Færsluflokkur: Bloggar

02.02.02

Við hjónin eigum víst 6 ára  brúðkaupsafmæli í dag , en erum orðin svo gömul og kölkuð  að við vorum búin að gleyma því, þar til áðan að hamingjuóskir komu frá systur minni.

 

Fór á minn vikulega geðfund í dag, mjög góður fundur.

 

Okkur var boðið í þorramat í gærkvöldi, lítið át ég þar nema hangikjötið og harðfiskinn.

Þegar ég bjó í Hrútafirðinum (1974-1985) fór ég alltaf á 2 þorrablót á ári, á Borðeyri og í Staðarskála.  En enn hef ég ekki lært að borða þorramat.  En hvur veit, kannski það lærist, það eru nú ekki nema svona 10 ár síðan ég fór að éta skötuna.

 

Er búin að vera hátt í klukkutíma að skrifa þessa litlu færslu, allt í hrærigraut í hausnum á mér, svo læt þetta duga núna.

 

Take care.

 


Aftur ömmusystir.

P1250001

Í gær átti systurdóttir mín afmæli, elsta barnabarnið í okkar fjölskyldu, og systir hennar ákvað að eiga sitt fyrsta barn í gær.     Kom okkur öllum á óvart, því hún var ekki skráð fyrr en í febrúar.       Elsku Guðrún Ása til hamingju með litlu stelpuna þína (15 merkur og 51 cm), og Rósa Hlín, til hamingju með afmælið og litlu frænku þína.

Semsagt mín elsta systir loksins orðin AMMA.

Við erum bara þrjár systurnar, fæddar '52 '54 og '56.   (enginn bróðir).

Ég (litla systir) varð amma 1995 (á 7 barnabörn í dag), miðsystirin varð amma í desember sl. og svo loksins sú elsta í gær.

Til hamingju elsku systir (Höfuð).

Loksins get ég gert ömmurgrín að þeim.

 

Verst hvað það er langt til litlu frænku minnar, en þær búa í Kaupmannahöfn.

 

Hundarnir létu mig fá kast í hádeginu, réðust á stofugardínur og tættu niður.

Hvað er að þeim?

Minn blóðþrýstingur rauk upp úr öllu, (lægri mörk eru í 102).....anda inn, anda út, anda inn, anda út, reyni að vera róleg.

 

Við gömlu heimsóttum tengdapabba í dag, en hann kom hingað austur í gær.

Hann var í geislum í 2 vikur, en það gekk ekki.

Annað lungað var tekið úr honum síðasta haust.

Það eru um 3 vikur síðan við sáum hann síðast,mikil breyting.

Hann er tengdur súrefni og er kvalinn

.

Ég fékk flassback, mamma mín dó úr krabbameini 1993, hún var síðustu vikurnar í Borgarnesi....(þá bjó ég þar) ..(hjá minni elstu systur, við hugsuðum alveg um hana, og systir okkar í Rvik. kom eins oft og hægt var)..og ég lá við hliðina á henni nóttina sem hún dó.         Ég verð að viðurkenna það, að ég grét þegar við fórum frá tengdapabba í dag.

 

Þessi mynd var tekin síðasta föstudag þegar hundarnir tættu sundur kodda í stofunni, og ég fékk kast. 

 

 

Take care.

 


Sunnudagsblogg.

Jæja, Maddý óskaði eftir bloggi svo ég  ætla því að reyna að bulla eitthvað.

 

Við tókum jólaljósin úr gluggunum í dag, já ég veit samkvæmt hefð ætti það að vera löngu búið, en mér finnst bara allt í lagi að hafa þessi ljós uppi svona út janúar. Ekki veitir af að lýsa upp þetta svarta myrkur sem umlykur mann.

Núna eru gluggarnir gráir og tómlegir.

 

Á föstudagskvöld snappaði ég , já ég bókstaflega fékk kast.

Hundarnir tættu í sundur kodda í stofunni, og svamp-kurlið var út um allt.

Ég argaði og hundskammaði þá, Ronni tók þá og lokaði þá inni í sitt hvoru búrinu í smátíma. En við erum ekki vön að læsa þá svona inni.

Jæja, seinna um kvöldið þegar við fórum að sofa, blasti við okkur hlandblautt rúm.

Baltó var búinn að mótmæla því að vera skammaður.

Ég fékk annað kast.

Við urðum að gjöra svo vel að sofa í fataherberginu, en þar er tvíbreitt gestarúm.

 

Í gær var minn annar fundur í sjálfshjálparhópnum, góður fundur.

 

Nóg bull í bili.

 

Take care.

 


Blogg og comment.

Er búin að vera alveg hryllilega andlaus síðustu vikur, bæði til að blogga og commenta hjá bloggvinum.

Reyni samt að henda einhverju hér inn og segja eitthvað í commenti.

 

Þetta er alveg óþolandi, þegar mikið brýst um í hausnum á manni, að geta ekki komið því á blað.

