6.11.2007 | 18:19
Blóðþrýstingur.
Þegar maðurinn minn veiktist í mars sl. og var sendur til hjartasérfræðings,( sem sagði að hann þyrfti í hjartaþræðingu, sem var framkvæmd seinnipartinn í maí, og tókst vel, kransæð víkkuð út á tveimur stöðum), þá fékk hann lánaðan blóðþrýstingsmæli til að fylgjast með þrýstingnum.
Ég svona að gamni mínu fór að prófa líka, og gátum við þá borið saman tölurnar. Mínar tölur voru alltaf miklu hærri en hans, en einhvernvegin kippti maður sér ekkert upp við það, engin er eins.
Eftir nokkra daga mælingu, heyrði ég í systur minni, og fór að segja henni frá þessu. "Ertu brjáluð, farðu strax til læknis"
Já ég er brjáluð og það lögleg, svo ég hafði afsökun, en hlýddi þó og fór til læknis. Hann lét mig liggja fyrir í 20 mín. og mældi svo þrýstinginn, neðri mörkin sýndu 120.
Læknirinn upplýsti mig um það að normal blóðþrýstingur væri, efri mörk 105-140 og neðri mörk 60-90. En jafnframt fékk ég skýringuna á því, af hverju ég var búin að vera svo pirruð, fljót að reiðast, með hausverk, og alltaf þreytt. (fjúfff var farin að halda að ég væri letingi ársins).
Þá var að finna lyf sem pössuðu mér, og það tókst loksins, þrýstingur varð eðlilegur. Einnig tók ég fæðuna í gegn, tók allt salt út (ojbara saltlaus hafragrautur), mælt var með að ég hætti að reykja, uhummmmmm hóst hóst.
En jæja, ennþá erum við með blóðþrýstingsmælirinn í láni, og mæli ég mig reglulega, allt í góðu, þangað til í dag, 165/103, en af hverju ? Það veit ég ekki, en hefði átt að vera búin að fatta þetta, er búin að hafa hausverk síðan í gær, og hef ekki nennt neinu, bara lufsast um húsið.
Er nýbúin að blogga um mitt bakflæði og svo blogga ég um blóðþrýsting, hmmm, eru þetta ekki bara elli-sjúkdómar?
Jújú gömul er ég orðin, en held að ástæðan sé önnur, blogga um það seinna.
Take care.
Athugasemdir
Maður þarf að láta fylgjast með svona löguða Svana, vona að allt sé í lagi. Meira lagið á börnunum okkar að þurfa að skíra sömu helgina ! En eins og þú sagðir þá hittumst við bara við næsta tækifæri. Farðu vel með þig. Kv. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 7.11.2007 kl. 08:02
farðu nú vel með þig elsku svanhildur okkar við hugsum mikið til ykkar
já gaman að fylgjast með hvað þu ert að blogga hehe
hlakka til að sjá ykkur eftir rúmar 2 vikur
kv magga
magga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:15
Ég finn til með þér að þurfa borða saltlausan mat. Hvernig eru þá frönsku kartöflurnar þínar?
Hættu svo að reykja!!!
Rósa Hlín (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:32
hehehe RH, hætta að reykja jahá þablaþaðsko.....forðast franskar, fara illa í magann, en læt þær eftir mér öðru hvoru og þá saltaðar
uhummm maður má nú svindla stundum......ef maður nennir að taka afleiðingunum
Svanhildur Karlsdóttir, 8.11.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.