3.11.2007 | 18:25
Bakflæði.
Vélindabakflæði hefur verið mig lifandi að drepa, síðan í mai. Fékk jú fljótlega sterkar magapillur, en þær slógu ekkert á. Las allt sem ég fann á netinu um þetta, og breytti matarvenjum.
Fór í magaspeglun, græddi lítið á því, sást að magabólgur voru til staðar, "éta áfram þessi magalyf og forðast áhyggjur og stress" Jájá.
Einnig var breytt um blóðþrýstingslyf, ef þau skyldu nú vera að ergja mig, ekki dugði það. Þrýstingurinn rauk upp úr öllu valdi, svo ég fór aftur á gömlu lyfin.
Um miðjan ágúst hafði ég sofið 2-3 tíma á nóttu síðan þetta byrjaði í mai, var orðin assgoti þreytt og pirruð.
Vinkona mín frétti af þessu og sendi mér aloe vera drykk, og það var eins og við manninn mælt, ég snögglagaðist. Fór að geta sofið, og þó bakflæðið væri ekki horfið, þá var þetta allt annað líf.
Um daginn rakst ég á grein um bakflæði sem ég hafði ekki lesið áður.
Forðast ber að neyta fæðu í 3 klukkustundir áður en gengið er til náða, þeir sem reykja eiga að hætta því án tafar, forðast ber feitan mat, mjólk, súkkulaði, piparmyntu, koffein, sítrus ávexti, tómatvörur, pipar og áfengi (sérstaklega rauðvín eða hvítvín).
Ég borða aldrei eftir kvöldmat, stundum jú popp.....feitur matur ekki lengur hér á heimilinu.......hér bara drukkin undanrenna, og það lítið......ég var súkkulaðifíkill, en hætti að éta það, þegar þetta byrjaði, helvíti erfitt......er alveg hætt að fá mér appelsínu ....og tómatar koma ekki lengur hér inn fyrir dyr.....en, uhummmm, sko, það er góða veðrið....ég reyki ennþá og ég elska rauðvín og drekk mikið af því.
Þá vitið þið það.
Ég fer eftir öllu, nema þessu með reykingar og rauðvínið, svo hér eftir þýðir ekkert fyrir mig að vera að kvarta. Og hana nú.
Take care.
Athugasemdir
Skál! Sit hér ein með mitt rauðvín

isk (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:26
Þú ert snilli haltu áfram, ég veit þú getur þetta allt saman.
Hrafnkell þessi sem er að ráðleggja þér hefur örugglega eitthvað vit á þessu með hákarlinn en ég held að lýsi geri sama gagn það fóðrar magann þó ég mæli ekki með því að kvöldi.
En hvernig er það ertu hætt að reykja???
knús á ykkur úr Rok(k) bænum
Svana (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 16:24
hef tekið lýsi síðan 1989....er ekki hætt að reykja, hef bara ekki áhuga....en takk fyrir ráðleggingarnar Keli .....og Svana mín knús til ykkar.....
Svanhildur Karlsdóttir, 4.11.2007 kl. 16:28
Æi, ekki gott að vera með í maganum - vil nú ekki predika en ég hætti að reykja 1996 og hef verið góð í maga síðan, samt drekk ég rauðvín og hvítvín......
en maður verður að finna þörf hjá sér að hætta.....en ég hef líka fitnað sem er ekkert skemmtilegt heldur
.....Annars - hafið það gott. Kv Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 08:59
Takk fyrir coment á myndirnar mínar. Ég hef alltaf teiknað mikið, gerði það þó líklega ekki í Brú, það var svo margt annað að gera
Ég fór svo í myndlista -skóla hér á Akureyri í þrjú ár og á fullt af námskeiðum. Er búin að sýna allnokkuð og vonandi verður sýningin mín ennþá uppi á Bláu könnunni þegar þú kemur norður....já, það verður gaman að hittast hvenær komið þið ? Kv. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.