Og það er alveg óþolandi,þegar ég fer á bloggvinablogg, les það, og langar svo mikið að commenta hitt og þetta, en, nei, gengur ekki, ég skrifa hitt og þetta, stroka út, skrifa annað, stroka út, stundum endar það með því að ég commenta ekki neitt, eða bara set inn smátákn.

 

Ég er mjög feimin og hrædd við að segja það sem ég vil segja.

 

Ég byrjaði að blogga hér á mbl. í september sl. en hafði þá áður bloggað í ein 3-4 ár á msn-blogginu, gafst þar upp vegna þess hve illa gekk að tengjast, ef mig langaði að blogga, þá gat það tekið 1-2 tíma að koma því frá mér.  Svo ég ákvað að prófa hér.

 

Minn kall hafði þá bloggað hér í nokkurn tíma og eins vinur okkar,og vinkona mín sem býr hér, þau urðu strax bloggvinir mínir.     Svo alveg að tilviljun, rakst ég á gamla vinkonu, þekktumst vel í gamla daga þegar við unnum saman, fluttum svo í sitt hvora áttina, tengslin hurfu, en náðum saman hér aftur.

Einnig rakst ég hér á gamla kunninga úr Borgarnesi, frá því ég bjó þar, og er Anna þar efst á blaði.

 

Ég fór að lesa blogg hjá hinumog þessum, mislíkaði hvað fólk skrifaði,  en varð alveg húkkt hjá sumum

.

Loksins kom svo Maddy vinkona hér inn, hún hvatti mig til að biðja hina og þessa til að vera bloggvinir mínir, ég lét vaða.

 

Svitnaði og skalf, þar til svörin komu, allir tóku mér. Fjúff hvað ég slakaði á.

 

Ég reyndi að standa mig vel sem bloggvinur og skrifa comment.

 

En fyrir svona viku síðan, var mér allt í einu sparkað út af einni,ég skildi hvorki upp né niður, hafði alltaf verið dugleg að commenta hjá henni, og mér fannst ég tengd henni, því dóttir hennar og dóttursonur hennar búa hér, og þegar við bjuggum í sömu blokk og þau, í um 2 ár, (áður en við fluttum hingað fyrir 1 ári) var sá litli heimalingur hjá okkur gömlu hjónunum.

Mitt litla sjálfstraust hrapaði niður um margar hæðir.

 

Take care.

 

 

 

 


13 ára.

Í dag er elsta barnabarniðmitt 13 ára, til hamingju elsku Amalía Petra mín.

 

Ótrúlegt hvað tíminn líður, mér finnst svo stutt síðan ég var viðstödd fæðingu hennar á Akranesi. 

 

 13 ára, ég get orðið langamma eftir nokkur ár. Úfffff, nei má ekki hugsa svona.

 

Take care.

 


Í síðustu viku.......

Í síðustu viku fór ég í viðtal við félagsmálafulltrúann hér í bæ.  Þetta var mjög gott viðtal, góður maður þar á ferð. 

Hann benti mér á sjálfshjálparhóp sem stofnaður var í nóvember, og fór ég á fund með þeim á laugardaginn, góður fundur.

Fyrir um 2 árum var ég í svona hóp, við hittumst einu sinni í viku, í um 1 ár, en þá því miður flosnaði hópurinn upp.   Ég vona að þessi hópur haldi lengi út, því það er alveg ótrúlegt hvað þetta hjálpar manni. 

Það að geta rætt sín mál við fólk sem skilur mann, hjálpar manni svo mikið, og eins það að hlusta á aðra ræða sín mál, og vita að maður er ekki einn í heiminum að kljást við erfiðleika.

 

Einnig fór ég að hitta sjúkraþjálfarann minn, og má ég koma í tækjasalinn til hans, hvenær sem ég vil, það er bara erfitt að koma sér af stað.

 

Geðorðin 10 sem ég skrifaði um  í síðustu færslu, eru mjög góð, og núna les ég þau á hverjum degi. Ég hef svarað þeim, bara fyrir mig og fékk ekki góða útkomu, var nú bara að reyna að slá á létta strengi,þegar ég svaraði þeim í síðasta bloggi.

 

Take care.

 


Geðorðin 10.

1.      Hugsaðu jákvætt, það er léttara.

2.      Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.

3.      Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.

4.      Lærðu af mistökum þínum.

5.      Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.

6.      Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.

7.      Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.

8.      Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.

9.      Finndu og ræktaðu hæfileika þína.

10.  Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.

 

Þetta er búið að hanga upp á ísskápnum mínum síðustu 2 ár, en ég gleymi alltaf að lesa þetta reglulega.

 

1.      Hmmm, snjór, ojbara....jákvæð hugsun: ég get hent snjóbolta í kallinn minn.

2.      Aumingja hundarnir mínir eru knúsaðir í tætlur daglega.

3.      Jájá, en fell í öllum prófum, því ég man ekkert.

4.      Hef ekki við að læra af mistökum.

5.      Nenni því ekki.

6.      Lífið er flækjufótur.

7.      Það geri ég .

