu 5 ár, svo við tölum af reynslu. Svo höfum við heyrt margar sögur af honum í sambandi við önnur dýr. Ekki það að ég er löngu búin að læra það, að trúa aldrei sögum sem ég heyri, nema sannreyna þær, en get allavega sannreynt sögur af honum í sambandi við okkar hunda.
En fyrir um 2 árum kom hér þýsk kona, lærður dýralæknir, til að leysa hann af.
Henni líkaði svo vel hér, að hún fór ekki, þó svo hennar tímabundna afleysingarstarfi væri lokið. Svo við og aðrir hér, höfum notið þess, að hafa hana hér.
En hún hefur verið send hingað og þangað um landið, til að leysa dýralækna af.
Núna er hún á Selfossi.
Við hringdum í hana í síðustu viku, og hún sagðist koma hingað austur um helgina.
Svo á laugardagsmorgni síðasta,mætti hún til okkar.
Hún sagði okkur,að þetta pissu-vandamál hjá Baltó, gæti verið líkmanlegt,vegna þess að það væri algengt hjá Husky-blöndu, nýrnavesen, (Baltó er 50% Siberian-Husky og 50% Bordier-Collie). En hún gaf honum penselin-sprautu, og skyldi eftir aðra sem við skyldum gefa honum í kvöld (þriðjudagskvöld). Eftir þessa sprautu hennar, hefur ekkert piss komið frá honum innandyra, og hann hefur alltaf látið vita, ef hann þarf út, og svo fékk hann áðan seinni sprautuna.
Okkur var farið að gruna að þetta gæti verið andlegt, því við fengum okkur annan hund í desember á síðasta ári, (Tígull er 5 ára) þó svo allt hafi gengið vel hingað til í þeirra samskiptum.
Sjáum til hvað þessi seinni sprauta í kvöld virkar lengi.
Þetta er erfitt, ef þetta er líkamlegt, mun hann þá þurfa sprautu reglulega?
Ef þetta er andlegt, þarf þá annarhvor að víkja?
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2008 | 11:38
Antik.
Í fyrradag setti ég inn myndir af antik-mununum mínum. Hef verið að safna síðan ég var 16-17 ára. Sumir hlutirnir eru mjög gamlir, en aðrir ekki.
Fleiri myndir koma seinna.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.2.2008 | 13:10
Sumarblíða.
Svei mér þá, ef það er ekki bara kominn sumarfílingur í mig. Núna er hér 7 stiga hiti úti og rigning, og allur snjór farinn. Hvað ætli svona blíða standa lengi ?
Fór á geðfund í gærkvöldi, og kom heim 10 kg. léttari. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á svona lokaðann fund, mikil og góð losun hjá mér. Mikið er gott að geta tjáð sig svona um sína líðan við fólk sem hlustar á mann. Svo núna fer ég 2-sinnum í viku á svona fundi, semsagt á miðvikudögum lokaður fundur, en á laugardögum opinn fundur. Frábærir fundir og frábært fólk.
Vona bara að þokunni fari að létta í hausnum á mér, vil fara að geta tjáð mig meira hérna, kem bara svo litlu frá mér. Er dugleg að lesa blogg hjá öðrum, en á of oft í vandræðum með að commenta, mig langar að segja hitt og þetta, en allt fast í hausnum á mér. Það vantar tengingu frá heila niður í puttana.
Minn kall fór loks í vinnuna í morgun, en hann hefur verið veikur alla þessa viku,.
Take care.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2008 | 20:32
Vertu alltaf.....
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga
baggi margra þyngri er.
Vertu sanngjarn, vertu mildur
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn guð um hreinna hjarta
hjálp í lífsins vanda og þraut.
Treystu því að þér á herðar
þyngri byrði ei varpað er.
En þú hefur afl að bera
orka blundar næg í þér.
Þerraðu kinnar þess er grætur
þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta
sólargeisla kærleikans.
Vinkona mín gaf mér þetta innrammað fyrir mörgum árum, reyni að lesa þetta öðru hvoru, þegar ég man.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2008 | 19:13
Bröndótt.
Á þriðjudaginn síðasta, hringdi tengdadóttir mín í mig, og spurði hvort ég væri eitthvað upptekin næsta fimmtudag (semsagt í dag), nei ég hélt nú ekki. Ok, sagði hún, það verður smá óvænt þá.
Ég náttúrlega lyftist öll upp, og hélt þau væru að koma í heimsókn, en nei,ekki var það nú.
Svo í gærkvöldi hringdi sonur minn, og útskýrði.
"Mamma, þú átt að mæta kl 1 á morgun á hárgreiðslustofu Ingibjargar"
Þau voru svo yndisleg að gefa mér klippingu og strípur.
Síðan 2001 hef ég farið 3-sinnum á hárgreiðslustofu, 4-sinnum með deginum í dag.
Annars klippi ég mig bara sjálf, kaupi háralit í næstu búð, og bið einhvern að setja í mig. Meira að segja kallinn minn setti einu sinni lit í mig, og það var bara flott.
Að fara á hárgreiðslustofu reglulega, er ekki hægt fyrir hvern sem er, vegna þess hve dýrt það er.
Semsagt í dag var settur brúnn hárlitur í mig, og tveir litir af strípum, alveg meiriháttar. Þetta tók heila 3 tíma. Kallinn minn kom niður á stofu kl 4 (því þá var hann búinn að vinna) og ég var þá rétt að klára, og það fyrsta sem hann sagði við mig,
" Þú ert orðin bröndótt"
Ég ákvað að bruðla, fyrst svona dekur var, og bað hárgreiðslustúlkuna, um að lita augabrúnir og augnhár, og plokka. Annars lita ég þetta alltaf sjálf, og reyti óæskileg hár.
Vá, mér finnst ég vera alveg glæný kelling núna. Í útliti sko.
Vildi bara að hægt væri að taka andlegu hliðina svona vel í gegn á þremur tímum.
En er á fullu í andlegu hliðinni, og þessi óvænta gjöf í dag, hjálpaði heilmikið.
Elsku Kalli og Magga, takk takk takk, þið eruð yndisleg, risaknús til ykkar.
Helga dóttir mín kom svo áðan, til að sjá herlegheitin, og gaf mér þá buxur, svo áfram lyftist andlega hliðin.
Ég á yndisleg börn.
Take care.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2008 | 11:26
Ketilás08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)