7.10.2007 | 21:13
Súpa og reykingar.
Um daginn fengum við slatta af kjötbitum gefins, góðir í hundskjaft, en á þessum síðustu og verstu tímum, tímir maður því nú ekki.
En það var lítið kjöt á þeim, mest fita og bein.
Í hádeginu í dag, setti ég nokkra kjötbita í pott, lét sjóða smátíma, tók svo upp úr, og byrjaði hreinsunina. Bein og fita í eina skál (veisla hjá hundinum), og kjöttægjur í aðra.
Tók soðið og sigtaði fituna frá, setti soðið í pott og þynnti út með vatni.
Ofaní fór svo kjöttægjurnar, 4 laukar og 4 graslaukar, (fengum sko fullt af lauk í gær frá vinkonu, sem getur ekki borðað þá) 2 rófur, hrísgrjón og smá haframjöl, súpujurtir, 2 súputeningar (áttum ekki fleiri), skessujurt, og svo smá salt.
Sauð fullan pott af kartöflum, skrallaði þær svo og brytjaði niður og henti í pottinn.
Lét þetta malla á litlum hita nokkra tíma.
Við hjónin megum ekki borða fitu, vegna okkar heilsu (erum samt alltaf að svindla).
Svo þetta var svona tilraun, að búa til heilnæma súpu.
Svo kom matmálstíminn.
OJ BARA, bragðlaus súpa.
Notaði sko hvítlaukskryddið óspart á diskinn minn.
Varla sást í Ronna-disk fyrir öllum krydddunkunum sem hann fann í skápnum.
Svona er að reyna að lifa heilbrigðu lífi. Hnussssssbara.
Minn fyrr-fyrrverandi maki (fyrsti eiginmaður sko), faðir þriggja barna minna, var í stóraðgerð, fyrir 4 dögum. Hjartaaðgerð, þreföld hjáveita. Allt gekk vel og lítur vel út með framhaldið. Dóttir mín sem býr hér, flaug suður og er þar enn.
Hann hefur reykt síðustu 30 ár, og er þeim kennt um þetta ástand.
Jú "reykingar drepa" en ég ætla samt EKKI að hætta að reykja.
Hugsið ykkur, ef ég tæki mig nú til og hætti að reykja, hálfdræpi alla í kringum mig vegna geðvonsku fyrstu 2 dagana, myndi svo lenda fyrir bíl þriðja daginn og drepast.
Þá myndu allir minnast mín sem geðvonsku-kellinguna. Og ég að leggja þetta á mig, og falla svo fyrir bíl, nei takk fyrir.
Hætti reyndar að reykja 1990, eignaðist þá mitt yngsta barn. Var þá búin að reykja í 20 ár, en hafði alltaf hætt þegar ég gekk með mín 3 börn og var með þau á brjósti.
En þarna 1990, þá hætti ég alveg í 10 ár, ekkert mál. Notaði engin lyf eða tyggjó. Stundaði eróbikk 4 sinnum í viku og var dugleg að labba úti.
Átti alltaf sígó-pakka uppi í skáp, stundum kom löngunin yfir mig, tók þá pakkann út, þreifaði á honum og hnusaði, en alltaf lenti hann aftur í skápnum, óopnaður.
Mér fannst alltaf gott að vita af þessum pakka í skápnum, þó svo að ég notaði hann aldrei.
Reykingar eru hægfara sjálfsmorð, stendur einhversstaðar skrifað.
Take care.
Athugasemdir
NEINEINEI Runólfur Hauksson.
Svanhildur Karlsdóttir, 7.10.2007 kl. 21:28
Ef einhver sem að hættir að reykja drepur tíu í námunda við ámunda sína úr almennum leiðindum & geðvonsku er þá vörn hans almennar kórréttar heilbrigðisreglur ?
S.
Steingrímur Helgason, 8.10.2007 kl. 23:24
Mér finnst að þú eigir að vega og meta "kostina" við það að reykja.
Mér finnst að þú eigir að íhuga það að hætta reykja!
Rósa sósa (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:14
Ég gleymdi af hverju ég kíkti hingað inn í dag.
Til hamingju með afmælisdaginn hjá litla barninu þínu!!!
Rósa sósa (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.