8.      Ég held ég komist aldrei í mark.

9.      Hvaða hæfileika ?

10.  Þarf að lesa þessa frægu bók, Sceret.

 

 

Þessi svör mín, eru nú ekki í alvöru, bara smá djók, en væri gaman ef þið bloggvinir góðir vilduð svara, hvort sem þið svarið  hér í commenti eða bara hver fyrir sig.

 

Take care.


Snjór.

Vá, hér er allt á kafi í snjó.   Snjór á Hornafirði !!!! 

 

Í alvöru, hér sést mjög sjaldan snjór, það kannski snjóar smá einhvern daginn, en allt horfið eftir nokkra tíma.

 

Ég er sko alveg sátt við þetta snjóleysi Happy

 

Take care.

 


Laugardagskvöld.

Ósköp venjulegt kvöld, Ronni situr við tölvuna og spilar golf, ég ligg upp í sófa,undir teppi og horfi á sjónvarpið.   Hundarnir sofa.

Þá hringir síminn og Ronni svarar.

 

Klukkutíma seinna, liggur Ronni á gólfinu inni í borðstofu, ég stumra yfir honum, og treð sprengipillu undir tunguna á honum. Svitinn bogar af honum, varirnar eru gráhvítar og andlitið afmyndað af sársauka.

Svo kemur löggan, sjúkrabíll og læknir.

Læknirinn byrjar á því að gefa honum aðra sprengipillu og súrefni, honum skutlað upp á börur og út í sjúkrabíl, og farið með hann á heilsugæslustöðina.

Ég keyri á eftir á okkar bíl.

Sem betur fer var þetta ekki eins slæmt og leit út í fyrstu, og ég fékk að fara með hann heim seinna um nóttina, þegar hann var farinn að líta betur út og leið betur.

Dagurinn í gær, var ágætur hjá honum, mikil þreyta og höfuðverkur, og hann fór að vinna í morgun. Alltaf sama þrjóskan í honum.

 

Í öllum þessum látum um kvöldið, slapp Baltó út, ég keyrði um allan bæ um 5-leytið um nóttina og leitaði og leitaði, en ekkert gekk.   Kl 9 næsta morgun vöknuðum við, við gólið í honum hér úti á tröppum, hann var búinn að skila sér heim.

 

Ég varð því miður, að taka 2 róandi pillur þessa nótt.

 

Stundum borgar það sig ekki, að svara í símann.

 

Take care.


Í síðustu færslu...

Í síðustu færslu þar sem ég sagði frá mínu pilluáti, vil ég bara taka fram að ég misnotaði ekki pillurnar,(nema þegar ég vildi hverfa) þessar pillur voru allar samkvæmt læknisráði..

Þegar ég fór til geðlæknis á 3 mán. fresti, mat hann mig yfirleitt veikari en síðast, og fjölgaði pillunum.

En pilluát eitt og sér, læknar ekki þunglyndi, það þarf meira til, eins og t.d. viðtöl hjá sálfræðingi.

 

Hingað austur kemur sálfræðingur á 4-6 vikna fresti, ég fór nokkrum sinnum til hans, en gafst upp á honum.    Það er óskaplega leiðinlegt að tala við mann sem hálfliggur í stólnum, geispar og glápir út um gluggann.

 

Ég náði góðu sambandi við sálfræðing, þegar ég var 4 vikur inni á geðdeild, (árið 2005) Þegar ég var útskrifuð, vildi hún að ég kæmi til sín, vikulega í 1 ár.   En það bara gekk ekki upp, alltof langt að skutlast á milli, svo eina ráðið var að ég sjálf yrði dugleg að vinna með mig, og svei mér þá, það hefur bara gengið ágætlega.

Hef líka góðan stuðning frá eiginmanni , börnum og systrum.

 

Veit af konu hér á Höfn sem keyrði til Rvik vikulega í 1 ár, og er hún í góðum málum í dag, og dáist ég af dugnaði hennar.

 

Í gær fékk ég símtal frá félagsmálafulltrúanum hér á staðnum.(hef aldrei hitt eða séð hann)  Hann hafði frétt af mínum veikindum og vill hjálpa mér, svo ég fer í viðtal við hann í næstu viku.

 

En eins og ég hef áður bloggað um, þá dreif dóttir mín mig með sér á sjálfstyrkingarnámskeið í nóvember s.l. og hafði ég mikið gott af því.( verst að ég með mitt glataða skammtímaminni man ekki rassgat af námskeiðinu í dag). En leiðbeinandinn á námskeiðinu vildi allt fyrir mig gera, og fékk leyfi hjá mér að ræða mín mál við félagsmálafulltrúann.

 

Takk fyrir frábærann stuðning við síðustu færslu.

 

Take care.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband