30.9.2007 | 19:03
Sunnudagur.
Það var gott að vakna í morgun, kallinn var við hliðina á mér, aldrei þessu vant (hann tók sér frí frá gæsinni).
Hef föndrað smá í dag, og svo kom Birna að ná í þvottinn sinn, en ég hef þvegið fyrir hana síðustu 5-6 vikur.
Litla barnið mitt (hann verður 17ára í næsta mánuði) er þessa helgina úti í London, með pabba sínum, svona helgarferð. Þeir fóru á fótboltaleik í gær, WestHam-Arsenal. Hann hringdi í mig af leiknum, mikill hávaði, og ég bað hann að arga fyrir mig ,,áfram Arsenal,, Hann hélt nú ekki, en því miður er hann ManUn.-aðdáandi, þó ég, pabbi hans og Ronni séum eldheitir Arsenal-aðdáendur, þá hefur enn ekki tekist að kristna hann.
Svo hringdi hann í dag, var þá staddur á einhverjum bar, pabbi hans drakk bjór, en hann fékk bara kók, var ekki mjög ánægður með lífið, þá stundina.
Í gær fórum við gamla settið í tvöfalt-barnaafmæli. Ólafía og Dagga slógu saman veislu, fyrir Anitu 6 ára og Arnrúnu 5 ára. Mikið fjör og mikið étið, það mikið að ég lá afvelta í sófanum hér heima, í 2 tíma á eftir, gat ekki einu sinni staðið upp, til að fá mér smók úti á tröppum. og þá er nú mikið sagt.
Í fyrrakvöld var elduð ,,súpansemekkimátalaum,, í stórum norna-potti, svo núna er veisla dag eftir dag.
Take care.
Athugasemdir
Ég er búinn að lesa þetta þrisvar sinnum í kvöld, er engan veginn að ná samhengi í það að Ronni vaknaði við hliðina á þér en tók sér samt frí frá gæsinni.
Ég er líka búinn að reyna mitt með örverpið þitt, á næsta ári verður hann átján ára gamall, þá bara prufum við að beita líkamlegu ofbeldi til þess að særa þennann MuMu púka úr honum.
Já, var kakósúpa í fyrrakvöld ?
'-}
S.
Steingrímur Helgason, 1.10.2007 kl. 00:32
HAH! Áfram ManUtd!!!!! Gallharðir áhangendur láta nú ekki svo létt platast sko (sbr þessa sem er merkt fyrir lífstíð) *glott*
jummmííí... mig langar í svona "súpusemekkimátalaum"!!!
Saumakonan, 1.10.2007 kl. 19:58
Hehe alltaf gaman að skrifa svona tvíræðar setningar.
Svanhildur Karlsdóttir, 3.10.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.